Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
11.07.2009 - Landsmˇtshlaup ß Akureyri

Almennt
Í ár verður árlegt Akureyrarhlaup fellt inn í dagskrá Landsmóts UMFÍ á Akureyri. Vegalengdum hefur verið fjölgað frá því sem verið hefur. Þannig verður í fyrsta skipti boðið upp á heilt maraþon á Akureyri og jafnframt er þetta í fyrsta skipti sem maraþon er hlaupið í tengslum við Landsmót UMFÍ. Landsmótshlaupið verður jafnframt afmælishlaup því með því verður þess minnst að hundrað ár eru liðin frá því að fyrsta Landsmót UMFÍ var haldið - einmitt á Akureyri árið 1909.

Vegalengdir

 • Heilt maraþon
 • Hálft maraþon
 • 10 km
 • Skemmtiskokk

Skráning og skráningargjald
Forskráning fer fram hér á hlaup.is. Skráningu og greiðslu þátttökugjalda lýkur 9. júlí kl. 20. Gjald hækkar frá og með 1. júlí.

Föstudaginn 10. júlí, daginn fyrir hlaup, verður unnt að skrá sig í hlaupið í upplýsingamiðstöð  Landsmóts UMFÍ í Glerárskóla á Akureyri. Skráningu lýkur þann dag kl. 17. Þeir sem skrá sig í Glerárskóla greiði þátttökugjaldið á staðnum með peningum. Ekki er tekið við greiðslukortum.

Verð ef skráð er fyrir 1. júlí:

 • 10 km - 14 ára og yngri - kr. 2.500 - innifalið bolur og þátttökupeningur
 • 10 km - 15 ára og eldri - kr. 3.400 - innifalið bolur og þátttökupeningur
 • Hálft maraþon - kr. 4.500 - innifalið bolur og þátttökupeningur
 • Heilt maraþon - kr. 5.800 - innifalið bolur og þátttökupeningur

Verð ef skráð er 1. júlí - 9. júlí

 • 10 km - 14 ára og yngri - kr. 2.900 - innifalið bolur og þátttökupeningur
 • 10 km - 15 ára og eldri - kr. 3.900 - innifalið bolur og þátttökupeningur
 • Hálft maraþon - kr. 4.900 - innifalið bolur og þátttökupeningur
 • Heilt maraþon - kr. 6.800 - innifalið bolur og þátttökupeningur

Þátttakendur í skemmtiskokki greiða ekki þátttökugjald. Þeir þurfa ekki að skrá sig, en mæti tímanlega á hlaupastað.

Starttímar
Öllum hlaupunum verður startað frá nýjum íþróttaleikvangi Akureyrarbæjar á félagssvæði Íþróttafélagsins Þórs v/Skarðshlíð (við hlið knattspyrnuhússins Bogans). Öllum hlaupunum lýkur einnig á íþróttaleikvanginum.

 • Maraþon - þeir hlauparar sem áætla að hlaupa á yfir 4.30 klst. - starttími kl. 08:00
 • Maraþon - þeir hlauparar sem áætla að hlaupa á undir 4.30 klst. - starttími kl. 09:00
 • Hálft maraþon - starttími kl. 10:00
 • 10 km - starttími kl. 11:00
 • Skemmtiskokk - starttími kl. 10:45

Hlaupaleiðirnar

 • Hlauparar í heilu og hálfu maraþoni hlaupa stóran hring á Akureyri áður en leiðin liggur fram í Eyjafjarðarsveit, vestan Eyjafjarðarár, og síðan til baka eftir Eyjafjarðarbraut vestari og Glerárgötu og á íþróttaleikvanginn.
 • Hlaupaleið 10 km hlaupara er innanbæjar á Akureyri.
 • Hlauparar í skemmtiskokki hlaupa lítinn hring í næsta nágrenni íþróttavallarins.  
 • Kort af 3 km leið
 • Kort af 10 km leið
 • Kort af 21 km leið
 • Kort af 42 km leið

Sighvatur Dýri Guðmundsson tekur út og mælir hlaupaleiðirnar.

Aldursflokkar

Aldursflokkaskipting (í bæði karla-og kvennaflokki) í hlaupinu verður sem hér segir:

Maraþon

 • 18 - 39 ára
 • 40 - 49
 • 50 - 50
 • 60 ára og eldri

Hálft maraþon

 • 16 - 39 ára
 • 40 - 49 ára
 • 50 - 59 ára
 • 60 ára og eldri

10 km

 • 16 ára og yngri
 • 17 - 39 ára
 • 40 - 49 ára
 • 50 - 59 ára
 • 60 ára og eldri

Verðlaun og verðlaunaafhending
Allir þátttakendur í heilu maraþoni, hálfu maraþoni og 10 km fá þátttökupeninga við endamarkið.

Þátttakendur í skemmtiskokki fá þátttökuspjöld.

Þrír efstu í maraþoni karla og kvenna, hálfu maraþoni karla og kvenna og 10 km karla og kvenna hljóta verðlaunapeninga 26. Landsmóts UMFÍ. Verðlaunaafhending verður í Átaki - líkamsræktarstöð v/Strandgötu kl. 16:30 þennan sama dag, en þar verður opið hús fyrir hlaupara í Landsmótshlaupinu frá kl. 16:00 til 18:00.

Afhending keppnisgagna
Afhending keppnisgagna fyrir heilt maraþon, hálft maraþon og 10 km - flaga á skóinn, bolur, þátttökunúmer, kort og leiðalýsing o.fl. upplýsingar - verður á líkamsræktarstöðinni Bjargi v/Bugðusíðu kl. 17-20 föstudaginn 10. júlí og þar verður einnig boðið til pastaveislu fyrir þátttakendur.

Upplýsingar
Frekari upplýsingar um hlaupið veita:

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is