Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
31.12.2018 - Gamlßrshlaup ═R

Gamlárshlaup ÍR fer fram í 43. sinn á gamlársdag og að þessu sinni verður auk 10 km hlaups boðið upp 3 km skemmtiskokk. Hlaupið hefst kl. 12 frá Hörpunni. Gamlárshlaup ÍR er einn stærsti hlaupaviðburður landsins og ríkir ávallt mikil stemning í hlaupinu þar sem þátttakendur mæta bæði með gleðina og metnaðinn í farteskinu. Hefð er fyrir því að hlauparar mæti í búningum sem setja skemmtilegan svip á hlaupið og eru veitt verðlaun fyrir bestu búningana.

Tími og staðsetning
Hlaupið er haldið á gamlársdag, 31. desember og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni. Rásmarkið er á Sæbrautinni fyrir utan Hörpuna. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir.

Skráning
Skráning hér, er opin til 11:00 á hlaupdag. Þátttökugjaldið hækkar eftir miðnætti laugardaginn 29. desember og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig tímanlega. Forskráning fer jafnframt fram í ÍR heimilinu sunnudaginn 30. desember á milli kl. 14:00 og 17:00.

Unnt er að skrá sig á hlaupadag í Hörpunni frá kl. 9:30-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup, keppendur eru vinsamlegast beðnir um að virða tímamörkin.

Flokkaskipting

 • 15 ára og yngri
 • 16 -18 ára
 • 19-29 ára
 • 30-39 ára
 • 40-44 ára
 • 45-49 ára
 • 50-54 ára
 • 55-59 ára
 • 60-64 ára
 • 65-69 ára
 • 70 ára og eldri 

Hlaupaleiðir
Rásmark í 3 km og 10 km er á syðri akrein Sæbrautar fyrir framan Hörpuna. Í 3 km hlaupinu er hlaupið austur Sæbraut 1,5 km og snúið við til baka að Hörpunni. Endamarkið er á planinu fyrir framan Hörpuna. Í 10 km hlaupinu er hlaupið eftir syðri akrein austur að Holtavegi. Við Holtaveg er tekinn snúningur á akreininni og sama akrein hlaupin áfram að gatnamótum Sæbrautar og Sægarða, en þar er skipt yfir á norður akreinina í átt að Hörpu. Tekin er lykkja niður í Klettagarða og aftur upp á nyrðri akrein Sæbrautar áfram í mark við Hörpuna.

Kílómetrar og beygjur eru vel merkt með keilum, flöggum og umferðarmerkjum. Starfsmenn hlaupsins munu vakta alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér leiðina vel, m.a. hér á síðunni og í Hörpunni á keppnisdegi.

 


Gamlárshlaup ÍR á stærra korti

 

Aðrar upplýsingar
Þar sem um götuhlaup er að ræða og umferð er mikil á hluta leiðarinnar eru þátttakendur beðnir að sýna varúð. Brautarvarsla verður við gatnamót þar sem umferð er þyngst. Mælst er til þess að öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu. Einnig er mælst til þess að þátttakendur hlaupi ekki með hlaupakerrur eða álíka (baby joggers). Að gefnu tilefni þá eru börn ávallt á ábyrgð foreldra hvort heldur í 3 km skemmtiskokki eða 10 km hlaupinu. Börn yngri en 10 ára ættu ekki að hlaupa án fylgdar.

Afhending gagna
Forskráðir geta sótt gögnin sín í ÍR heimilinu, Skógarseli 12, sunnudaginn 30. desember á milli kl. 14:00 og 17:00.

Gögn verða afhent í Hörpunni á hlaupdag á milli kl. 09:30 og 11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup.

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þau tímamörk. Við ábyrgjumst ekki að þeir sem mæta eftir kl. 11:00 fái afhent gögn fyrir ræsingu.

Drykkjarstöðvar
Drykkjastöðvar eru fyrir þátttakendur í 10 km hlaupinu við km 5 þar sem boðið er upp á vatn og Powerade. Að loknu hlaupi eru vatn og Powerade í boði fyrir alla þátttakendur.

Verðlaun og verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í Hörpunni kl. 13:00.

Þátttakendur yngri en 15 ára fá þátttökuverðlaun, en öðrum gefst kostur á að kaupa þátttökupening samhliða skráningu. Þátttökupeninga þarf að vitja inni í Hörpu að loknu hlaupi.

 • Veitt eru verðlaun fyrir þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki í 10 km hlaupinu.
 • Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta karl og fyrstu konu í mark í öllum aldursflokkum í 10 km hlaupinu.
 • Veitt eru verðlaun fyrir besta karl- og kvenbúninginn auk verðlaun fyrir besta búningaþema hóps.
 • Veitt búningaverðlaun fyrir börn yngri en 15 ára sem tóku þátt í skemmtiskokkinu.

Salerni og fatageymsla
Í Hörpunni verður aðstaða til þess að geyma fatnað auk salerni. Geymsla fyrir fatnað er staðsett í herbergi hægra megin inn ganginn við skráningarborðin. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði sem skilinn er eftir í geymslunni, annars staðar í Hörpunni né á hlaupaleiðinni.

Reglur
Í götuhlaupum á vegum Frjálsíþróttadeildar ÍR gilda reglur alþjóðafrjálsíþróttasambandsins IAAF um götuhlaup sem sjá má á vef Frjálsíþróttasambands Íslands og reglur FRÍ um framkvæmd götuhlaupa. Til viðbótar við þær reglur gilda einnig reglur frjálsíþróttadeildar ÍR um götuhlaup á vegum félagsins.

Nánari upplýsingar
Frjálsíþróttadeild ÍR, irfrjalsar@gmail.com.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------

English version

Every year the ÍR track and field club of Reykjavik celebrates the end of the year with its New Year´s Eve 10K run on December 31st. The annual 10 K run held in downtown Reykjavík attracts both elite runners as well as recreational runners of all ages. It has become a tradition for runners in Iceland to end the year with this fast course 10K run. Many participants dress up and run in costumes and a special prize is awarded to the most unique costume. This year there will also be a 3 km fun-run. Many runners from abroad participate in this 10K run and then enjoy the unique bonfires and spectacular fireworks in Iceland on New Year´s eve.

Registration
Registration will be open here until 11:00 AM on raceday. Runners are encouraged to register before midnight of December 29th as the fee increases after that. Registration will be open on race day in Harpa from 9:30 AM until 11:00 AM.

Race course
The race start and finishline is at Harpa - Reykjavik Concert Hall and Conference Center. The 3 km fun run has the same start and finish line as the 10 km race. After 1,5 km on the course there will be a U-turn back to the finish line.


Gamlárshlaup ÍR á stærra korti

Number pickup
Runners who pre-register can pick up their registration package on the 30th of December at ÍR, Skógarsel 12, 112 Reykjavík from 14:00 PM - 17:00 PM. All other runners must pick up their registration package in Harpa prior to the run on December 31st from 9:30 AM -11:00 AM.

Further info
Further info on event website.
Race organizers, irfjrjalsar@gmail.com.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is