Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
04.01.2020 - Jˇlabjˇr mÝlan

Bjór-míla Íslands. The Icelandic Beer Mile (English further down)

Jæja, þá hefjum við seríuna Bjórmíla Íslands. Laugardaginn 4.janúar ætlum við að sprella og sprikla í 101 Reykjavík og halda Jólabjór míluna. Létt og skemmtilegri bjórmíla verður við Kolaportið og á Hafnartorgi. Gleði og gaman. Hlaupið hefst kl. 15 á plani norðan megin við Kolaportið. https://ja.is/kolaportid/

Við verðum einnig með óáfengan bjór á drykkjarstöðvum fyrir þau sem kjósa óáfengan. Ef þú velur áfengan bjór þá skaltu skilja bílinn eftir! Bílastæðakjallarinn undir Hafnartorgi er virkilega góður.

Vegalengd
1600 metrar. 4 bjórar á drykkjarstöðvum. 

Hlaupaleið
Leiðin er einföld og skemmtileg. Hefst á fyrir utan Kolaportið. Hlaupnir um 50 metrar, og byrjað þar með einum bjór og síðan eru hlaupnir 4 hringir kringum Hafnartorgið, einn bjór fyrir hvern hring. Eftir lokahring er hlaupið til baka að startinu fyrir framan Kolaportið þar sem endamarkið verður.

Skráning og verð
Skráning fer fram á hlaup.is.   

Skráningargjald er kr. 4.000  Innifalið í verðinu eru 5 keppnisbjórar og smá gleði í KolaÞorpinu eftir hlaupið. Hægt er að skrá sig í Kolaportinu á hlaupadegi fyrir kr. 5.000,-

Hlaupagögn skal sækja á bás í Kolaportinu frá kl. 13 til kl 14:30 á keppnisdegi.

Fyrsta holl fer af stað kl. 15:00 og keppendur sem ætla sér stóra hluti og hlaupa hratt skulu koma sér í fyrsta hollið. Reiknað er með að hvert holl taki um 20 mínútur og verður því næsta ræsing um kl. 15:20 og svo framvegis eftir fjölda þátttakenda, 15:40, 16:00.

Verðlaunaafhending eftir hlaup verður í Kolaportinu um kl. 16:30.

Reglur
Aldurstakmark er 20 ára.
Ekki drekka áfengi og aka bíl, hjóli eða rafskútu!
Beer Mile Standard reglur: 4 x 400 metrar og 4 bjórar.
Allir með hlaupanúmer fá bjór á drykkjarstöð.

Með skráningu og þátttöku samþykkir keppandi þátttöku á sína ábyrgð og staðfestir að hlaupahaldari, samstarfsaðilar, starfsfólk, sjálfboðaliðar bera enga ábyrgð á heilsu þátttakanda né eigum hans. Þátttakendur eru hvattir til að taka ekki þátt ef einhverjir veikleikar eru svo sem hjartaveikleikar eða annað sem ekki passar við að taka þátt í svona viðburði. Við mælum með skynsemi umfram allt. 

Fatnaður eða annað sem skilinn er eftir utanhúss eða inni í Kolaporti verður gefinn í gott málefni ef ekki hefur verið sótt fyrir 6.janúar.

Árið 2020 verður heil Bjórhlaupasería:

Vetrarhlaup
Vorhlaup
Sumarhlaup.
Hausthlaup

Heildarúrslit fjögurra árstíða-bjór-hlaupa sem mynda Bjórhlaupaseríuna. Beer Mile Runner of the Year útnefndur í veislu sem síðar verður útlistuð. Jólabjórmílan er stemningshlaup með jóla-hlaupa-gleði.

Framkvæmd bjórmílunnar  

 • 1. Í starti, rétt þegar komið er af stað er drukkinn einn bjór á Bjórstöð #1. Ganga má allt að 10 metra frá starti áður en tómri bjórdós er hent í ruslagám frá Íslenska Gámafélaginu en hvolfa skal dósinni yfir höfuðið áður en dós er hent. Dósin á að vera alveg tóm!
 • 2. Hlaupinn hringur kringum Hafnartorg.
 • 3. Bjórstöð #2 og drekka skal bjórinn á stöðinn og ekki fara lengra heldur en 10 metra frá stöðinni áður en TÓMRI dósinni er snúið á hvolf yfir höfðinu áður en hent í ruslafötu.
 • 4. Hlaupinn hringur kringum Hafnartorg.
 • 5. Bjórstöð #3. Sömu reglur. Einn bjór tæmdur á 10 metrum.
 • 6. Hlaupinn hringur kringum Hafnartorg.
 • 7. Bjórstöð #4. Sömu reglur. Einn bjór tæmdur á 10 metrum og síðan lokasprettur Hafnartorgshringur og til baka að Kolaportinu að endamarki (þar sem startið er).

Annað
Ef þú ert ekki alveg normal týpan sem ætlar bara að njóta og hlæja, heldur hlaupa til að setja met, Íslandsmet, heimsmet eða vinna hlaupið þá þarf bjórinn að vera áfengur. En auðvitað verður einnig óáfengur bjór í boði fyrir hvern sem kýs það.

Þeir sem eru að keppast til að sigra skulu koma sér í fyrsta holl.
Við erum eins vistvæn og við getum og ætlum að reyna að gera betur og betur.
Ef þú hendir tómri bjórdósinni annað en í ruslagám þá gætir þú verið dæmd(ur) úr leik. 

Eftir hlaupið verður fjör og verðlaunaafhending inni í Kolaportinu sem verður í uppfærslu næstu vikur og mánuði.

Skráning á hlaup.is.  
https://www.beermile.com
https://www.beermile.com/rules

 

English

The Icelandic Xmas Beer Mile 

On Saturday the 4th of January we will enjoy ourselves, run 4 x 400 meters, total of one Mile and have one beer between the sprints, total of four beers in the absolute center of Reykjavik.

Place and time
It starts at 3pm just by the harbour right outside the Icelandic Flea market „Kolaportið".
Linkur á google maps: https://ja.is/kolaportid/

Distance
Total of 1600 meters, 4 x 400 meters with 4 beers. 

We will also have non alcoholic beer available to choose. In case you choose the regular beer please do not drive next 10 hours after the race. There is a very nice new car park under the Hafnartorg, next to Kolaportið.

Route and rules
The route is very plain, simple and fun. Starting outside the Kolaport. Starting with one beer just after the start, running 400 meters circle around Hafnartorg, a beer again. Total 4 circles and 4 beers. After the 4th beer then sprint or jog the last Hafnartorg circle and back to the finish line right by the start area. 

Registration and price
Price is IKR 4.000,- Included are 5 beers and fun in the Kolaport after the race. Registration on hlaup.is. Registration here is open until 10pm on Friday the 3rd of January. Registration the day of the event in Kolaportið is possible for IKR 5.000,- between 1:00 to 2:30pm. 

Race number pick-up will be a booth in Kolaportið on race day between 1 and 2:30 pm. Award ceremony will be after in Kolaportið at around 4:30 pm.

Rules
Age limit is 20 years. Do not drink alcohol and drive a car, bike or a scooter!
If you plan to race fast and try winning the race make sure you enter the first group that starts at 3pm. We will have starts every 20 minutes and depending on total number of runners we will continue with up to 5 starts.
Beer Mile Standard rules is 4 x 400 meters and 4 beers.
Everybody with a race number get a beer at the beer stations.
With registration each runner confirms to be participating on it‘s own risk and confirms that race organisor, sponsors, staff or voluteers bear no reliability at all of runners health or items.
We urge people not to participate if you have any weaknessess of any kind regarding health, heart problems or anything that should make you avoid this kind of event. Above anything do show responsability and logical decisions.
Clothes, shoes and items left outside or inside of Kolaportið will be given away to charities in case not picked up before the 6th of January. 

Race itself

 • 1. Start with short „sprint" to the first beer station, one beer consumed. You have 10 meters to drink it and must always turn it upside down before throwing into a trash bin. The beer can must be totally empty!
 • 2. Run 400 meters.
 • 3. Beer station #2 drink a beer in 10 meters space, throw it into the trash container after turning the empty beer can upside down above your head.
 • 4. Run 400 meters.
 • 5. Beer station #3. Same rule, one beer in 10 meters.
 • 6. Run 400 meters.
 • 7. Beer station #4. Same rule, one beer in 10 meters etc and run the last circle and then to the finish line by the start area.

If you are not the plain type that just wants to have lots of fun, but want to aim for a National record or World record you must drink the alcoholic beers. Naturally we will have non alcoholic beers awailable also.

Those who want to race for victory or just fast runners shall go to the first start in case more than one start will be needed.

We are eco friendly and thus we want to do anything possible to value that and then do better and better after each race.

If you throw away empty can not into the trash containers you could be outruled from the race.

A Award ceremony will be after the race inside the Kolaport at around 4:30pm.

Here you find further information about Beer Mile races and rules.

https://www.beermile.com

https://www.beermile.com/rules

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is