Aftur í Allar umræður spjall hóp
|
|
Mývatnsstofa
8.3.2009 21:27:25
Ágætu hlauparar, mér er það sönn ánægja að tilkynna að loksins hefur verið tekin endanleg ákvörðun með að Mývatnsmaraþonið verður haldið 30. maí. Ég vil fá að leggja fram þá spurningu hvernig það muni leggjast í fólk ef hlaupaleiðinni yrði breytt. Að ræsa hlaupið og ljúka því við Jarðböðin. Ekki munar nema um 800 m. að hægt sé að hafa rás og endamark á sama stað. Formleg mæling hefur ekki farið fram svo þetta á vonandi eftir að styttast.
|
|
Mývatnsstofa
10.3.2009 17:05:20
Á ég virkilega að trúa því að þið hafið ekki skoðun á því hvort hlaupaleiðinni verði breytt? Það er okkur mjög miklivægt að heyra álit sem flestra. Þeir sem hafa hlaupið Mývatnsmaraþon vita að það þarf að hlaupa hluta leiðarinnar tvisvar en með því að ræsa við Jarðböðin þá er upphaf og endir því sem næst á sama stað. Vissulega eru tvær hækkanir á leiðinni og smá brekka til að byrja með upp að böðunum en sumum finnst það bara betra. Endilega tjáið ykkur nú.
|
|
pjetur
13.3.2009 12:24:21
Þetta er bara stórkostleg hugmynd!
Byrja og enda við jarðböðin.
|
|
Óskar
13.3.2009 13:01:34
Að þurfa að hlaupa upp brekkur hljómar ekki vel í eyrum þegar menn eru að reyna að bæta sig í maraþoni. Gæti orðið erfitt síðasta kílómeterinn að þurfa að hlaupa upp í jarðböðin. í Lagi að starta frá jarðb. og taka frekar aukakrók á leiðinni og enda við afleggjaran.
|
|
Haraldur Guðm.
13.3.2009 17:00:17
Hvað er þetta mikil hækkun frá Reykjahlíð og austur eftir? Erfitt að enda síðustu km í mikilli brekku...
Hljóma annars mjög spennandi.
|
|
Njörður
14.3.2009 21:50:01
Er ekki hægt að breyta rás- og endamarki þannig að þau séu enn á hringnum en nálægt leiðinni að jarðböðunum. Ég held að þeim sem þykir vænt um tímana sína og vilja sjá samanburð við fyrri árangur vilji ekki breyta leiðinni. En að hafa hana nálægt leiðinni að jarðböðunum legg ég til.
|
|
Hávar
15.3.2009 20:13:45
Það er ekki gott að enda hlaupið á brekku. Eflaust eru gildar ástæður fyrir því að Mývetningar vilja færa startpunktinn - það var reyndar brekka í lokin á síðasta km og fjári erfið. Hef aldrei heyrt neinn maraþonhlaupara tala um að finnast betra að enda maraþon í brekku. Það er góð hugmynd að enda hlaupið við afleggjarann að jarðböðunum.
|
|
halldor
16.3.2009 16:46:02
Þótt hugmyndin sé góð og aðlaðandi tilhugsun að geta skriðið nánast beint ofan í Jarðböðin eftir hlaup, þá eru brekkurnar ekki spennandi. Það er drjúg hækkun bara frá gatnamótunum í Reykjahlíð og upp að afleggjaranum í Jarðböðin, jafnvel þótt honum sjálfum sé sleppt. Fyrir mína parta þá hugnast mér betur að sleppa öllum slaufum þótt hluta hringsins þurfi að hlaupa tvívegis og starta þá annað hvort í Reykjahlíð eða við Skútustaði eins og verið hefur. En e.t.v. mætti skoða að hafa verðlaunaafhendinguna við Jarðböðin eftir hlaup.
|
|
Gunnlaugur
20.3.2009 14:28:36
Mér finnst þetta fín hugmynd að byrja og enda við jarðböðin. Þótt gamla sundlaugin á Skútustöðum hafi verið fín þá er þetta ennþá betra. Brekka og/eða ekki brekka í upphafi og endi skiptir engu máli. Hlaup eiga að þróast. Reykjavíkurmaraþon var í upphafi tveir hringir en er nú einn. Marsmaraþon og haustmaraþon voru með ýmsum útfærslum þar til núverandi leið var negld niður. Eftir að núverandi leið var valin var fyrst verið að tuða yfir brekkum en það er löngu búið.
|
|
hávar
20.3.2009 22:33:06
Þetta er ekki spurning um að tuða yfir brekkum eða ekki. Þetta er spurning hvort menn eru að eyða mánuðum í að undirbúa sig fyrir maraþon til að (væntanlega) bæta tímann sinn í stað þess að hlaupa bara sífellt lengra í hægðum sínum. Á hinn bóginn skipta brekkur við Mývatn andskotann engu máli því ef hitastigið er yfir frostmarki, og vindur undir 15 metrum á sekúndu þá verður að teljast vel sloppið á þessum árstíma.
|
|
hávar
20.3.2009 22:33:47
Þetta er ekki spurning um að tuða yfir brekkum eða ekki. Þetta er spurning hvort menn eru að eyða mánuðum í að undirbúa sig fyrir maraþon til að (væntanlega) bæta tímann sinn í stað þess að hlaupa bara sífellt lengra í hægðum sínum. Á hinn bóginn skipta brekkur við Mývatn andskotann engu máli því ef hitastigið er yfir frostmarki, og vindur undir 15 metrum á sekúndu þá verður að teljast vel sloppið á þessum árstíma.
|
|
Fríða
23.3.2009 11:19:39
Haha, ég er eiginlega sammála síðasta ræðumanni. Kuldinn og rigningin skipti svo miklu meira máli en brekkurnar. Sérstaklega ef maður fær sama mótvindinn tvisvar á sama hluta leiðarinnar sem maður verður að hlaupa tvisvar í sömu átt. Er ekki minna um mý hjá Jarðböðunum en niðri við vatnið? Það gæti verið kostur.
|
|
Aðalsteinn Árnason
24.3.2009 20:37:08
Þetta er góð hugmynd að nota Jarðböðin sem útgangspunkt.Mínar vangaveltur snúa að hálfmaraþoninu, hvar á það að hefjast eða hvar á því að ljúka. Væri ekki svaðalegt að koma að austan.... enda á að hlaupa yfir Námaskarðið og strauja svo í markið við Jarðböðin. ég er til í að skrá mig í slíkt hlaup. Smá brennisteinslykt væri eins og ilmvatn í dry fit bolina mína.
|
|
Gunnlaugur
4.4.2009 16:28:25
Þér hefur ekki dottið það í hug Hávar að eftir því sem menn eru betur undir búnir fyrir maraþon þá skipta brekkur minna máli. Hvað varðar að bæta einhvern tíma, verður þá hlaupaleið alltaf að vera óbreytt bara vegna þess að einhver vill stritast við að bæta gamla tímann sinn og krefst þess að allt verði óbreytt þess vegna. Hvað hefur hlaupaleið Reykjavíkurmaraþonsins oft verið breytt? Hvað hefur hlaupaleið vormaraþonsins og haustmaraþonsins oft verið breytt. Sem betur fer þróast þetta eins og annað því kyrrstaða er afturför.
|
|
hávar
5.4.2009 19:14:15
Ekki ætla ég standa í þrefi við þig um þetta Gunnlaugur. Þinn ótrúlegi hlaupaferill segir mér að þú sért líklega þrjóskasti andskoti sem gengur á tveimur fótum á þessu landi.
Þessi hlaup sem þú nefnir skipta engu máli hvað tíma varðar. Þetta eru æfingahlaup þegar best lætur og brekkur og leiðarval eru því hrein aukaatriði. Mývatnsmaraþonið hefur runnið sitt skeið og breytingar á dagsetningu hlaupsins í fyrra og vandræðagangurinn með hlaupaleiðina í ár bera það ótvírætt með sér. Hafðu það svo gott Gunnlaugur og gangi þér vel að hlaupa.
|
|
Gunnlaugur
5.4.2009 23:11:52
Takk sömuleiðis Hávar.
|
|
pjetur
6.4.2009 14:05:22
Þetta er ótrúlegur skætingur og á varla heima í svona umræðu. Átti hún ekki að snúast um breytingu hlaupaleiðar. Ég held að hlaupaferill Gunnlaugs skipti hér ekki máli, nema e.t.v. getur hann miðlað okkur hinum af reynslu sinni.
Persónulega leiðist mér að hlaupa sama hringinn oftar en einu sinni- mér finnast hlaup sem byrja á einum stað og enda á öðrum vera skemmtilegustu hlaupin.
Ég tók þátt í Mývatnsmaraþoninu í fyrsta skipti í fyrra og ætla að mæta aftur í vor. Þá ræddum við það í jarðböðunum hversu sniðugt væri að enda við þau. Hugmyndin um að hafa rás og endamark við afleggjarann að böðunum er góð. Það eru ekki svo miklar brekkur að vanir hlauparar ráði ekki við þær.
Sú fullyrðing Hávars um að Mývatnsmaraþonið hafi runnið sitt skeið er varla svaraverð. Það var gaman í fyrra og svo hef ég heyrt í fullt af fólki sem ætla að taka þátt í hlaupinu í ár.
|
|
Hávar
12.4.2009 14:44:33
Það má vel vera að þetta sé skætingur en staðreyndir tala sínu máli. Í fyrra var talað um í fúlustu alvöru að leggja Mývatnsmaraþonið niður. Þær skýringar heyrðust að heimamenn teldu sumir hverjir að meira ónæði en gagn væri að hlaupinu á þeim tíma sem það var haldið, þ.e. 20. júní. Hlaupinu í fyrra var bjargað í horn með því færa það fram um mánuð. Þá var bent á að líklega yrðu mun færri þátttakendur í hlaupinu en ella þar sem flestir maraþonhlauparar sem hefðu verið æfa fyrir vormaraþon hefðu þá svo nýlega lokið hlaupum sínum að þeir færu ekki að hlaupa aftur á Mývatni innan við mánuði síðar. Það reyndist rétt. Aldrei hafa jafn fáir hlaupið heilt maraþon á Mývatni og í fyrra. Þessi tímasetning er hlaupurum ekki í hag en hentar ferðaþjónustunni við Mývatn greinilega betur. Nú bætist þetta við að breyta leiðinni og er það þó smámál í sjálfu sér.
Annað sem var heldur hvimleitt í fyrra var að dregin voru út alls kyns verðlaun sem síðan hefur hvorki sést tangur né tetur af. Efndirnar reyndust engar þó einhver sperrileggur á vegum Mývetninga handsalaði verðlaunin með fögrum orðum. Þar á ofan var þátttökugjaldið í efstu mörkum 3.500 krónur og ofan á það rukkaði Selhótelið heilar 6000 krónur á mann fyrir grillaða lærisneið og hefðbundið meðlæti. Að öllu samanlögðu þykir mér lítið til koma og er slétt sama þó þetta kallist skætingur. Hlaupabransinn er orðinn það öflugur að þeir sem halda honum uppi, þ.e. hlaupararnir hafa fullt leyfi til að gera kröfur. Og Pjetur, ef þér finnst það sem ég segi ekki svaravert þá skaltu einfaldlega sleppa því að svara.
|
|
Þorgeir Gunnarsson
4.5.2009 13:43:02
Margt er rétt í því sem Hávar segir en þó langt í frá allt og er ég ekki að monta mig af neinu varðandi síðasta hlaup. Að færa hlaupið fram um 3 vikur kom til að mér skilst, að það hafi hentað hlaupurunum betur? Erfitt var orðið að fá gistingu og umferð orðin mikil um 20. júní. Vissulega handsalaði ég það við Hávar (og reyndar fleiri) að hann myndi hafa samband við Mývatnsstofu varðandi útdráttarverðlaunin sem hann hefur ekki gert ennþá. Við skulum heldur ekki vera að blanda saman verðlagningu á einstaka matsölustöðum því það kemur skráningargjaldinu ekkert við.
Og ég segi bara eitt Hávar minn, ef þú kallar mig sperrilegg þá mátt þú heita uppskafningur.
|
|
Guðmundur Guðnason
10.5.2009 11:28:55
Það er varla að maður leggi í að svara þessum þræði, svo hvassyrt hefur umræðan verið.
Ég er hins vegar forvitinn um það hvort búið sé að taka endanlega ákvörðun um leiðina. (var það ekki upprunalega umræðuefnið?)
|
|
ejohanna
10.5.2009 16:45:29
Langar að spyrja hvort grillveisla og lónið er innifalið í skráningargjaldi. Þetta er ekki skýrt í upplýsingunum um hlaupið hér á síðunni.
|
|
Torfi
11.5.2009 00:42:32
CENSORED This post has been censored by an administrator
|
|
Hávar
12.5.2009 13:45:03
Kæri Þorgeir. Ég er fullur friðarvilja núna enda nýbúinn að hlaupa maraþon og orkan er engin. Þú ert kannski búinn að gleyma því en ég hringdi í þig nokkrum vikum eftir hlaupið í fyrra og spurði um afdrif þessara útdráttarverðlauna. Þú hafðir góð orð um að ganga frá þessu og láta mig vita. Ekkert hefur heyrst frá þér fyrr en núna og þykir mér gott að vita að þú ert heill heilsu og stefnir ótrauður áfram. Til að létta ykkur róðurinn ætla ég að biðja þig að setja verðlaunin frá í fyrra í pottinn á nýjan leik og draga þau út aftur. Vonandi kemur það sér vel. Bestu kv
|
|
Þorgeir Gunnarsson
12.5.2009 23:36:25
Ágæti Hávar,
þetta er rétt hjá þér að þú hafir hringt í mig og rifjaðist það upp fyrir mér nú rétt í þessu þegar ég las póstinn þinn. Ég vil biðja þig og fleiri afsökunar á vanefndum á útdráttarverðlaununum en það var ekki ætlunin að þetta skildi dragast svona. Þú fékkst eða öllu heldur áttir að fá gistingu fyrir tvo og mun það standa. Birna varðardóttir hringdi líka og minnti mig á, en ég hef ekkert mér til málsbóta. Eins og ég hef áður sagt þá er hlaupið í fyrra ekkert til að monta sig yfir og þá meina ég framkvæmdina. Það er vilji minn og sem betur fer fleiri aðila að reyna að rífa hlaupið upp og gera það aftur að fjölmennu hlaupi og umfram allt ánægjulegu fyrir hlauparana. Ég þakka gott boð Hávar en kreppan hefur ekki náð tökum á Mývetningum og munt þú því halda þínum verðlaunum og sama er um aðra sem voru dregnir út. Ég bið alla þá sem telja að ég hafi snuðað þá um þátttökupening eða útdráttarverðlaun um að hafa samband við mig og lesa mér pistilinn en ekki láta það bitna á hlaupinu eða Mývetningum. Ég er með nöfn allra en þetta er svolítið mál að koma þessu heim og saman en það hefst eða eins og svo vinsælt er "þetta reddast. Enn og aftur, biðst ég afsökunar Hávar og býð þig velkominn í Mývatnsmaraþonið.
Þorgeir Gunnarsson 464 4390 / 898 4234
|
|
Settu inn athugasemd:
|
|