|
Torfi
15.3.2009 23:27:01
Mig langaði til að fá álit ykkar hlaupara á einkunnagjafaskalanum sem notaður er hér á hlaup.is og einkunnagjöfinni almennt.
Þegar verið er að gefa einstaka þáttum hlaupanna einkunn þá er hægt að velja um Gott, Í meðallagi og Slæmt. Þessu er síðan breytt í einkunnirnar 10, 5 og 0 og meðaltölin eru svo reiknuð út frá því.
Í fyrsta lagi langar mig til að spyrja ykkur hvort heppilegra væri að gefa einstökum þáttum einkunn á bilinu 0-10 í stað Gott, Í meðallagi, Slæmt.
Í öðru lagi langar mig til að vita hvort þeir þættir sem eru á listanum núna (sjá neðar) eru þeir sem skipta máli, má eitthvað missa sín og má bæta einhverju við ? Er kannski nóg að gefa eina einkunn fyrir hlaupið ?
HL: Hlaupaleið
BE: Brautarvarsla
BM: Brautarmerkingar
DS: Drykkjarstöðvar
TT: Tímataka
MS: Marksvæði
VL: Verðlaun
TS: Tímasetning
SL: Skipulagning
Í þriðja lagi langar mig til að vita hvort það sé ástæða til að gera úttektir á hlaupunum af reynslumiklum hlaupurum og láta það einnig koma fram.
Gaman væri að fá umræðu um þessi mál.
|