Icelandairhlaupið
Aftur í Allar umræður spjall hóp
|
|
Daníel Smári
4.5.2012 08:46:20
ATH. Þeir sem eru skráðir í úrslitunum undir Afrekshópur Ármanns eru ekki rétt skráðir. Hópurinn heitir Afrekshópur/Ármann sem stendur fyrir Afrekshóp og síðan Ármann. Skráningin mín virðist eitthvað hafa farið úrskeiðis þar sem ég skráði mig á skráningarblað mjög skýrt og greinilega AFREKSHÓPUR/ÁRMANN (ath, sjá skástrik á milli Afrekshópur og Ármann í nefnifalli.)
Vinsamlega leiðréttið.
Tenging: Icelandairhlaupið
|
|
Daníel Smári
4.5.2012 08:50:59
Þar með er Afrekshópur/Ármann komið í þriðja sæti sveitakeppninar 2:47,49 klst.
Til hamingju Afrekshópur...
Tenging: Icelandairhlaupið
|
|
Torfi H. Leifsson
4.5.2012 17:43:24
Það er gott að vita að hópurinn er kominn með eitt ákveðið nafn. Ég held að í netskráningunum hafi ég séð hátt í 10 útgáfur af nafninu á hópnum. Það gildir reyndar um marga aðra skokkhópa. Fólk virðist ekki alveg vera öruggt á því hvað er "official" heitið á sínu hlaupahóp. Ég vil því benda þjálfurum/leiðbeinendum hópanna að fara yfir þetta með sínu fólki til að tryggja rétta skráningu.
Svo er auðvitað miklu betra að forskrá sig og skrifa sjálfur inn nafnið á hópnum, frekar en að mæta rétt fyrir hlaup og skrifa það á pappír í von og óvon um að sá sem slær þessar upplýsingar inn geri það rétt.
Tenging: Icelandairhlaupið
|
|
Ingvar Hjartarson
6.5.2012 09:22:05
127 31:29 Ingólfur Björn Sigurðsson 1950 FJölnir
Hann er ekki skráður í fjölnissveitina heldur Sigríður Sara. Sem setur Fjölni í 3ja sæti með tímann 2:47:53
Tenging: Icelandairhlaupið
|
|
Torfi H. Leifsson
6.5.2012 13:37:27
Daníel var settur í sína sveit og úrslitin lagfærð. Ingólfur Björn skráði sig í Fjölni í forskráningunni á netinu og ætti því að vera með í þeirri sveit. Kem því líka áleiðis.
Tenging: Icelandairhlaupið
|
|
Settu inn athugasemd:
|
|