|
Bibba
5.6.2007 11:00:44
Hæ
Ég vildi bara vekja athygli ykkar á því að Bláalónskeppnin í fjallahjólreiðum verður næsta sunnudag (10. júní).
Þessi keppni hefur orðið æ fjölmennari undanfarin ár. Þarna mætir fólk af öllum getustigum og með alls konar markmið, - ekki bara þeir bestu þannig að þetta er gott tækifæri til að prófa að taka þátt í hjólreiðakeppni.
Þetta er alveg óskaplega gaman og frítt í lónið á eftir. Mæli eindregið með þessarri upplifun.
Nánari upplýsingar á hfr.is
|