|
Torfi
10.6.2007 11:19:03
Mývatns Maraþon verður haldið 23. júní 2007 og er hlaupið í kringum vatnið að venju.
Að sögn skipuleggjenda hlaupsins verður
Mývatnsmaraþon 2007 tímamóta hlaup, þar sem eftir þetta hlaup munu eigendur þess setjast niður og ákveða framtíð hlaupsins byggt á hversu vel gengur með þátttöku og framkvæmd hlaupsins í ár.
Ákveðin þreyta er kominn í eigendur hlaupsins þar sem fjárhagsleg útkoma þess undanfarin ár hefur ekki verið réttu megin.
Í fyrra tóku um 150 hlauparar þátt, þar af um 60 í maraþoni, 30 í hálfu maraþon, 30 í 10 km hlaupi og 30 í 3 km hlaupi.
Það væri synd ef þetta yrði síðasta Mývatnsmaraþonið.
|