|
Haraldur Þór
19.5.2008 10:57:53
Erfiðleikar áttu sér stað við skráningu tímanna í Neshlaupinu.
Það lítur út fyrir að annað hvort hafi fólk komist fram hjá fólkinu sem safna átti miðum, eða miðar hafi víxlast hjá okkur, og því sé fólk að færast upp/niður.
Við erum farin að fá óskir um leiðréttingar, og munum við reyna að finna betur út úr þessu.
Við hvetjum þá sem vita fyrir víst að þeir eru á röngum tíma eða settir í rangt sæti að láta okkur vita.
Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og biðjumst innilegrar velvirðingar á þessu.
|