Aftur í Allar umræður spjall hóp
|
|
Torfi
21.3.2009 13:15:48
Fékk eftirfarandi fyrirspurn á hlaup.is og svaraði, sjá samskipti. Fannst ástæða til að deila þessu.
**************************
Sæll Torfi og þið félagar á hlaup.is
Ég finn ekki þær upplýsingar sem ég þarf hjá ykkur. Því er spurt.
Hvernig mælum við 10 km, hér á götum bæjarins sem við ætlum að hlaupa? Við erum hér nokkrar stelpur sem hlaupum saman á Seyðisfirði
Nú höfum við æft okkur í um 7 vikur og langar að hlaupa 10km.
Meiningin er svo að hlaupa 20 km þann 20. júní næstkomandi þegar 20. kvennahlaup ÍSÍ verður.
Hér er reyndar allt á kafi í snjó, en við hlaupum nú samt. Höfum notað prógram hér af síðunni
Til að æfa okkur eftir og líka farið í fjallgöngur.
Með kveðju, fyrir hönd fjörugra fljóða á Seyðisfirði!!!
Unnur Óskarsdóttir íþróttakennar
****************
Viltu mæla nákvæmlega eins og gert er þegar mælt er fyrir almenningshlaup eða er þetta vegna mælingar á æfingavegalengd ?
Kv. Torfi
*****************
Takk fyrir Torfi.
Nú þegar við höfum verið að æfa okkur höfum við notað bílinn minn.
Svo er ein stelpan sem á gps tæki sem hægt er að mæla með.
Mig langar að vita hvernig mælt er fyrir almenningshlaup svo það sé sem réttast???
Ein sem er ansi græn…
Kv Unnur.
*******************
Sæl Unnur.
Nú er hægt að kaupa t.d. Garmin GPS hlaupaúr sem mæla tiltölulega nákvæmlega vegalengdir sem farnar eru (væntanlega eins og þið eruð með). Einnig úr með skrefateljara eins og t.d. sumir af Polar púlsmælunum er með og mæla líka vegalengdir nákvæmlega. Nike er líka með vöru sem þeir kalla Nike+ en þá kaupir þú Nike skó og í honum er hólf fyrir skrefateljara sem hefur samskipti við iPod þannig að þú getur fylgst með hraðanum og vegalengdinni í þínum iPod ásamt því að hlusta á músík. Svo eru einnig til símar með samskonar hlutum innbyggðum, eins og t.d. Samsung sími sem auglýstur var um daginn á hlaup.is og fæst í vefverslun Símans.
Varðandi mælingar í almenningshlaupum, þá eru notaðar viðurkenndar mæligræjur og aðili sem hefur fengið vottun til þess að mæla hlaupaleiðir. Það kostar því einhvern pening að fá þann aðila til að gera þetta, en ef um almenningshlaup er að ræða, þá er það bara stofnkostnaður. Fólk hefur líka notað GPS hlaupaúrin en þau eru ekki alltaf að gefa hárrétta mælingu.
Kv. Torfi
|
|
Hildur
21.3.2009 16:22:20
Ég nota alltaf borgarvefsjá, á borgarvefsja.is og mæli út vegalengdir þar. Það er mjög þægilegt!
|
|
Fjalar
21.3.2009 21:12:25
Það mætti lesa það út úr þessari samantekt að skrefamælir sé nákvæmari en GPS track t.d. úr Garmin hlaupaúri....hvernig getur það verið ? Átti einmitt Polar með skrefamæli sem var frekar ónákvæmt....var að muna plúsmínus 500 metrum amk á ca 10 km hlaupi. Fékk mér svo Garmin 405 og það er mun meira consistent og mjög lítill breytileiki. Ég kvarðaði reyndar Polar ekki en get ekki séð að það skipti máli upp á breytileika þegar sami aðili hleypur sömu leiðina endurtekið. Er það reynsla manna að þessir skrefamælar séu að standa sig til jafns við GPS í vegalengdum t.d. frá 5 km og upp úr ?
|
|
Torfi
22.3.2009 16:01:34
Það var ónákvæmt orðalag að segja skrefateljarar væru "nákvæmir" en GPS mælar væru "tiltölulega nákvæmir". Ég legg þetta nokkuð að jöfnu í nákvæmni þegar búið er að kvarða skrefateljarann.
Ég á bæði Polar úr með skrefamæli og Garmin GPS 305. Eftir að hafa kvarðað Polar skrefamælinn, finnst mér hann ekki síðri til mælinga á æfingum. Hef einmitt hlaupið með báða mælana til athugunar og yfirleitt ekki munað miklu.
Til nákvæmra mælinga í almenningshlaupum dugar þó hvorug tegundin af mælum vegna ónákvæmni sem kemur þó ekki að sök á æfingum. Allavega hefur GPS mæling ekki verið viðurkennd hingað til sem löglegt mælitæki til mælinga á almenningshlaupum.
|
|
Fjalar
22.3.2009 17:25:02
Ok gott mál, takk fyrir svörin :)
|
|
Aðalsteinn
23.3.2009 11:23:46
Það er hægt að mæla vegalengdir á map24.com, a.m.k. þegar það svarar kalli. Ágætt til að skoða hentugar leiðir á korti. Mældi eitt sinn leið upp á 13,2 km og fékk sama út með Garmin 205.
|
|
Settu inn athugasemd:
|
|