|
|
Aftur í Allar umræður spjall hóp
|
|
Jónas
26.7.2010 14:23:00
Eftir að ég hljóp 10km í Miðnæturhlaupinu hef ég verið með leiðindar verk í öðru hnénu.
Ég get reyndar sjálfum mér um kennt enda óvanur "löngum" hlaupum (stunda stutta spretti 1-4km) auk þess að hafa hlaupið í ónýtum skóm.
Ég tók ibufen reglulega í 1 viku ásamt viðeigandi kælipokameðferð og hvíld.
En verkurinn fer ekki. Um leið og ég hleyp af stað (lengra en c.a. 300m) kemur verkurinn aftur, sem er best lýst sem "þrýstingi" í hnénu. Um leið og ég hætti að hlaupa fer verkurinn að mestu leiti. Ég finn nánast ekkert dags daglega.
Ég fór í hlaupa/göngu greiningu og skv. því og þessu "blautfótarprófi" er ég með neutral fætur og keypti mér nýja skó um daginn eftir því. Vandamálið er samt ennþá til staðar.
Hvað er í stöðunni? Læknir (heimilis?) ? Einhver sem kannast við svona case?
|
|
Torfi
28.7.2010 15:17:27
Pantaðu tíma strax hjá sjúkraþjálfara og láttu hann skoða þetta og greina. Hugsanlega vísar hann þér á lækni og myndatöku, en mér finnst oftast gott að byrja hjá sjúkraþjálfurum, því þeir eru sérfræðingar í að greina þessi vandamál og finna orsökina.
Það er hugsanlegt að orsökin sé ekki í hnénu sjálfu þó afleiðingin (meiðslin) séu þar.
Þú getur farið í 4 tíma til sjúkraþjálfara án tilvísunar frá lækni og ef farið er nógu snemma dugar það oft og jafnvel færri tímar og svo færðu yfirleitt leiðbeiningar um æfingar sem hjálpa þér út úr meiðslunum og eru fyrirbyggjandi.
Gangi þér vel.
Torfi
|
|
Settu inn athugasemd:
|
|
|
|
|
|