Aftur í Allar umræður spjall hóp
|
|
Linda
20.7.2011 08:32:43
Þetta er annað árið mitt á hlaupum. Allt síðasta ár hljóp ég á gömlum nike skóm (ég veit) og var að drepast í mjöðm og baki. Skipti svo út skónum og hafa bakverkir horfið. En í staðinn fæ ég alveg gífurlega verki innan á kálfann á hægri fæti, vinstra megin. Ég er að auka spretti og er að hlaupa talsvert meira en ég gerði fyrir ári. En hef gætt þess að taka stundum auka hvíldar dag og kæla og allt það en allt kemur fyrir ekki. Daginn eftir hlaup er ég draghölt útaf verkjum.
Einhhver ráð
|
|
Torfi H. Leifsson
20.7.2011 12:14:06
Ég mæli með að þú farir til sjúkraþjálfara og látir skoða þig. Þú gætir þurft að auka styrk í kálfavöðvum, ná burt hugsanlegum krónískum bólgum og/eða athuga hvort þeir skór sem þú ert að nota passi fyrir þitt hlaupalag (göngu/hlaupgreining).
Hugsanlega ertu líka að gera of mikið miðað við getu þína núna og skapa álag á kálfann.
En, byrjaðu á að tala við sjúkraþjálfara.
|
|
Linda
20.7.2011 14:02:33
Takk fyrir svarið Torfi.
Er á nýjum skóm sem ég keypti eftir greiningu. Eftir að ég fór að hlaupa í þeim þá byrjuðu verkirnir.
En já sjúkraþjálfi it is :)
|
|
Settu inn athugasemd:
|
|