Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Vi­t÷l
15.6.2016
Vi­tal: ElÝsabet sigra­i Ý utanvegahlaupi ß Tenerife


Íslenska ofurkonan á efsta palli.

Elísabet Margeirsdóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði í kvennaflokki í 43 km utanvegahlaupi í Tenerife sem fram fór um helgina.

„Mér finnst mjög gott að hlaupa hér á Kanarí eyjum, loftslagið hagstætt, stórt trail hlaupasamfélag og mikið af stórkostlegum hlaupaleiðum. Maraþonið sem ég hljóp var á norðvesturhluta eyjunnar og endaði í Puerto de la Cruz. Mjög fjölbreytt leið sem hentaði mér vel með tveimur löngum brekkum, mjög tæknilegu niðurhlaupi, um 10 km á götu og samanlögð hækkun um 2100m," sagði Elísabet í samtali við hlaup.is en hún kom í mark á fjórum klukkustundum og 44 mínútum.

Fyrsti sigurinn á erlendri grundu
"Þeir kunna að búa til ansi krefjandi og fjölbreytt hlaup hér á Kanarí, eins og Transgrancanaria á Gran Canaria og Transvulcania á La Palma. Það er gaman að standa sig vel í flottum keppnum en þetta er í fyrsta skiptið sem ég lendi í fyrsta sæti í erlendu hlaupi," játar Elísabet sem hefur verið að ná frábærum árangri í utanvegahlaupum erlendis á undanförnum misserum.

Að sögn Elísabetar voru nokkrar sterkar konur á meðal keppenda, frá Tenerife og víðar. „Ég fór líklega ögn of hratt af stað og fæturnir voru ekki alveg tilbúnir svo snemma í hlaupinu eftir æfingar síðustu daga. Eftir um 13 km og fyrsta klifrið lifnaði ég algjörlega við og var létt á mér alla leið í mark. Það er mikilvægt að gefast aldrei upp í svona hlaupum því hlutirnir snúast hratt við þegar leiðin breytist og keppendur eru allir með mismunandi hæfileika," svarar Elísabet aðspurð um hvernig hlaupið hafi gengið fyrir sig.

Ýmislegt spennandi framundan
Það er nóg framundan hjá Elísabetu og spennandi verður að sjá hvort hún eigi eftir að stimpla sig enn frekar inn á alþjóðlega sviðinu í heimi utanvegahlaupanna. Næst á dagskrá eru 120 km í Lavaredo Ultra trail á Ítalíu sem fram fer 24. júní næstkomandi. „Það er líklega eitt mest krefjandi hlaup sem ég hef tekið þátt í. Það þarf að æfa ýmsa þætti vel eins og klifur, niðurhlaup og þola vel að hlaupa í yfir 2000m hæð eftir langan tíma á fótum. Það verður síðan gott að hafa Lavaredo í fótunum fyrir Tor des Geants í september. Það er líklega ein erfiðasta fjallakeppni i heimi, 330km með 24000m hækkun og klukkan i gangi allan tímann sem tekur að klára. Ég breyti æfingum alveg fyrir það og stefni á að standa mig vel í því hlaupi," segir þessi magnaði hlaupari að lokum.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is