Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2013
3.1.2013
Kosning ß hlaupara ßrsins 2012

Valnefnd hlaup.is hefur tilnefnt 5 konur og 5 karla sem þú getur kosið um sem hlaupara ársins.

Allir sem kjósa hafa möguleika á að vinna Brooks hlaupaskó. Útdráttarverðlaunin verða afhent á verðlaunaafhendingu fyrir hlaupara ársins laugardaginn 19. janúar.

Nánari upplýsingar og hlekkur á kosningaformið. 

Eftirfarandi hlauparar voru tilnefndir.

Tilnefndir í karlaflokki (í stafrófsröð):

Birgir Sævarsson
Birgir Sævarsson (40 ára) setti nýtt Íslandsmet í flokki 40-44 ára þegar hann hljóp á 2:35:29 klst. í Frankfurt maraþoni. Tími hans er jafnframt þriðji besti tíminn á árinu. Birgir hefur sýnt ótrúlega mikinn stöðugleika í maraþonhlaupi en þetta er fjórða árið í röð sem hann hleypur vegalendina á 2:35 klst (nánar tiltekið 2:35:51 - 2:35:40 - 2:35:26 - 2:35:29).

 

 

Björn Margeirsson 2
Björn Margeirsson (33 ára) sigraði í Laugavegshlaupinu 55 km á nýju brautarmeti, hljóp á 4:19:55 klst. og bætti þar með met Þorbergs Inga Jónssonar um mínútu. Þá sigraði hann í Esjuhlaupinu 2 hringir (1:27:50). Þar fyrir utan lagði Björn áherslu á keppni í styttri hlaupum og sigraði m.a. í 10 km Miðnæturhlaupsins (33:00) og 10 km RM (32:48) og var auk þess með annan besta árstímann í 5 km hlaupi (15:42).

 

 

Friðleifur
Friðleifur K. Friðleifsson (42 ára) tók þátt í mörgum hlaupum á árinu og stórbætti jafnan fyrri árangur sinn. Hljóp á 2:37:40 klst. í Chicago maraþoni sem er fjórði besti tími ársins og varð þriðji í hálfmaraþoni RM á 1:16:45 klst. Þá varð Friðleifur annar í Laugavegshlaupinu (4:24:03) skammt á eftir Birni Margeirssyni, sigraði í Snæfellsjökulshlaupinu (1:37:55), Esjuhlaupinu 5 hringir (4:07:23) og Jökulsárhlaupinu 32,7 km (2:14:43).

 

 

RM2011_0002 - Kári Steinn
Kári Steinn Karlsson (26 ára) varð í 42. sæti í maraþonhlaupi á Ólympíuleikunum í London á 2:18:47 klst. sem er hans næstbesti tími á vegalengdinni. Hann byrjaði hlaupið fremur rólega en vann sig upp jafnt og þétt er á leið. Kári Steinn náði jafnframt besta tíma ársins í hálfmaraþoni er hann hljóp á 1:06:51 klst. í Hamborg svo og í 10 km (30:18) þegar hann varð Íslandsmeistari á Akureyri. Þá varð Kári Steinn Íslandsmeistari í hálfmaraþoni (1:12:42) á Selfossi.

 

 

Þorbergur
Þorbergur Ingi Jónsson (30 ára) hljóp sitt fyrsta maraþon í Frankfurt og náði þriðja besta tíma Íslendings frá upphafi, 2:26:00 klst. Áður hafði hann sigrað í hálfmaraþoni RM á 1:09:20 klst. sem er fjórði besti tími Íslendings frá upphafi á vegalengdinni. Þorbergur lét að sér kveða í öðrum hlaupum og setti m.a. brautarmet í Þorvaldsdalsskokkinu (1:47:12), í Barðsneshlaupinu (1:54:49), Grafningshlaupinu (1:33:51) og hálfmaraþoni Miðnæturhlaupsins (1:11:40).

 

 

Tilnefndar í kvennaflokki (í stafrófsröð):

Arndís Ýr
Arndís Ýr Hafþórsdóttir (24 ára) varð Íslandsmeistari í 10 km hlaupi kvenna er fram fór á Akureyri á sínum besta tíma, 36:55 mín. sem jafnframt var besti tími ársins. Þá varð hún þriðja í hálfmaraþoni RM á 1:24:30 klst. í sínu fyrsta hlaupi á þeirri vegalengd. Auk þess sigraði Arndís í stigakeppni vetrarhlaupa Powerade 10 km og náði öðrum besta tíma ársins í 5 km (18:14).

 

 

Martha
Martha Ernstsdóttir (48 ára) er síður en svo hætt keppni. Hún sigraði í hálfmaraþoni RM á besta árstímanum á vegalendinni, 1:22:55 klst. Þá náði hún þriðja besta tíma ársins í 10 km með því að sigra í Óshlíðarhlaupinu á 37:26 mín og þriðja besta tíma ársins í 5 km (18:25).

 LAU11_0931 - Ósk
Ósk Vilhjálmsdóttir (50 ára) sigraði í flokki kvenna 50-54 ára í Amsterdam maraþoni, hljóp á 3:15:34 klst. sem er fjórði besti tími ársins. Hún bætti sinn fyrri árangur um tæpar þrjár og hálfa mín. Þá varð hún önnur á Íslandsmeistaramótinu í hálfmaraþoni á 1:32:35 klst. sem fram fór á Selfossi.

 


Rannveig Oddsdóttir
Rannveig Oddsdóttir (39 ára) náði næstbesta árangri íslenskrar konu frá upphafi í maraþonhlaupi þegar hún hljóp á 2:52:39 klst. í Berlín. Hún varð einnig önnur í hálfmaraþoni kvenna í RM er hún hljóp á 1:23:14 klst. sem er hennar besti tími og næstbesti tími ársins. Þá varð hún önnur í Meistaramóti Íslands í 10 km götuhlaupi á sínum besta tíma (37:11) sem jafnframt er næstbesti tími kvenna í þeirri vegalengd á árinu.

 


RM2011_5268 - Sigurbjörg
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir (54 ára) hljóp á 3:07:54 klst. í Frankfurt sem er annar besti tími ársins í kvennaflokki. Sigurbjörg var einungis rúmri mínútu frá sínum besta árangri. Hún hefur sýnt mikinn stöðugleika þar sem hún hefur hlaupið á 3:06-3:07 undanfarin þrjú ár. Þá hljóp Sigurbjörg best 41:26 mín. í 10 km (4. sæti í Miðnæturhlaupinu) og náði sínum besta tíma í 5 km (19:51).

 

 

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
Kolbr˙n Unnarsdˇttir Kolbr˙n Unnarsdˇttir
17.1.2013 08:41:01
Bj÷rn Margeirsson
ArndÝs Ţr Haf■ˇrsdˇttir
Valger­ur Heba Valger­ur Heba
17.1.2013 18:04:48
Kßri Steinn Karlsson
Martha Ernstsdˇttir
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is