Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2014
11.2.2014
Flesta lesendur dreymir um New York mara■oni­

New York maraþonið er það maraþon sem nýtur mestrar hylli meðal lesenda hlaup.is. Í könnnun sem staðið hefur á forsíðu hlaup.is undanfarnar vikur var spurt;"Hvert er þitt draumamaraþon?" Niðurstöðurnar komu kannski ekki sérstaklega á óvart en New York sigraði örugglega með 32% atkvæða. Það er því greinilega draumur margra lesenda að leggja New York maraþonið enda segja þeir sem reynt hafa að algerlega ógleymanlegt sé að hlaupa maraþonið í "Stóra eplinu."

    

Berlínar maraþonið sem notið hefur vaxandi vinsælda hjá íslenskum hlaupurum síðustu ár var næstvinsælasta hlaupið með 20% atkvæða. En brautin í Berlín þykir vera einkar hröð og þá fer hlaupið fram að hausti þegar veður er gjarnan milt í hinni skemmtilegu höfuðborg Þjóðverja. Boston og Tokyo eru skammt undan með 15% og 11% atkvæða. Maraþonin í London og Chicago virðast heilla minna en hin sem spurt var um, en aðeins 5%  kjósenda völdu London og 3% Chicago.

Möguleikinn "annað" fékk heil 14% atkvæða og má gera ráð fyrir að margir hafi þar í huga maraþon í borgum eins og Munchen eða Amsterdam sem fjöldi Íslendinga hefur tekið þátt í á undanförnum árum. Um 700 manns greiddu atkvæði í könnuninni

Rétt er að minna lesendur á samantekt hlaup.is um sex stærstu maraþonin sem má lesa hér. Þá geta áhugasamir skoðað viðtal sem hlaup.is tók við Hugrúnu Hannesdóttur, hjá Bændaferðum. En Bændaferðir bjóða upp á ferðir og skráningar í mörg stærstu maraþon veraldar.

Hlaup.is minnir lesendur á að taka þátt í nýrri könnun á forsíðu þar sem spurt er um uppáhaldshlaupavegalengd. Hér má sjá niðurstöður eldri kannana á hlaup.is.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is