Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
19.8.2017
Arnar PÚturs sigra­i Ý mara■oni - sjß­u helstu ˙rslit Ý ReykjavÝkurmara■oninu

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór fram í dag við fínar aðstæður. Hér að neðan má sjá upplýsingar um efstu sætin í hverri vegalengd. Heildarúrslit koma vonandi inn á hlaup.is í kvöld.

Maraþon
Sig­ur­veg­ari í maraþoni karla í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka 2017 er Arn­ar Pét­urs­son.

 1. Arn­ar Pét­urs­son, ISL, 2:28:17
 2. Pat­rik Ek­lund, SWE, 2:39:24
 3. Bla­ke Jor­gensen, USA, 2:41:58

Reykja­vík­ur­m­araþon Íslands­banka 2017 er Íslands­meist­ara­mót í maraþoni og því er Arn­ar líka Íslands­meist­ari í maraþoni. Tími Arn­ars er besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í maraþon­inu og nýtt per­sónu­legt met hjá hon­um. Gamla metið átti Sig­urður Pét­ur Sig­munds­son. Ansi athyglisverður árangur hjá Arnari sem hingað til hefur einbeitt sér að styttri vegalengdum.

Í öðru sæti í Íslands­meist­ara­mót­inu var Sig­ur­jón Ern­ir Sturlu­son á tím­an­um 2.50:21 og í því þriðja Páll Ingi Jó­hann­es­son á tím­an­um 2:57:00.

Natasha Yaremczuk frá Kan­ada sigraði í maraþoni kvenna í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka 2017.

 1. Natasha Yaremczuk, CAN, 2:53:25
 2. Am­anda Watters, USA, 3:07:10
 3. Laura Couvr­ette, CAN, 3:08:07

Tími Yaremczuk er 9. besti tími sem náðst hef­ur í maraþoni kvenna í sögu hlaups­ins.

Fyrsta ís­lenska kona í mark og Íslands­meist­ari í maraþoni 2017 var Ásta Krist­ín R. Par­ker en hún hljóp á tím­an­um 3:11:07. Í öðru sæti í Íslands­meist­ara­móti kvenna var Anna Guðrún Gunn­laugs­dótt­ir og í því þriðja Fjóla Dröfn Guðmunds­dótt­ir.

Hálfmaraþon 
Í hálfu maraþoni komu þau Hlyn­ur Andrés­son og Elín Edda Sig­urðardótt­ir fyrst í mark.

 1. Hlyn­ur Andrés­son, ISL, 1:09:08
 2. James Fin­lay­son, CAN, 1:09:18
 3. Christoph­er Maho­ne, USA, 1:15:21

Tími Hlyns er 3. besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í hálfu maraþoni í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka og per­sónu­legt met hjá hon­um. Ann­ar Íslend­ing­ur í mark var Geir Ómars­son og þriðji Þórólf­ur Ingi Þórs­son.

 1. Elín Edda Sig­urðardótt­ir, ISL,1:21:25
 2. Janna Mit­sos, USA, 1:21:55
 3. Heather Maho­ney, USA, 1:23:21

Tími El­ín­ar Eddu er 9.besti tími sem náðst hef­ur í hálfu maraþoni kvenna í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka og 2.besti tími ís­lenskra kvenna í hlaup­inu. Einnig per­sónu­legt met hjá El­ínu Eddu. Önnur ís­lensk kona í mark var Rann­veig Odds­dótt­ir og þriðja var Íris Anna Skúla­dótt­ir.

10 km hlaup
Sig­ur­veg­ar­ar í 10 km hlaup­inu í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka eru þau Bald­vin Þór Magnús­son og Nina Henriette J Lauwaert frá Belg­íu.

 1. Bald­vin Þór Magnús­son, ISL, 32:50
 2. Joel Aubeso, ESP, 33:06
 3. Len­as Mat­his, FRA,33:08

Tími Bald­vins er 11. besti tími sem Íslend­ing­ur hef­ur náð í 10 km hlaupi karla og lang besti tími sem Bald­vin hef­ur hlaupið á hér á Íslandi. Ann­ar ís­lensk­ur karl í mark var Sig­urður Örn Ragn­ars­son og þriðji Ingvar Hjart­ar­son.

 1. Nina Henriette J Lauwaert, BEL, 34:43
 2. Kate Hulls, GBR, 35:19
 3. Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir, ISL, 36:08

Tími Ninu er 2. besti tími sem náðst hef­ur í 10 km hlaupi kvenna. Önnur ís­lenska kon­an í mark var Arn­dís Ýr Hafþórs­dótt­ir og þriðja Fríða Rún Þórðardótt­ir.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is