Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
5.12.2017
Pistill frß Einari Gunnari Gu­mundssyni: T÷lfrŠ­i ˙r 42 km Ý ReykjavÝkurmara■on 1986-2017

Tölfræðigreiningar á íslenskum götuhlaupum hafa verið takmarkaðar hingað til. Einna helst hefur hlaup.is verið dugleg við að birta úrslit. Sem hlaupari og áhugamaður um tölfræði hefur mér fundist vanta upp á greiningar sem taka á þróun úrslita yfir tímaraðir og skoða árangur út frá ólíkum forsendum, hvort heldur það er aldur, þjóðerni, meðaltöl eða persentíl (e. percentile) eða aðrir þættir. Mér þótti því þurfa að gera bragarbót á þessu.

Heildstæðasta gagnasafnið um árangur er Reykjavíkurmaraþon, sem haldið hefur verið frá árinu 1986. Heildstætt að því leyti að fjöldi hlaupara er mikill og keppt er í nokkrum vegalengdum. Myndræn framsetning gagna skiptir máli til þess að hægt sé að lesa betur í gögnin og gera þau aðgengileg sem flestum.

Ég hef áður birt gögn um þróun 10 km og 21 km keppnishlaupsanna í Reykjavíkurmaraþoni. Að þessu sinni er komið að sambærilegri greiningu fyrir 42 km. Meðfylgjandi myndband talar fyrir sig sjálft en það sem er áhugavert er eftirfarandi:

  • Fjöldi hlaupara hefur vaxið úr tæplega 100 (1986) í yfir 1100 (2017)
  • Hlutfall kvenna hefur vaxið úr tæplega 10% í rúmlega 30%. Hlutfall karla og kvenna virðist hafa staðnað í 70/30 síðustu ár
  • Eins og í öðrum götuhlaupum hefur meðaltími í 42 km hækkað samhliða auknum fjölda þátttakenda. Heilmaraþon fylgir sama mynstri og í öðrum vegalengdum, þ.e. að fram að árinu 2005 virðast þátttakendur vera „hlaupanördar" en upp frá því aukast vinsældir hlaupsins umtalsvert. Hlaup hafa frá þeim tíma orðið að meiri almenningsíþrótt.


Tölfræði úr maraþonhlaupum í RM 1986-2017 í myndbandi frá Einari Gunnari.

Vefsíðan hlaup.is hefur verið helsti samkomustaður okkar hlaupara um árabil. Það er virðingarvert starfið sem Torfi og félagar hafa haldið úti því það er alls ekki sjálfsagt. Ég vil því hrósa þeim og hvetja áfram. Öll gögn sem koma fram í þessari greiningu er fengin frá hlaup.is og birtist þessi grein fyrst hér.

Einar Gunnar Guðmundsson

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is