Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
14.5.2018
Flott uppskera ═slendinganna ß HM Ý utanvegahlaupum

Sigurjón Ernir Sturluson kom fyrstur Íslendinga í mark í TWC hluta HM í utanvegahlaupum sem fram fór í Penyagolosa þjóðgarðinum á Spáni á laugardaginn. TWC hlutinn var 85 km með 5000m hækkun. Sig­ur­jón hljóp á tím­an­um 11:23:34 og hafnaði í 121. sæti af 350 keppendum. Þess má geta að um 20% keppenda náðu ekki að klára hlaupið.

Röð Rásnr. Nafn Sæti Tími
1 3298 Sigurjon Ernir STURLUSON - TEAM ICELAND 121 11:23:34
2 3315 Daníel REYNISSON - TEAM ICELAND 190 12:42:05
3 3122 Ragnheidur SVEINBJORNSDOTTIR - TEAM ICELAND 230 13:29:55
4 3253 Gudni Pall PALSSON - TEAM ICELAND 244 14:10:38
5 3099 Thordis HRAFNKELSDÓTTIR - TEAM ICELAND 248 14:20:47
6 3126 Hildur ADALSTEINSDOTTIR - TEAM ICELAND 263 14:59:28
7 3101 Sigridur EINARSDOTTIR - TEAM ICELAND 266 15:13:43
  3074 Elisabet MARGEIRSDOTTIR - TEAM ICELAND DNF DNF

Íslensku keppendunum gekk flestum allt í haginn. Elísabet Margeirsdóttir þurfti þó að hætta um miðbik hlaupsins eftir að hafa fengið astmaeinkenni og Guðni Páll Pálsson sýndi eindæma hörku með því að klára þrátt fyrir að hafa fengið krampa snemma hlaups.  

Ragn­heiður Svein­björns­dótt­ir var fyrst ís­lensku kvenn­anna í mark á 13:29:55 á mun betri tími en hún hafði gert ráð fyr­ir. Hún hafnaði í 86. sæti af 104 konum. Ragnheiður er tiltölulega óreynd á svo stóru sviði, því er árangur hennar einkar glæsilegur en hún kom í mark um 90 mínútum á und­an áætl­un. 


Íslenski hópurinn stóð sig vel á Spáni um helgina.

Á Fésbókarsíðu sinni var Sigurjón Ernir að vonum ánægður að hlaupi loknu. "En til að gera langa sögu stutta þá hljóp ég þessa vegalengd mjög þægilega í gegn (var jú að sjálfsögðu erfitt, en leið aldrei eins og ég væri á dánarbeðinu sem gerist oft í svona áskorunum). Frá 5 km týndi ég upp 60-70 hlaupara og var sterkari en allir sem ég tók fram úr þegar kom að brekkunum," segir Sigurjón á fésbókarsíðu sinni.

Fleiri utanvegahlauparar á ferðinni um helgina
Þess má geta að fleiri Íslendingar tóku þátt í ofurhlaupum um helgina. Birgir Sævarsson hljóp Transvulcania hlaupið á La Palma í Canary eyjaklasanum sem er 74 km (4350 m samanlögð hækkun / 4057 m samanlögð lækkun). Þess má geta að Tranvulcania þykir einkar sterkt hlaup. Birgir hljóp á tímanum 10:54:26 og hafnaði í 196. sæti í heild (183. sæti karla). 1353 kláruðu hlaupið. Frábær árangur hjá Birgi.

Þá  tók Ægir Sævarsson þátt í100 mílna hlaupinu, Salomon Hammer Trail 2018, sem fram fór á norður hluta Bornholm í Danmörku um helgina.

Hlaupnir voru 6 x 26 km hringir, réttsælis og rangsælis til skiptis auk 4 km "upphitunar" í byrjun (samanlagt 160 km / 100 mílur). Hlaupið fól í sér um 6000 m samanlagða hækkun. Ægir lauk hlaupinu á tímanum 31:27:40 og hafnaði í 11. sæti af 22 sem voru skráðir í hlaupið.

Sannarlega góð helgi hjá íslenskum utanvegahlaupurum um helgina.

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is