Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
31.7.2018
Ůorbergur annar Ý fr÷nsku utanvegahlaupi

Sigurvegari Laugavegshlaupsins 2018 á fullri ferð.

Þorbergur Ingi Jónsson hafnaði í öðru sæti af 1292 hlaupurum í LA 6000D utanvegahlaupinu sem fram fór í Frakklandi á laugardaginn. LA 6000D er 65 km utanvegahlaup með 3500m hækkun en Þorbergur lauk hlaupinu á 6:12:07, frábær árangur það.

Inní í gríðarlega þungri æfingaviku
Þorbergur hefur síðustu vikuna verið í Chamonix í Frakklandi þar sem hann er í æfingabúðum fyrir Ultra Trail Mont Blanc (UTMB) sem fram fer í lok ágúst. LA 6000D og dagarnir á undan voru því frekar hugsaðir sem æfing en keppni.

„Ég var því búinn að taka mjög langar æfingar með miklu klifri dagana fyrir, á miðvikudeginum tók ég 50 km æfingu með 3400 m hækkun, samtals átta tímar og  á fimmtudeginum tók ég fjögurra tima æfingu, 24 km með 1800 m hækkun. Þannig að fæturnir voru vel þungir þegar ég stóð á startlínunni, alveg eins og ég vildi hafa það. En hlaupið var hugsað til að æfa það að hlaupa hratt á mjög þungum fótum, sem er góð æfing fyrir UTMB sem er í lok ágúst."

"Því var ég var ekkert endilega að búast við að vinna hlaupið en ég hafði það alltaf á bak við eyrað að standa á palli, en ég skoðaði ekki sérstaklega styrkleika annara keppenda," segir Þorbergur í samtali við hlaup.is. Það má því gera því í skóna að Þorbergur hefði átt mjög góða möguleika á sigri með hefðbundnari undirbúningi.

UTMB framundan
Brautin í LA 6000D var ekkert lamb að leika sér við, byrjar í 600m hæð og fer hæst í 3050m hæð.  Mesta hækkunin er fyrstu 32 kílómetrana á meðan verið er að vinna sig upp á hæsta toppinn, sem er jökull. Seinni hluti hlaupsins er meira og minna niður í móti fyrir utan eitt og eitt klifur. Stígarnir eru fjölbreyttir, skógar- og rótarstígar, grasslóðar, malarstígar og ofarlega eru brattar og grýttar skriður. Einnig er hlaupið tvo kílómetra á jökli.

Þorbergur hefur átt við smávægileg hælmeiðsli í sumar en segist hafa náð að æfa þokkalega og tekist að auka hlaupamagn mjög mikið síðustu vikur. „Eftir æfingabúðirnar tek ég nokkra rólega daga og fer fljótlega að keyra aðeins á meiri hraða og stíla inn á léttleika. UTMB er síðan 30 ágúst. Eftir það mun ég taka þátt í Súlur Vertical 13. Október og mögulega Les Templiers sem er 70 km hlaup í Frakklandi í lok október," segir þessi magnað hlaupari að lokum.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is