Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
16.10.2018
ElÝsabetu Margeirsdˇttir Ý vi­tali ß Runner┤s World

Skjáskot af vef Runner''s World.

Runner´s World, einn stærsti hlaupavefur heims, gerir sigur Elísabetar Margeirsdóttur í Ultra Gobe að umtalsefni á heimasíðu sinni í dag. Þetta verður að teljast ansi mikil viðurkenning fyrir Elísabetu sem er einfaldlega orðin utanvegahlaupari á heimsmælikvarða. Elísabet hrósaði sigri í kvennaflokki í Ultra Gobe fyrir skömmu, en hún hljóp 400 km hlaupaleiðina á 97 klukkustundum. Þess má geta að Elísabet er fyrst kvenna sem hleypur þessa leið á undir 100 tímum.

Lagði mikla áhersla efri skrokkinn
Í viðtali við Runner‘s World segir Elísabet að hún hafi ekki endilega lagt fleiri kílómetra að baki í undirbúningi fyrir Gobe eyðimörkina en fyrir önnur löng utanvegahlaup. Hins vegar hafi hún lagt mikla áherslu á að styrkja efri skrokkinn fyrir hlaupið þar sem bakpoki hennar hafi verið þyngri í þessu hlaupi en öðrum. Hún hafi meðal annars hlaupið með lóð í bakpoka á æfingum.

Þá hefur blaðamaður Runner‘s World eftir Elísabetu að hún hafi ekki verið bjartsýn að ná markmiðum sínum um að hlaupa undir 100 tímum í upphafi hlaupsins, brautin hafi einfaldlega verið „brutal." Þá hafi hún hafi hún skipulagt hlaupið eins vel og hægt væri, en hlaup eins og þetta sé í raun ómögulegt að plana kílómetra fyrir kílómetra.

Svaf í fjóra tíma af 97
Þá kemur fram í viðtalinu að Elísabet hvíldist aðeins í fjóra tíma af þeim tæplega 100 sem hlaupið stóð yfir, rétt nógu mikið til að forðast ofskynjanir sem geta gert vart við sig í hlaupi af þessu tagi.

Já, þegar Runner´s World hefur samband, þá er ljóst að viðkomandi er að gera ýmislegt rétt. Enn ein rósin í hnappagat Elísabetar Margeirsdóttur.   

Frétt um afreka Elísabetar á Runner‘s World.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is