Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Fréttir
Nýjustu fréttir
Fréttir 2016
Fréttir 2015
Fréttir 2014
Fréttir 2013
Fréttir 2012
Fréttir 2011
Fréttir 2010
Fréttir 2009
Fréttir 2008
Fréttir 2007
Fréttir 2006
Fréttir 2005
Fréttir 2004
Fréttir 2003
Fréttir 2002
Fréttir 2001
Fréttir 2000
Fréttir 1999
Fréttir 1998
Fréttir 1997
Leit
Áhugavert
Hlaupadagskrá 2019
Skráningar í hlaup
Panta prógram
100km hlauparar
Félag maraþonhl.
Hvítt bil 10 á hæð
Hvítt bil 10 á hæð - 3
Æfingadagbók - 115x79
Hvítt bil 5 á hæð - 1
hlaup.is á Facebook
Hvítt bil 5 á hæð - 3
English
Hvítt bil 10 á hæð - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Fréttir  >  Nýjustu fréttir
11.11.2018
Hlynur öflugastur Íslendinga á Norðurlandamótinu

Hlynur Andrésson náði besta árangri Íslendinga á Norðurlandamótinu í víðavangshlaupum sem fram fór í Laugardalnum í gær, sunnudag. Hlynur hafnaði í sjöunda sæti í karlaflokki.

Alls voru 92 keppendur skráðir til leiks frá Norðurlöndunum. Keppt var bæði í einstaklings- og liðakeppni í fjórum flokkum; karla- og kvennaflokki og flokki stúlkna og pilta 19 ára og yngri. Stúlkurnar hlupu 4,5 km, piltarnir 6 km, konurnar 7,5 km og karlarnir 9 km. Í liðakeppninni voru stig reiknuð út frá þremur efstu keppendum frá hverju landi fyrir sig. Í karlakeppninni voru það hins vegar fjórir efstu.

Sjö íslenskar konu tóku þátt í kvennaflokki. Anna Emilie Møller kom fyrst í mark á tímanum 27:34. Árangur íslensku kvennanna var sem hér segir:

Nafn

Tími

Sæti

Elín Edda Sigurðardóttir

31:09

16.

Íris Anna Skúladóttir

31:12

17.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir

31:50

18.

Helga Guðný Elíasdóttir

32:22

19.

Rannveig Oddsdóttir

32:40

20.

Anna Berglind Pálmadóttir

34:25

21.

Aníta Hinriksdóttir

Lauk ekki keppni

 

Á heimasíðu FRÍ segir að 20 keppendur af 24 hafi skilað sér í mark. Svíþjóð sigraði i liðakeppni en íslenska liðið hafnaði í fjórða sæti.  

Sex íslenskir keppendur voru skráðir til leiks í karlaflokki. Þar sigraði Amanuel Gergis frá Svíþjóð á 28:55. Árangur íslensku karlanna var eftirfarandi:

Nafn

Tími

Sæti

Hlynur Andrésson

29:26

7.

Guðni Páll Pálsson

32:27

23.

Þórólfur Ingi Þórsson

32:27

24.

Sæmundur Ólafsson

33:23

25.

Vignir Már Lýðsson

34:27

26.

Vilhjálmur Þór Svansson

35:18

27.

Danir sigruðu í liðakeppni karla en Íslendingar höfnuðu í fimmta sæti.

Í flokki stúlkna 19 ára og yngri sigraði Moona Korkealaakso frá Finnlandi á tímanum 16:53. Árangur íslensku stúlknanna var eftirfarandi:

Nafn

Tími

Sæti

Mjöll Smáradóttir

20:02

16.

Sólrún Soffía Arnardóttir

20:50

17.

Finnar sigruðu í liðakeppni stúlkna en Íslendingar höfnuðu í fimmta sæti.

Í flokki pilta 19 ára og yngri sigraði Häkon Stavik frá Noregi á 19:57. Tímar íslensku piltannar voru eftirfarandi:

Nafn

Tími

Sæti

Daði Arnarson

22:59

16.

Dagbjartur Kristjánsson

23:05

17.

Andri Már Hannesson

23:55

18.

Hlynur Ólason

Lauk ekki keppni

 

18 af 22 keppendum luku keppni. Noregur sigraði í liðakeppni en Íslendingar höfnuðu í fimmta sæti.

Heimild og mynd: Fri.is.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:













 
66NStadarfellJakkiJan2019
Hvítt bil 10 á hæð
Könnun
Á hvaða skótegund hljópst þú í Reykjavíkurmaraþoni 2018?
Asics
Adidas
Brooks
Ecco
Hoka
New Balance
Newton
Nike
Mizuno
Puma
Reebok
Saucony
Under Armour
Annað
 
 
Hvítt bil 10 á hæð
Reykjavíkurmaraþon
 
© Allur réttur áskilinn. Birting á þessu efni á öðrum miðlum er óleyfileg nema með leyfi hlaup.is