Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  Nřjustu frÚttir
28.4.2019
Ůorbergur Ingi sautjßndi Ý MIUT ß Madeira


Þorbergur kemur í mark eftir hina miklu þrekraun.

Þorbergur Ingi Jónsson hafnaði í sautjánda sæti í  Madeira Island Ultra (MIUT), gríðarsterku utanvegahlaupi sem hófst á föstudagskvöld á portúgölsku eyjunni Madeira. Tæplega þúsund manns voru skráðir til leiks í karlaflokki en 640 luku hlaupinu sem var 115 km langt með 7500m hækkun.

Eftir að hafa lagt af stað á miðnætti á föstudag kom Þorbergur í mark á rétt undir sextán tímum eða 15:56:26. Fínasti árangur hjá einum af okkar fremsta utanvegahlaupara. Þess má geta að Þorbergur var fimmti stigahæsti þátttakandinn í hlaupinu skv. ITRA listanum.

Það var hinn geysiöflugi Frakki, Francois Dhaene sem sigraði í hlaupinu á 13:49:36 en hann sigraði einmitt í UTMB árið 2017.

Stefán Bragi Bjarnason tók einnig þátt í hlaupinu en náði ekki tímamörkum á stöð eftir 63 km.

Þá tóku þær Eva Birgisdóttir og Sara Dögg Pétursdóttir þátt í öðru hlaupi sem er hluti af MIUT. Vegalengdin sem þær stöllur hlupu var heilt maraþon með 1800m hækkun. Eva kom í mark á 05:47:43 og hafnaði í  106. sæti alls og 21. sæti kvenna. Sara Dögg kom í mark á 6:58:50 og hafnaði í 285. sæti alls og 74. sæti kvenna. 574 hlauparar kláruðu hlaupið, þar af 204 konur.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd: Fésbókarsíða stuðningsmanna Þorbergs.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is