Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2015
30.8.2015
Samantekt: Fj÷ldi ═slendinga ß Mt. Blanc um helgina

Fjölmargir íslenskir ofurhlauparar létu til sín taka í Mt. Blanc fjallahlaupunum í Frakklandi um helgina. Íslendingar virðast greinilega vera að uppfæra íslensku hlaupamenninguna allsvakalega með því að taka þátt í ofurhlaupum í sívaxandi mæli. Mt. Blanc hlaupin eru utanvegafjallahlaup, um er að ræða fimm hlaup sem eru einkar krefjandi en mislöng.

Fyrstan ber að nefna Þorberg Inga Jónsson sem hefur verið að gera frábæra hluti í ofurhlaupum í ár. Þorbergur þátt í CCC hlaupinu sem er 101 km og hafnaði í 16. sæti af um 2100 keppendum. Algerlega frábær árangur hjá Þorbergi sem var á hlaupum í tæpar fjórtán klukkustundir eða 13:55:04.

Halldóra Proppé Matthíasdóttir hafnaði í 1114. sæti í sama hlaupi á 24:59.32. Halldóra og Gunnar Júlíusson hafa greinilega fylgst að en Gunnar kom í mark  í sætinu á eftir Halldóru og sekúndu á eftir.

tobbi töl

Þá tóku nokkrir Íslendingar þátt í Mt. Blanc UMTB hlaupinu sem er 170 km langt. Elísabet Margeirsdóttir og Birgir Sævarsson komu í mark á 32:40:25 og urðu í 189. og 190. sæti af um 2500 keppendum. Davíð Vikarsson hafnaði í 703. sæti á tímanum 39:51:33, Ágúst Kvaran kom í mark á 39:56:00 sem fleytti honum í 711. sæti og þá kom Stefán Bragi Bjarnason í mark á 44:57:01 og hafnaði í 1346. sæti.

Tveir Íslendingar tóku þátt í TDS hlaupinu sem er 119 km langt. Sigurður Þórarinsson hafnaði í 119. sæti á tímanum 22.05:56. Guðmundur Ólafsson kom í mark 29:29:55 sem dugði í 744. sæti af rúmlega 1200 keppendum.

OCC hlaupið fór fram á föstudag en það er 52 km. Benoit Branger hafnaði í 29. sæti á tímanum 6:27:52 sem verður að teljast frábær árangur. Þóra Magnúsdóttir lauk hlaupinu á 8:26:03 í 173. sæti og Ragnar Ágústsson hafnaði í 510. sæti á tímanum 9:58:26. 1317 keppendur tóku þátt í OCC hlaupinu.        

Ranking Race Bib Race time Name Cat. Rank in category
189 UTMB® 567 32:40:25 Birgir SAEVARSSON V1 H 62
190 UTMB® 230 32:40:26 Elisabet MARGEIRSDOTTIR SE F 9
711 UTMB® 617 39:56:00 Agust KVARAN V3 H 8
703 UTMB® 698 39:51:33 David VIKARSSON V1 H 282
1345 UTMB® 364 44:57:01 Stefan Bragi BJARNASON V2 H 190
141 TDS® 7739 22:05:56 Sigurdur THORARINSSON V1 H 37
744 TDS® 6524 29:29:55 Gudmundur OLAFSSON V1 H 254
1427 TDS® 6448   Borkur ARNASON V1 H 498
16 CCC® 3012 13:55:04 Thorbergur JONSSON SE H 12
1114 CCC® 5108 24:59:32 Halldora MATTHIASD PROPPE V1 F 49
1115 CCC® 5123 24:59:33 Gunnar JULISSON V1 H 361
29 OCC 9054 06:27:52 Benoit BRANGER SE H 21
173 OCC 10386 08:26:03 Thora MAGNUSDOTTIR V1 F 7
510 OCC 10281 09:57:15 Ragnar AGUSTSSON V1 H 131

Allar upplýsingar eru fengnar af heimasíðu hlaupsins. Við hvetjum hlaupara til að senda okkur línu á fésbókarsíðu hlaup.is ef upplýsingar um tíma fleiri íslenskra keppenda vantar.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is