Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
FrÚttir
Nřjustu frÚttir
FrÚttir 2016
FrÚttir 2015
FrÚttir 2014
FrÚttir 2013
FrÚttir 2012
FrÚttir 2011
FrÚttir 2010
FrÚttir 2009
FrÚttir 2008
FrÚttir 2007
FrÚttir 2006
FrÚttir 2005
FrÚttir 2004
FrÚttir 2003
FrÚttir 2002
FrÚttir 2001
FrÚttir 2000
FrÚttir 1999
FrÚttir 1998
FrÚttir 1997
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
FrÚttir  >  FrÚttir 2016
19.1.2016
Tilnefningar til hlaupara ßrsins, 6 konur og 6 karlar

Í sjöunda skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

Samtals voru 30 hlauparar tilnefndir í karla- og kvennaflokki til langhlaupara ársins 2015. Að þessu sinni eru það 6 konur og 6 karlar sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um. Það val var ekki auðvelt frekar en áður, því margir af þeim hlaupurum sem tilnefndir voru, hafa hver á sinn hátt unnið góð afrek og/eða sýnt mikla þrautseigju á síðasta ári.

Valnefnd til að velja úr tilnefningum þeim sem bárust, skipa Torfi Helgi Leifsson umsjónarmaður hlaup.is, Sigurður P. Sigmundsson langhlaupari og þjálfari, Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari og fyrrum þjálfari Skokkhóps ÍR, Erla Gunnarsdóttir fyrrum þjálfari Skokkhóps Fjölnis í Grafarvogi og Margrét Elíasdóttir þjálfari KR-skokk.

Hægt verður að kjósa til kl. 24 mánudaginn 1. febrúar 2016. Verðlaunaafhending verður fyrstu helgina í febrúar (nánari tímasetning síðar) og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á því hér á hlaup.is.

Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó.

Form til að kjósa langhlaupara ársins (athugið að gefa besta hlaupara 6 stig og svo koll af kolli)

Tilnefndir í karlaflokki (í stafrófsröð):

Hlynur
Hlynur Andrésson (22 ára) sigraði í hálfmaraþoni RM á 1:09:35 klst sem er hans besti tími á þeirri vegalengd og Íslandsmet í undir 23 ára flokki. Keppti að öðru leyti lítið sem ekkert í götuhlaupum á árinu en náði góðum árangri í brautarhlaupum. Hæst ber tími hans í 10.000 m (29:38,42) sem hann náði á móti í mars í USA þar sem hann stundar nám. Tími hans er aðeins 9 sek frá Íslandsmeti Kára Steins. Hlynur stórbætti einnig árangur sinn í 5.000 m hlaupi (14:23,06) í USA þann 1. maí og sigraði síðan í þeirri grein á Smáþjóðaleikunum sem fram fóru í Reykjavík í byrjun júní.

 

                 

Ívar
Ívar Trausti Jósafatsson (54 ára)  var sem áður drjúgur í götuhlaupunum á árinu og var ósigrandi í sínum aldursflokki. Hljóp maraþon á 2:58:46 klst. og hálfmaraþon á 1:20:49 klst. Þá hljóp hann 5 km á 17:07 mín sem er Íslandmet í flokki 50-54 ára. Í 10 km náði Ívar best 35:51 mín á árinu.

 

 

Kári Steinn
Kári Steinn Karlsson (29 ára)  byrjaði árið mjög vel er hann setti Íslandsmet í hálfmaraþoni (1:04:55) í Berlín í lok mars. Mánuði síðar hljóp hann maraþon í Hamborg á 2:21:20 klst en fann sig ekki vel. Í ljós kom að Kári Steinn gekk ekki alveg heill til skógar og urðu veikindi hans til þess að hann keppti lítið sem ekkert það sem eftir var ársins. 

 

 

Sigurjón
Sigurjón Sigurbjörnsson (60 ára) lét engan bilbug á sér finna og setti Íslandsmet í flokki 60-64 ára er hann kom í mark á 2:59:29 klst í maraþoni RM í ágúst. Hann setti einnig Íslandsmet (38:48) í flokki 60-64 ára í 10 km í Adidads Boost hlaupinu í lok júlí svo og Íslandsmet í 5 km (18:42) í aldursflokki 55-59 ára í Víðavangshlaupi ÍR í apríl.

   

 

Stefán Guðmundsson
Stefán Guðmundsson (45 ára)  sem búið hefur í Danmörku um árabil setti Íslandsmet í hálfmaraþoni í flokki 45-49 ára er hann hljóp vegalengdina á 1:14:16 klst. í Kaupmannahöfn 13.september. Hann fylgdi því svo eftir með því að setja einnig Íslandsmet í sínum aldursflokki í maraþonhlaupi er hljóp á 2:33:58 klst í Berlín tveimur vikum seinna. Hvoru tveggja persónuleg met hjá Stefáni sem bætt hefur árangur sinn jafnt og þétt undanfarin ár.

 

 

Þorbergur
Þorbergur Ingi Jónsson (33 ára) byrjaði keppnistímabilið á því að bæta sinn besta tíma í hálfmaraþoni (1:07:53) í Berlín í lok mars. Tók svo þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum er fram fór í Annecy í Frakklandi. Um var að ræða 85 km vegalengd með 5.300 m samanlagða heildarhækkun. Þorbergur Ingi náði 9.sæti í hlaupinu á 8:47 klst. og er þar með kominn í heimsklassa í þessari íþróttagrein. Þorbergur Ingi fylgdi þessum árangri eftir með því að stórbæta brautarmetið í Laugavegshlaupinu (um 55 km) um miðjan júlí á 3:59:13 klst  og varð loks í 16. sæti í Mt. Blanc CCC 101 km fjallahlaupi í lok ágúst.

 

 

Tilnefndar í kvennaflokki (í stafrófsröð):

Anna Berglind
Anna Berglind Pálmadóttir (36 ára) á stutta sögu í langhlaupum en stimplaði sig rækilega inn á síðasta ári. Byrjaði á því að ná góðum árangri á innanhússmótunum þar sem hún hljóp m.a. 5.000 m á 18:30,7 mín. í mars. Sá árangur skilaði henni í landsliðið þar sem hún keppti í 5.000 m (18:26,66) í Evrópubikarkeppninni í Búlgariu og í 10.000 m á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík. Anna Berglind náði bestum árangri íslenskra kvenna á árinu í hálfmaraþoni (1:25:29) er hún sigraði í Akureyrarhlaupinu sem jafnframt var Íslandsmeistaramót. Þá hljóp hún 10 km best á 38:26 mín. Hún varð einnig 6. sæti kvenna í hálfmaraþoni í RM og 3. sæti íslenskra kvenna.

 

 

Birna Varðar
Birna Varðardóttir (21 árs) setti Íslandsmet í flokki 20-22 ára kvenna í maraþonhlaupi er hún hljóp á 3:15:27 klst í Kaupmannahöfn í maí sem var hennar fyrsta maraþon. Það var jafnframt annar besti árangur íslenskra kvenna í maraþonhlaupi á árinu. Þá hljóp Birna hálfmaraþon á 1:27:15 klst í RM.

 

 

Elísabet
Elísabet Margeirsdóttir (30 ára) var atkvæðamikil í utanvegahlaupum sem fyrr. Varð í 138. sæti í heild af 349 (14. sæti af 34 konum) sem luku 127 km fjallahlaupi Transgrancanaria 6. mars, samanlögð hækkun um 8.500 m. Þá stóð hún sig einnig vel í Ultra-Trail du Mont-Blanc 168 km fjallahlaupi er fram fór í lok ágúst, hljóp á 32:40:26  klst. og varð í 15. sæti í kvennaflokki og bætti sinn fyrri tíma um 1:30 klst. Þá varð Elísabet í 3.sæti kvenna í 45 km utanvegahlaupi á Tenerife í byrjun desember.

 

                  


Helga Margrét Þorsteinsdóttir (24 ára) fyrrum afrekskona í sjöþraut kom mjög á óvart fyrir árangur sinn í langhlaupum á árinu en hún varð að hætta keppni í hefðbundnum frjálsíþróttagreinum fyrir nokkrum árum vegna meiðsla. Hún byrjaði á því að verða fyrst kvenna í Icelandair hlaupinu í byrjun maí og fylgdi því svo eftir með sigri í Gullsprettinum í júní. Hæst bar árangur hennar í hálfmaraþoni RM þar sem hún varð í 5.sæti og önnur íslenskra kvenna á 1:26:05 klst. Helga Margrét varð svo fyrst í Gamlárshlaupi ÍR (40:20 mín.)

 


Rannveig
Rannveig Oddsdóttir (42 ára) átti við meiðsli að stríða á árinu en náði engu að síður góðum árangri í hálfmaraþoni RM þar sem hún hljóp á 1:25:33 klst og varð í 3.sæti. Tími hennar var jafnframt annar besti tími íslenskrar konu á árinu. Rannveig sigraði í 10 km (39:51) í Akureyrarhlaupinu í byrjun júlí og í 30,6 km vegalengd Fjögurra skóga hlaupsins (2:20:56) í lok júlí.

 Sigurbjörg
Sigurbjörg Eðvarðsdóttir (57 ára) er búin að vera lengi í fremstu röð íslenskra kvenna í langhlaupum. Hún tók þátt í Moskvu maraþoni 20.sept og hljóp á 3:15:20 klst og sigraði í sínum aldursflokki. Tími Sigurbjargar í hlaupinu var jafnframt besti tími íslenskrar konu á árinu.

 

 

 

Mynd frá afhendingu viðurkenninga fyrir árið 2014 í janúar 2015.


Hluti af þeim sem tilnefndir voru (eða fulltrúar þeirra)


Allir kjósendur fóru sjálfkrafa í pott þaðan sem nafn Kolbrúnar Katarínusardóttir á Akranesi var dregið og hlaut hún að launum Brooks hlaupaskó.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is