Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  Hlaupasumari­ mitt
29.4.2017
Hlaupasumari­ mitt: Hj÷rdÝs Ţr Ëlafsdˇttir ˙r 3SH Ý Hafnarfir­i

 
 Þríþrautarkona ársins 2016 á fullri ferð.
Hjördís Ýr Ólafsdóttir er 34 ára Hafnfirðingur sem hefur verið að ná eftirtektarverðum árangri í þríþraut undanfarin ár en hún var valin þríþrautarkona ársins hjá þríþrautarsambandinu árið 2016. Samfara því hefur Hjördís verið að hlaupa á flottum tímum í hinum ýmsu vegalengdum. Til dæmis hljóp Hjördís hálfmaraþon í Vormaraþoni Félags maraþonhlaupara á 1:30:31.

„Ég var í frjálsum sem barn og unglingur og hef því ákveðin grunn þaðan. 2010 byrjaði ég að æfa þríþraut en þá fór ég á skriðsundnámskeið og mætti aðeins á sundæfingar hjá 3SH en keppti aðallega í hlaupum. Ég flutti aftur til Ástralíu 2011 en ég var í námi þar tveimur árum áður. Þar kynntist ég þríþrautinni almennilega en til að byrja með var ég aðallega að keppa í hlaupum þangað til mér fannst ég vera kominn með nógu góð tök á sundinu. Ég átti mjög góða æfingafélaga í Ástralíu og veðrið var ekki að skemma fyrir. Í dag keppi ég mest í þríþraut en ég tek hlaupakeppnir inn á milli og er með markmið þar líka. Ég hleyp með 3SH í Hafnarfirði og svo aðeins með Hlaupahópi FH," segir Hjördís þegar hún er beðinn um lýsa bakgrunni sínum í hlaupum og þríþraut.

Á leiðinni til Slóveníu á heimsmeistaramót í þríþraut
„Ég einblíni  mest á þríþraut og er að fara til Slóvakíu á heimsmeistaramót í Challenge hálfum járnkarli í júní, en ég skelli mér líka í nokkur skemmtileg hlaup á milli þrauta. Hlaupadagskráin mín lítur svona út miðað við planið í dag en ég á örugglega eftir að bæta hlaupum inn í dagskrána og nota jafnvel sem æfingu," segir Hjördís um hlaupasumrið sitt.

Hér að neðan má sjá hlaupasumar Hjördisar.

Kópavogsþríþrautin, 14. maí

Hálf ólympísk þríþraut, 28. maí

Challenge Championship Slovakia, 3. júní

Ólympísk þríþraut Laugarvatni, 18. júní

Miðnæturhlaup Suzuki, 23. júní

Þríþrautardagurinn, 2. júlí

Ármannshlaupið, 5. júlí

Challenge Iceland, 22. júlí

Reykjavíkurmaraþon, 19. ágúst

 

Skipuleggur þú jafnan hlaupasumarið þitt með miklum fyrirvara?
Já ég myndi segja það. Ég fylgi nokkuð þéttu æfingaprógrammi í þríþraut og nota hlaupin inn í þá áætlun.  

Eru einhver sérstök hlaup sem þú sækir í?
Nei ég get ekki sagt það, það eru svo mörg skemmtileg hlaup í boði og ég væri til í að taka þátt í fleiri utanvegahlaupum til dæmis. Þar sem ég hef búið erlendis síðustu ár þá hef ég ekki tekið oft þátt í íslenskum hlaupum.

Fyrir hvaða hlaupi ertu spenntust?
Ætli það sé ekki Reykjavíkurmaraþonið, svo skemmtileg stemming og mikið af fólki.

Ertu fastagestur í mörgum þessara hlaupa?
Nei eiginlega ekki. Ég hef búið erlendis síðustu ár og því verið mest í keppnum utan Íslands. Ég er rétt að byrja á að læra á þetta aftur hér heima.

Ertuarkmið fyrir sumarið?
Ég átti rosalega gott keppnissumar í fyrra og náði að vera þríþrautakona ársins 2016, þannig að ég fer inn í sumarið núna bara til þess að hafa gaman af þessu og njóta. Annars langar mig að komast undir 1:30 í hálfu maraþoni en ég var 30 sek. frá því í vorþoninu. Einnig er ég ekki langt frá 40 mínútunum í 10 km svo það væri gaman að komast undir þar.


Hjördís að rífa sig úr sundfötunum í einni þríþrautinni.

Hvern skorar þú á til að opinbera „hlaupasumarið sitt"?
Ég skora á Hákon Hrafn í Þríkó/Breiðablik.

Sjá fyrri „Hlaupasumarið mitt"

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is