Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
┴rsbesta
Skrßning ß mara■ontÝma
Einkunnagj÷f hlaupa
Langhlaupari ßrsins
  Langhlaupari ßrsins 2019
  Langhlaupari ßrsins 2018
  Langhlaupari ßrsins 2017
  Langhlaupari ßrsins 2016
  Langhlaupari ßrsins 2015
  Langhlaupari ßrsins 2014
  Langhlaupari ßrsins 2013
  Langhlaupari ßrsins 2012
  Langhlaupari ßrsins 2011
  Langhlaupari ßrsins 2010
  Langhlaupari ßrsins 2009
Bestu afrek frß upphafi
Samanbur­ur milli ßra
┴rsbesta 2019
┴rsbesta 2018
┴rsbesta 2017
┴rsbesta 2016
┴rsbesta 2015
┴rsbesta 2014
┴rsbesta 2013
┴rsbesta 2012
┴rsbesta 2011
┴rsbesta 2010
┴rsbesta 2009
┴rsbesta 2008
┴rsbesta 2007
┴rsbesta 2006
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
┴rsbesta  >  Langhlaupari ßrsins  >  Langhlaupari ßrsins 2017
7.1.2018
Kjˇsi­ langhlaupara ßrsins 2017

Í níunda skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

Samtals voru 40 hlauparar tilnefndir í karla- og kvennaflokki til langhlaupara ársins 2017. Að þessu sinni eru það 6 konur og 6 karlar sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um. Það val var ekki auðvelt frekar en áður, því margir af þeim hlaupurum sem tilnefndir voru, hafa hver á sinn hátt unnið góð afrek og/eða sýnt mikla þrautseigju á síðasta ári.

Valnefnd til að velja úr tilnefningum þeim sem bárust, skipa Torfi Helgi Leifsson umsjónarmaður hlaup.is, Sigurður P. Sigmundsson langhlaupari og þjálfari, Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari og fyrrum þjálfari Skokkhóps ÍR, Erla Gunnarsdóttir fyrrum þjálfari Skokkhóps Fjölnis í Grafarvogi og Margrét Elíasdóttir þjálfari KR-skokk.

Hægt verður að kjósa til kl. 24 fimmtudaginn 18. janúar 2018. Verðlaunaafhending verður sunnudaginn 21. janúar og tilkynnt verður um niðurstöðu kosningar í kjölfarið á því hér á hlaup.is.

Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó.

Smellið hér til að kjósa langhlaupara ársins (athugið að gefa besta hlaupara 6 stig og svo koll af kolli)

Tilnefndir í karlaflokki (í stafrófsröð):

Arnar_RM2017_6187 
Arnar Pétursson (26 ára) sigraði í tugum almenningshlaupa á árinu og safnaði að sér fjölmörgum Íslandsmeistaratitlum, allt frá 3.000 m brautarhlaupi innanhúss og til maraþons. Sýndi þar með að hann getur tekist á við ólíkar vegalengdir með góðum árangri. Hæst bar sigur hans í RM þar sem hann hljóp á 2:28:17 og bætti fyrri árangur sinn um 3 mín. Tími Arnars var jafnframt bæting á besta tíma Íslendings í RM en það met hafði staðið í 33 ár. Hann sigraði einnig Powerade vetrarhlaupaseríuna og sumarhlaupaseríuna á árinu.

 

Hlynur
Hlynur Andrésson  (24 ára) hefur verið besti langhlaupari landsins í brautarhlaupum undanfarin ár og setti m.a. Íslandsmet í 5.000 m hlaupi 14:00,83 mín í apríl sl. Hann hefur verið við nám í Bandaríkjunum undanfarin ár og því ekki sést mikið í hlaupum hérlendis þar sem hvíldartímabil hans frá hlaupakeppnum hefur verið yfir sumarið.  Tók þátt í hálfmaraþoni RM og sigraði á sínum besta tíma 1:09:08 klst sem er besti árstími Íslendings á vegalengdinni.

 

Kari_KOP2017_011
Kári Steinn Karlsson (31 árs) náði besta árangri ársins í maraþonhlaupi er hann hljóp á 2:24:03 klst í Hamborg í lok apríl en var töluvert frá sínu besta. Tók svo þátt í 50 km utanvegahlaupi Heimsmeistaramótsins í Toscana 10. júní og varð í 57. sæti á 5:21:18 klst og fyrstur þeirra Íslendinga sem tóku þátt í hlaupinu.

 

StefanGudmunds
Stefán Guðmundsson (47 ára) sem hefur verið búsettur í Danmörku um árabil heldur áfram að bæta sig.  Í byrjun september sigraði hann í hálfmaraþoni í Stórabeltishlaupinu og stórbætti fyrri árangur sinn, hljóp á 1:12:31 klst sem er besti tími á þessari vegalengd í flokki 45-49 ára. Þá hjóp Stefán Berlínarmaraþon á 2:35:23 klst sem var nálægt hans besta.

 

Thorbergur_LAU2017_0020
Þorbergur Ingi Jónsson (35 ára) sigraði Laugavegshlaupið á 4:13:25 klst þrátt fyrir að vera nýkominn úr meiðslum. Hann varð svo í 6. sæti í CCC (101 km) utanvegahlaupinu í Mt. Blanc 1. sept.  Hækkunin í hlaupinu var 6.100 m og skilaði Þorbergur sér í mark á 11:14:00 klst. Síðar í september bárust þær fréttir að Þorbergur væri kominn í 79. sæti á lista yfir fremstu utanvegahlaupara heims.

 

Thorolfur_VAL2017_008
Þórólfur Ingi Þórsson (41 árs) byrjaði að æfa hlaup eftir þrítugt en hefur verið að bæta sig jafnt og þétt undanfarin ár. Á síðasta ári tók hann stórstígum framförum og bætti Íslandsmetið í 10 km í flokki 40-44 ára nokkrum sinnum, náði best 33:09 mín í Ármannshlaupinu og var þar í öðru sæti. Einnig setti hann Íslandsmet í 5 km götuhlaupi (16:10) og 5000 m brautarhlaupi (15:49,86) í sama aldursflokki og hljóp maraþon í Frankfurt á 2:53:41. Allt útlit var fyrir að hann myndi einnig bæta sig verulega í hálfmaraþoni en veikindi í júlí urðu þess valdandi að hann varð að sætta sig við 1:17:10 klst í RM.

 

Tilnefndar í kvennaflokki (í stafrófsröð):

Andrea_HVI2017_1027
Andrea Kolbeinsdóttir (18 ára) hefur verið efnilegasta langhlaupakona landsins undanfarin ár. Hún hefur einkum keppt í brautarhlaupum en bregður sér annað slagið í götuhlaup og nær jafnan góðum árangri. Á síðasta ári sigraði hún hálfmaraþon kvenna í Haustþoninu á 1:22:30 klst. og bætti fyrri árangur sinn verulega.

 

AstaParker_RM2017_6403
Ásta Kristín Parker (46 ára) keppti í maraþoni RM á árunum 2011-2013 og var þá að hlaupa á 3:44-3:58. Árið 2015 bárust þær fréttir að hún hefði  sigrað í maraþonhlaupi í Muscat, Oman, sem hún endurtók síðan í janúar 2016 (3:16:01). Í janúar á síðasta ári varð hún í 16 sæti kvenna í Dubai maraþoni á sínum besta tíma 3:08:18 klst sem var besti tími íslenskrar konu á síðasta ári. Fylgdi því svo eftir með því að verða Íslandsmeistari kvenna í RM (3:10:58). Ásta Kristín hefur um nokkurt árabil búið í Oman þar sem hún starfar við dýralækningar og tekist með útsjónarsemi að æfa vel fyrir maraþon og ultra hlaup.

 

ElinEdda_HVI2017_0075
Elín Edda Sigurðardóttir (28 ára) byrjaði að keppa í götuhlaupum fyrir einungis þremur árum en hefur sýnt stórstígar framfarir og barðist um fyrsta sætið í öllum þeim götuhlaupum sem hún tók þátt í á síðasta ári. Sigraði í hálfmaraþoni RM á 1:21:22 sem er fjórði besti tími Íslenskrar konu á vegalengdinni frá upphafi. Hljóp síðan á 1:23:00 í Haustþoninu. Í 10 km bætti Elín Edda stöðugt árangur sinn og náði best 37:16 mín í Boost hlaupinu. Hún sigraði einnig Powerade sumarhlaupaseríuna. 

 

Elisabet_LAU2017_2013
Elísabet Margeirsdóttir (32 ára) heldur sínum sessi sem besta utanvegahlaupakona landsins. Varð í 60. sæti í 50 km utanvegahlaupi á Heimsmeistaramótinu í Toscana 10. júní á 6:25:26 klst. Fylgdi því svo eftir rúmum mánuði síðar með því að ná sínum besta tíma Í Laugavegshlaupinu 5:28:25 klst þar sem hún varð í öðru sæti eftir kanadískri hlaupakonu. Einnig náði hún mjög góðum tíma í sterku ultra hlaupi, Transvulcania hlaupinu og lenti þar í 13. sæti á 9:59:38.

 

GudlaugEdda_RM2017_3113
Guðlaug Eddu Hannesdóttur (23 ára) var upprennandi hlaupastjarna í millivegalengdum á árinu 2014 og náði einnig góðum árangri í lengri hlaupum, 38:47 mín í 10 km í RM 2014. Hún lenti síðan í þrálátum meiðslum og fór að byggja sig upp með sundi, enda fyrrum sundkona á landsmælikvarða, og hjólreiðum. Flutti síðan út til Danmerkur fyrir einu og hálfu ári með það fyrir augum að ná góðum árangri í þríþraut. Það hefur tekist en hún tekur þó annað slagið þátt í götuhlaupum með góðum árangri. Varð fyrst íslenskra kvenna í 10 km kvenna í RM á 36:05 mín, sem er besti tími íslenskrar konu í 10 km í RM og stórbætti fyrri árangur.

 

Thordis_HVI2016_1527
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir (52 ára) hefur undanfarin ár tekið þátt í fjölmörgum lengri hlaupum og staðið sig vel. Besti árangur hennar á síðasta ári var án efa í Heimsmeistaramótinu í 50 km  utanvegahlaupi sem fram fór í Toscana 10. júní. Hún varð í 78. sæti á 6:55:11 klst og einungis um 30 mínútum á eftir Elísabetu Margeirdóttur. Það að Þórdís Jóna hefur lagt fyrir sig langhlaup hin síðari ár er nokkuð merkilegt þar sem hún var einn besti hástökkvari landsins á yngri árum, stökk hæst 1,74 m árið 1983.

 

 

Mynd frá afhendingu viðurkenninga fyrir árið 2016 

 


Þrír efstu í kvenna og karlaflokki. Frá vinstri: Ívar Trausti Jósafatsson, Kári Steinn Karlsson, Bjartmar Örnuson sem tók við verðlaunum fyrir Þorberg Inga Jónsson, Elísabet Margeirsdóttir, Helen Ólafsdóttir og Svava Rán Guðmundsdóttir.


Allir hlauparar (eða fulltrúar þeirrra) sem fengu viðurkenningar. Frá vinstri: Bjartmar Örnuson sem tók við verðlaunum fyrir Þorberg Inga Jónsson, Arnar Pétursson, Jóhann Karlsson, faðir Stefáns Guðmundssonar, Ívar Trausti Jósafatsson, Kári Steinn Karlsson, Arndís Ýr Hafþórsdóttir, Svava Rán Guðmundsdóttir, Helen Ólafsdóttir og Elísabet Margeirsdóttir.

 

 

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
Helga Halldorsdottir Helga Halldorsdottir
10.1.2018 21:27:49
ŮvÝ h˙n er b˙in a­ standa sig svo frßbŠrlega velog ß skili­ ■ann hei­ur,,kraftmikil og flott stelpa ,,
Helga Halldorsdottir Helga Halldorsdottir
10.1.2018 21:28:28
ŮvÝ h˙n er b˙in a­ standa sig svo frßbŠrlega velog ß skili­ ■ann hei­ur,,kraftmikil og flott stelpa ,,
Gudrun Kristjansdottir Gudrun Kristjansdottir
15.1.2018 19:49:02
╔g křs Stefßn Gu­mundsson.
Hann er bestur
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is