Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Frˇ­leikur
Byrjendur
Almennur frˇ­leikur
Rß­gj÷f
  Um rß­gj÷fina
  Sigur­ur P.
  Sigurbj÷rn ┴rni
  Gunnar Pßll
  Gauti
  FrÝ­a R˙n
  Torfi
  Ůjßlfun
  Undirb˙ningur fyrir hlaup
  Mei­sli
  NŠringarfrŠ­i
  Ţmislegt
  Spurt og svara­
Ăfingaߊtlanir
Eldri kannanir
Hlauphaldarar
Reglur
Framfarir - FÚlag
UmrŠ­ur
V÷rukynningar
Rvk. mara■on ═sl.banka
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Frˇ­leikur  >  Rß­gj÷f  >  Gunnar Pßll
23.7.2009
Er slŠmt a­ hlaupa miki­ ß tßberginu ? - GPJ

Spurning
Málið er að ég er að leita ráða fyrir vin minn sem er ekki mikill hlaupari þó svo að hann sé mikill íþróttamaður. Við hlaupum töluvert af stuttum vegalengdum (3-6 km) og spretti.

Nú er fólk með mismunandi hlaupastíla en ég hef tekið eftir því að hann hleypur mikið á táberginu og hálfpartinn bremsar sig af í hverju skrefi, í stað þess að nota allan fótinn frá hæl fram í tær. Mér finnst hann ekki ná eins miklum framförum og þreytast fljótt.

Er þetta ekki eitthvað sem þarf að breyta ef hann á að ná árangri í hlaupum? Ef svo er hvað er til ráða og hvað er hægt að gera til að venja hann af þessu og temja sér vænlegri hlaupastíl?

Svar
Hlaupastíll verður alltaf að einhverju leyti einstaklingsbundinn, m.a. vegna líkamsbyggingar. Frank Shorter Ólympíumeistari í maraþonhlaupari er t.d. þekktur "toe striker". Hann hefur haldið mikið af fyrirlestrum og gefið út ágætar hlaupabækur þar sem hann vill meina að ekki eigi að leiðrétta þennan þátt en leggja áherslu á að ekki séu átök í stílnum.

En þú segir að vinur þinn bremsi sig af í skrefinu og það er alltaf neikvætt. Hvaða áherslur sem menn hafa í því hvernig beyta á fætinum í lendingu verður alltaf að lágmarka bremsuvinnu. Leggja ber áherslu á að þyngdarpunkturinn sé sem mest yfir fætinum.  Vera sem mest beinn yfir þyngdarpunktinum eða með örlítinn framhalla (ekki samt með því að brjóta sig um mjaðmir). Áherslubreyting gæti verið að minnka hnélyfturnar, reyna að ná afslöppun í niðurkomunni og lenda á miðjum fæti, frekar en að breyta alveg yfir í að lenda á hælnum.

Þetta eru að mestu leyti áherslur sem er t.d. beitt í CHI running tækninni sem þú getur skoðað á netinu. Þar er að vísu lögð áhersla á að hællyftur eftir lendingu (með lágmarksfráspyrnu) sem ég er ekki hrifinn af (sérstaklega ekki þegar ég sá kennslumyndband þar um). Ég hef oft upplifað hlaupara mjög stífa í kálfum sem hlaupa eins og vinur þinn í stuttum hlaupum og sprettum. Ágætt að þjálfa breytingar með hægu skokki og þá er mjög mikilvægt að ná afslöppun í lendingunni í hverju skrefi.

Vona að þetta komi að einhverju gagni.

Kveðja, Gunnar Páll

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is