Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
┴rsbesta
Skrßning ß mara■ontÝma
Einkunnagj÷f hlaupa
Langhlaupari ßrsins
  Langhlaupari ßrsins 2019
  Langhlaupari ßrsins 2018
  Langhlaupari ßrsins 2017
  Langhlaupari ßrsins 2016
  Langhlaupari ßrsins 2015
  Langhlaupari ßrsins 2014
  Langhlaupari ßrsins 2013
  Langhlaupari ßrsins 2012
  Langhlaupari ßrsins 2011
  Langhlaupari ßrsins 2010
  Langhlaupari ßrsins 2009
Bestu afrek frß upphafi
Samanbur­ur milli ßra
┴rsbesta 2019
┴rsbesta 2018
┴rsbesta 2017
┴rsbesta 2016
┴rsbesta 2015
┴rsbesta 2014
┴rsbesta 2013
┴rsbesta 2012
┴rsbesta 2011
┴rsbesta 2010
┴rsbesta 2009
┴rsbesta 2008
┴rsbesta 2007
┴rsbesta 2006
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
┴rsbesta  >  Langhlaupari ßrsins  >  Langhlaupari ßrsins 2019
15.1.2020
Kjˇsi­ langhlaupara ßrsins 2019

Í ellefta skiptið stendur hlaup.is fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum eða annarri keppni í langhlaupum.

Samtals voru 31 hlauparar tilnefndir í karla- og kvennaflokki til langhlaupara ársins 2019, 14 konur og 17 karlar. Að þessu sinni eru það 5 konur og 5 karlar sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um. Það val var ekki auðvelt frekar en áður, því margir af þeim hlaupurum sem tilnefndir voru, hafa hver á sinn hátt unnið góð afrek og/eða sýnt mikla þrautseigju á síðasta ári.

Allir sem kjósa fara í pott og geta unnið hlaupaskó. Hægt verður að kjósa til miðnættis sunnudaginn 2. febrúar.

Smellið hér til að kjósa langhlaupara ársins (athugið að gefa besta hlaupara 5 stig og svo koll af kolli)

Tilnefndir í karlaflokki (í stafrófsröð):

Arnar - MID2019_2717
Arnar Pétursson (28 ára) bætti sinn fyrri árangur á flestum vegalengdum. Byrjaði á því að bæta sig í 10 km götuhlaupi (31:03) í byrjun mars í Mönchengladbach. Hljóp svo hálfmaraþon á 1:06:23 klst í Duisburg í lok mars sem er næstbesti árangur Íslendings á þeirri vegalengd. Bætti sig einnig í maraþonhlaupi  er hann sigraði í RM á 2:23:07 klst og varð jafnframt Íslandsmeistari. Arnar vann öll þau keppnishlaup sem hann tók þátt í hérlendis á árinu. Varð Íslandsmeistari í 5 km og hálfmaraþoni. Var nálægt sínu besta í 10 km í nokkrum hlaupum eins og í Adidas Boost hlaupinu (31:14) og Gamlárshlaupi ÍR (31:19) keppnislaust.

 

Hlynur
Hlynur Andrésson (26 ára) átti sitt besta keppnisár. Setti Íslandsmet í 10 km götuhlaupi er hann hljóp á 29:49 mín í Hollandi í mars og bætti þar með 36 ára gamalt met (30:11) Jóns Diðrikssonar. Sigraði í hálfmaraþoni RM á 1:07:59 klst. Hlynur náði síðan besta árangri Íslendings í víðavangshlaupi frá upphafi þegar hann varð í 2. sæti á Norðurlandameistaramótinu í víðavangshlaupi (9 km)  sem fram fór í Finnlandi í nóvember og síðan í 40. sæti  af 92 keppendum í Evrópumeistaramótinu (10,2 km) sem fram fór í Hollandi í byrjun desember. Hlynur setti Íslandsmet á brautarhlaupum á árinu, hljóp 5.000 m á 13:57,89 mín í Belgíu og 3.000 m innanhúss á 7:59,11 mín í Noregi. Þá hljóp hann 1.500 á 3:45,97 mín í Laugardalshöllinni og var rétt við Íslandsmet Jóns Diðrikssonar (3:45,6).

 

StefanGudmunds
Stefán Guðmundsson (49 ára) sem hefur verið búsettur í Danmörku um árabil hélt áfram að bæta sig þrátt fyrir hækkandi aldur. Í lok september tók hann þátt í Berlínar maraþoni og náði öðrum besta tíma Íslendings í ár, 2:30:15 klst., sem skipar honum í fremstu röð í sínum aldursflokki í Evrópu. Þá bætti Stefán sinn besta árangur í hálfmaraþoni er hann hljóp á 1:12:07 klst í Kaupmannahöfn tveimur vikum fyrir Berlínar maraþonið. Stefán, sem byrjaði seint að æfa hlaup, hefur sýnt að það er hægt að bæta sig langt fram eftir aldri með því að leggja hart að sér við æfingar.

 

Þorbergur_LAU2018_0009
Þorbergur Ingi Jónsson (37 ára) hefur verið konungur utanvegahlaupanna hér á landi undanfarin ár. Sigraði Laugavegshlaupið eins og venjulega, nú á 4:32:30 klst. eftir að hafa hlaupið vegalengdina (53,3 km) öfuga um nóttina sem upphitun. Varð í  25. sæti í UTMB 170 km hlaupinu (24:59:22 klst) í Ölpunum sem var samanlagt um 10.900 m hækkun og er eitt stærsta utanvegahlaup í heimi. Varð fyrstur Norðurlandabúa í hlaupinu. Þorbergur varð í 13. sæti á MIUT á Madeira sem er 115 km langt með 7.500 m hækkun og keppti þar við marga af þekktustu utanvegahlaupurum heims. Þorbergur keppti fyrir hönd Íslands á HM í utanvegahlaupum en þurfti að hætta keppni vegna meiðsla. Þorbergur er langhæstur íslenskra hlaupara á styrkleikalista ITRA með 841 stig.

 

Þórólfur-FJO2019_0006
Þórólfur Ingi Þórsson (43 ára) átti sitt langbesta keppnisár hingað til. Stórbætti sig í hálfmaraþoni (1:12:46) í Berlín í byrjun apríl. Bætti sig jafnframt í 5 km (16:06) og 10 km (32:41) á árinu. Þórólfur var mjög duglegur að taka þátt í keppnishlaupum og sigraði bæði í vetrar- og sumarseríu Powerade svo og í BOSE hlaupaseríu FH. Þá varð hann Íslandsmeistari í 10 km (33:55) er hann hann kom fyrstur í mark í Fjölnishlaupinu.

 

Tilnefndar í kvennaflokki (í stafrófsröð):

Andrea2-ARM2018_0825
Andrea Kolbeinsdóttir (20 ára)
hefur verið efnilegasta langhlaupakona landsins undanfarin ár. Þrátt fyrir langvinn meiðsli á árinu náði hún ágætis árangri en hún keppti einkum í styttri götuhlaupunum. Varð m.a. fyrst kvenna í Adidas Boost hlaupinu (36:14) og Gamlárshlaupi ÍR (36:29). Þá náði hún öðrum besta árangri íslenskra kvenna á árinu  í hálfmaraþoni er hún varð fyrst kvenna í RM (1:21:05). Andrea keppti töluvert á braut og náði m.a. 17:01,65 mín í 5.000 m hlaupinu á Smáþjóðaleikunum er fram fóru í lok maí í Svartfjallalandi. Andrea dvelur nú í Bandaríkjunum við nám og æfingar.

 

AnnaBerglind2-LAU2018_0080
Anna Berglind Pálmadóttir (40 ára
) varð fyrst kvenna í Laugavegshlaupinu á 5:23:59 klst. Þá hljóp hún á 2:59:18 klst í Frankfurt í október og varð þar með sjötta íslenska konan sem hleypur undir 3 klst í maraþoni. Hún bætti sig einnig í hálfmaraþoni á árinu (1:24:46) og 5 km hlaupi þar sem hún setti Íslandsmet í sínum aldursflokki. Þá náði Anna Berglind bestum árangri íslenskra kvenna í HM í utanvegahlaupi (44 km) er fram fór í Portúgal í byrjun júní. Hún er efst íslenskra kvenna á styrkleikalista ITRA með 661 stig.

  

ElinEdda_ARM2018_0828
Elín Edda Sigurðardóttir (30 ára)
átti sitt langbesta keppnisár en það eru einungis fimm ár síðan hún byrjaði að keppa. Hljóp sitt fyrsta maraþon á 2:49:00 klst í Hamborg í lok apríl og bætti svo þann árangur í 2:44:48 klst í Frankfurt í lok október. Elín bætti sig einnig vel í hálfmaraþoni með 1:18:14 klst í Kaupmannahöfn í september, en hafði áður bætti sig (1:19:38) í Mílanó í lok mars. Einungis Martha Ernstsdóttir hefur hlaupið hraðar þessar vegalengdir. Þá bætti Elín sinn besta árangur í 10 km (35:55) í RM sem er fjórði besti tími íslenskrar konu á þeirri vegalengd frá upphafi.

 

Elisabet-LAU2018_0092
Elísabet Margeirsdóttir (34 ára) varð í 12. sæti  kvenna í UTMB 170 km hlaupinu (29:37:23 klst) er fram fór í lok ágúst. Elísabet varð önnur kvenna í Laugavegshlaupinu (5:55:52) eftir að hafa hlaupið vegalengdina (53,3 km) öfuga um nóttina sem upphitun. Elísabet er önnur íslenskra kvenna á styrkleikalista ITRA með 648 stig.

 

Hrönn-ARM2017_105
Hrönn Guðmundsdóttir (54 ára) sem eitt sinn átti Íslandsmetið í 800 m hlaupi (2:06,22 mín frá 1982) hefur verið að bæta árangur sinn stöðugt í styttri götuhlaupum undanfarin ár. Náði mjög athyglisverðum árangri á meistaramóti öldunga er fram fór í Dedham, USA, er hún hjóp 10 km á 38:51 mín sem er hennar besti árangur á vegalengdinni. Þá hljóp hún 5.000 m á braut á 19:07,87 mín á móti í Hayward, USA, í lok mars og þremur vikum síðar 5 km götuhlaup á 19:12 mín í San Francisco. Tímarnir í bæði 5 km og 10 km hlaupinu eru einnig Íslandsmet í aldursflokkunum 50-54 ára.

 

 

 

ArnarElisabet600
Arnar Pétursson og Elísabet Margeirsdóttir Langhlauparar ársins 2018

Mynd frá afhendingu viðurkenninga fyrir árið 2018

AllirTilnefndir600
Frá vinstri: Fulltrúi Þorbergs Inga Jónssonar, móðir Ingvars Hjartarsonar, faðir Stefáns Guðmundssonar,
Jóhann Karlsson, Arnar Pétursson, Elísabet Margeirsdóttir, Rannveig Oddsdóttir, Elín Edda Sigurðardóttir,
Anna Berglind Pálmadóttir og Anna Keren Jónsdóttir.

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
Jˇnina jˇnsdˇttir Jˇnina jˇnsdˇttir
17.1.2020 10:57:23
Ůorbergur Jˇnsson
VildÝs Bj÷rgvinsdˇttir VildÝs Bj÷rgvinsdˇttir
17.1.2020 11:47:04
Ůorbergur Ingi Jˇnsson
Sigurborg Ragnarsdˇttir Sigurborg Ragnarsdˇttir
18.1.2020 10:01:01
Ůorbergur Ingi Jˇnsson
Torfi Torfi
19.1.2020 11:31:12
Vinsamlegast gefi­ atkvŠ­i me­ skrßningarformi atkvŠ­a sjß: https://hlaup.is/extern.asp?cat_id=1413
AtkvŠ­i hÚr eru ekki tekin me­ Ý talningu.
Kristinn Agnar Eiriksson Kristinn Agnar Eiriksson
23.1.2020 07:45:40
Ůorbergur lngi Jˇnsson
Vera Vera
23.1.2020 17:30:37
Hr÷nn Gu­munds
Alden Soohoo Alden Soohoo
26.1.2020 16:51:42
Hr÷nn Gu­mundsdˇttir
KristÝn Magn˙sdˇttir KristÝn Magn˙sdˇttir
30.1.2020 07:59:37
ElÝn Edda Sigur­ardˇttir!
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is