Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Fróðleikur
Byrjendur
Almennur fróðleikur
Ráðgjöf
  Um ráðgjöfina
  Sigurður P.
  Sigurbjörn Árni
  Gunnar Páll
  Gauti
  Fríða Rún
  Torfi
  Þjálfun
  Undirbúningur fyrir hlaup
  Meiðsli
  Næringarfræði
  Ýmislegt
  Spurt og svarað
Æfingaáætlanir
Eldri kannanir
Hlauphaldarar
Reglur
Framfarir - Félag
Umræður
Vörukynningar
Rvk. maraþon Ísl.banka
Leit
Áhugavert
Hlaupadagskrá 2019
Skráningar í hlaup
Panta prógram
100km hlauparar
Félag maraþonhl.
Hvítt bil 10 á hæð
Hvítt bil 10 á hæð - 3
Æfingadagbók - 115x79
Hvítt bil 5 á hæð - 1
hlaup.is á Facebook
Hvítt bil 5 á hæð - 3
English
Hvítt bil 10 á hæð - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Fróðleikur  >  Ráðgjöf  >  Þjálfun
26.6.2002
Er óvenjulega hár púls hættulegur ? - SÁA


Spurning:
Ég hef verið að hlaupa nokkuð undanfarin ár en er með háan púls. Er 34 ára kona og með púlsinn svona í kringum 195-200 í hlaupum (er að hlaupa 10 km á svona 50 mín.) finn ekki fyrir neinu og er ekkert eftir mig á eftir, þá er hvíldarpúls og blóðþrýstingur í fínu lagi. Þá er það spurningin, er hættulegt að hlaupa með svona háan púls eða er ég bara undantekning frá þumalputtareglunni 220 – aldur ? Ég hef lesið það einhvers staðar að það séu um 10% frávik í báðar áttir. Hvað með mjólkursýrumælingu sker hún eitthvað úr um hver púlsinn er í mínu tilviki persónulega?

Svar:
Sæl og blessuð og fyrirgefðu hvað svarið kemur seint en ég var að keppa í Evrópubikarkeppni Landsliða í Eistlandi. Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur ef ég væri þú. Ef þú getur hlaupið með púlsinn á 195-200 þá ert þú væntanlega með háan hámarkspúls og undantekning á reglunni eins og þú segir. Ef hvíldarpúlsinn er fremur hár (miðað við hlaupara og fólk í formi) þá ýtir það enn frekar undir þá tilgátu að þú sért með háan hámarkspúls. Þessi þumalputtaregla gildir engan veginn fyrir alla og ég myndi áætla að 67% af fólki falli undir að vera 10 slög/mín frá áætluðum hámarkspúls (í þínu tilfelli 220-34 = 186). Það segir okkur að 33% af fólki er lengra frá reglunni og ýmsar aðrar "reglur" um að reikna út hámarkspúls hafa verið settar fram en ekki náð fótfestu vegna þess hveru 220-aldur er einföld og auðveld regla að nota. Ég hef mælt últramaraþonhlaupara (100 km hlaup og svoleiðis) sem var um þrítugt og hann hafði hámarkspúls í 164 (reglan segir 190) og sjálfur var ég mældur fljótlega eftir tvítugt með 184 slög/mín (hefði átt að vera 198 slög/mín) þannig að frávikin geta verið í hvora áttina fyrir sig. Ef hvíldarpúls og blóðþrýstingur eru í góðu lagi og þú í þokkalegu formi (10 km á 50 mín) þá er þetta allt mjög eðlilegt.

Mjólkursýrumæling segir ekki til um hámarkspúlsinn, hún hins vegar getur sagt til um púlsinn við mjólkursýruþröskuldinn sem ætti að vera sirka sá púls sem þú gætir hlaupið maraþon á. Ef þú hefur áhuga á að vita hámarkspúlsinn geturðu farið í hámarkssúrefnisupptökumælingu (VO2max test) nú eða mælt hann sjálf. Góðar leiðir til að mæla hann sjálf er að finna 200-300 metra langa brekku (nokkuð bratta) t.d. Laugarásbrekkuna og hlaupa eins hratt og þú getur upp hana 5 sinnum eða svo og skokka HRATT niður á milli og í 4-5 spretti verðurðu komin upp í hámarkspúlsinn. Önnur leið væri að fara á hlaupabretti og stilla á röskan hraða (ef þú átt 50 mín best í 10 km hlaupi þá væri 5 mín á km t.d ágætis hraði), byrja á sléttu og auka svo hallan 2% á 2 mín fresti og þegar þú getur ekki meira þá verðurðu að öllum líkindum komin í hámarkspúls. Það skal samt tekið fram að þessar aðferðir virka ekki fyrir alla og ég hef t.d mælt stúlku með hámarkspúls í 197 slög/mín en þegar til kom gat hún hlaupið tiltölulega auðveldlega með púlsinn í 191 í langan tíma og það var ekki fyrir það að hennar mjólkursýruþröskuldur væri svo hár heldur fyrir það að hún náði ekki að keyra sig í hámarkspúls í hámarksprófinu. Svo er líka breyting á púlsinum upp í 5-10 slög dag frá degi og púlsinn er hærri seinni part dags heldur en fyrri dags. Hvort sem þú mælir þinn hámarkspúls eða ekki þá þarftu alla vega ekki að hafa neinar áhyggjur.

Sigurbjörn Arngrímsson

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:













 
Sportvörur 2XU Júní 2019
Hvítt bil 5 á hæð - 3
 
© Allur réttur áskilinn. Birting á þessu efni á öðrum miðlum er óleyfileg nema með leyfi hlaup.is