Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  S÷gur ˙r hlaupum
18.10.2016
Fer­asaga frß ┴g˙sti Kvaran og Melkorku Kvaran: Fe­gin f÷gnu­u Ý fr÷nsku Ílpunum


Feðginin alveg í skýjunum í orðsins fyllstu merkingu.

Það er alþekkt að við hlauparar fögnum hinum ýmsu áföngum með með öðrum hætti en gengur og gerist. Feðginin Ágúst Kvaran og Melkorka Árný Kvaran lögðu heldur betur á brattann til að fagna en Melkorka varð fertug á árinu og Ágúst 64 ára daginn sem lagt var í afmælisferðina.

Eins og áður sagði réðust feðginin ekki á garðinn þar sem hann var lægstur, þau tóku þátt í fjallahlaupi í Grenoble í frönsku Ölpunum þann 19. ágúst síðastliðinn. Hlaupið skiptist í fjóra hluta, Melkorka lagði þann fyrsta í hlaupi sem kallast UT4M40-Vercor. Ágúst gerði sér lítið fyrir og tók allan pakkann, í hlaupi sem ber heitið UT4MXtrem.

Melkorka hljóp yfir fjallið Vercor, 40 km, með 2700 m samanlagðri hækkun  á 7:30:44. Það dugði henni til sigurs í flokki kvenna 40-49 ára.

Ágúst hljóp yfir fjöllin Vercor, Oisans, Belladonna og Chartrause, samtals tæpa 170 km, tæplega 12000 m (11810 m) samanlögð hækkun, á 64. afmælisdaginn (19.8.2016). Ágúst kom í mark á tímanum 41:24:48 og hafnaði þar með í þriðja sæti í sínum aldursflokki. Til að setja þrekvirkið í samhengi má nefna að 600 m eru upp á Esjustein.

Hlaupin gengu framar vonum
Melkorka og Ágúst hlupu saman fyrsta fjallið (Vercor), en bæði hlaupin voru ræst samtímis, kl.7:00 föstudagsmorguninn, 19. ágúst. Stórkostleg og ógleymanleg aðferð til að halda upp á afmælið sitt, fullyrða þau feðgin!

Mikill hiti var um hádaginn undir lok hlaupsins yfir Vercor. Melkorka og Ágúst kláruðu fjallið saman á tímanum 7:30:44 sem skilaði Melkorku í fyrsta sæti í sínum aldursflokki og 41. sæti í heild af 199 sem voru skráðir.

Árangurinn var langt umfram áætlanir Melkorku, enda fór hún frekar hægt miðað við getu til þess að fylgja Ágústi!! Til marks um það var Melkorka mjög ötul við myndatökur á leiðinni. Tímamörk til að ljúka hlaupinu voru 13 klst! En áfram hélt Ágúst og bætti við fjöllunum Oisans (50 km), Belladonna(40 km) og Chartrause (40 km). Mikil rigning var á laugardeginum, 20.8. Ágúst notaði ennisljós í kolniðamyrkri á næturnar. Merkingar voru mjög til fyrirmyndar og engin hætta á að villast.

Hljóp í 41 tíma án þess að sofa
Ágúst kláraði hlaupið (UT4MXtrem), samtals tæplega 170 km, á 41:24:48, sem skilaði honum í 3. sæti í aldursflokki V3H (60 - 70) ára, 101.sæti í heildina af 547 sem voru skráðir í upphafi, framar björtustu vonum. Vegna eldingahættu á fjallstindum, rigningardaginn, var gripið til þess ráðs að breyta hlaupaleiðinni nokkuð. Leiðrétting á úrslitum færði Ágúst upp í 82. sæti Tímamörk til að ljúka hlaupinu voru 54 klst!

Ágúst og Melkorka nýttu sér vel búnar drykkjastöðvar á leiðinni, þar sem boðið var  upp á mat, drykki, orkugel og orkunammi. Brautirnar voru víða mjög brattar og allt að 33% halli hið mesta. Sem dæmi um niðurbrekku var 2200 m samfelld fallhæð niður Oisans á einungis  6-7 km leið og fyrsti hluti Belladonna fólst í 1000 m hækkun yfir einungis 3 km!

Ágúst hljóp allt hlaupið, rúmlega 41 klukkustund án svefns. „Var farinn að finna fyrir "samslætti" svefns og vökuskynjunar undir lokin," viðurkenndi Ágúst. Þau feðgin voru furðu vel á sig komin eftir öll hlaupin.


Afrekin skjalfest upp á veg fyrir lífstíð.


Útsýnið var í skárra lagi fyrir Ágúst og Melkorku.

Lítislháttar strengir og blöðrur
Einungis lítilsháttar strengir í lærvöðvum gerðu vart við sig hjá Melkorku og Ágúst jafnaði sig á örfáum dögum, aðallega af nokkrum blöðrum á fótum og strengjum í lærvöðvum.

Fjölskyldumeðlimir tóku á móti Melkorku og Ágústi undir lok hlaupanna. „Það var ólýsanleg tilfinning að hitta konuna, börnin, tengdasoninn og barnabörnin Þórey, Árný og Valtýr að loknu rúmlega 41 klst hlaupi í stórbrotnu umhverfi Alpafjallanna við erfiðar og mjög fjölbreyttar aðstæður," segir Ágúst.

Verðugt málefni
„Þá var einnig dásamleg tilhugsun að þessi þrekraun hafi hugsanlega getað nýst hinu þarfa söfnunarátaki "Útmeða", gegn sjálfsvígum ungs fólks, sem Melkorka var meðal annarra upphafsmaðurinn að," ítrekar Ágúst. Átakið er þeim feðginum hugleikið enda hefur þunglyndi og önnur andleg veikindi stungið sér niður í fjölskyldu þeirra eins og fjölda annarra. Í aðdraganda ferðarinnar og í eftirleiknum hafa Ágúst og Melkorka skorað á fólk að heita á sig með framlagi á söfnunarreikning Útmeð‘a.

Hægt er að heita á Ágúst og Melkorku með því að leggja inn á söfnunarreikning Útmeð''a, 546-14-411114, kt. 531180-0469.

Styrktaraðilar: Hreysti, DanSport, Sjón (gleraugnaverslun) og Fjallakofinn. 

Lestu fleiri ferðasögur á hlaup.is

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is