Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  S÷gur ˙r hlaupum
19.3.2020
Pistill eftir Ragnhei­i Sveinbj÷rnsdˇttur: 128 km Ý TranGranCanaria

Laugardaginn 7. sept 2019 lagði ég af stað og hljóp Hengil Ultra 100km. Um hádegið á sunnudeginum kom ég í mark, hafði klárað yfir 100km í fyrsta skipti og þar með hlaupið mér inn rétt til að sækja um í félag 100 km hlaupara á Íslandi. Um miðjan nóvember var aðalfundur og inntökuhátíðin í 100km félagið. Hvað er meira viðeigandi en að plana ferð í hlaup sem er lengra en 100 km einmitt á þeim aðalfundi?

Jebb, það hljómaði eins og frábær hugmynd, að skella sér 128 km eftir tæpa 4 mánuði eða 6. mars 2020.  Ég hljóp mikið en reyndi þó að gera það gáfulega, 360 km voru raunin í janúar, en það var sá mánuður sem ég hljóp allra mest.

Margir boltar á lofti
Það var erfitt að standa sig í vinnu, æfingum og sem mamma, eiginkona og húsmóðir. Kvöldmaturinn var seint á kvöldin og heimalestur enn seinna eða yfir eldamennskunni. Píanónámið var sett í hendur eiginmannsins. Stærðfræðiaðstoð framhaldsskólanemans var helst uppi í rúmi á kvöldin og enskuhjálp miðjunnar á handahlaupum þegar færi gafst. Það er ágætt að hafa þetta skriflegt þegar mér dettur aftur í hug að fara í krefjandi áskorun á þessum árstíma.


Vinkonur við rásmarkið

Ég stóð mig reyndar ágætlega í að skutla á æfingar eða sundmót eldsnemma á laugardagsmorgnum, nema þau örfáu skipti sem ég var sjálf vöknuð fyrr og byrjuð að hlaupa. Ein vika fór í kvef, vá hvað það var erfitt að leyfa sér að sleppa æfingum og vera slöpp, en vá hvað það var gáfulegt að gera það.

4.mars, ferðadagur! Vá hvað við Katrín Sigrún vorum spenntar með þann besta fararstjóra sem hugsast getur í svona ferð, Elísabetu Margeirsdóttur. Við Kata vorum alls ekki einu Íslendingarnir sem ætluðum að hlaupa, Mari Jaersk og Sigurjón Ernir fóru líka 128km og nokkrir aðrar vegalengdir.

Þegar við lendum á Canari leiðir farastjórinn okkur í kjörbúðina og við kaupum inn hollan og góðan mat fyrir vikuna. Ég held ég hafi aldrei á ævi minni borðað jafn hollan mat í heila viku, og veit ég hef ALDREI gert það í utanlandsferð!!! 

Á fimmtudeginum förum við þrjár í brautarskoðun, skoðum leiðina í kringum Roco nublo, (helvítis steininum hennar Kötu) sem var frábært. Gott að sjá aðeins hvernig stígarnir eru og hvað bíður okkar.

Haldið af stað
Föstudagurinn fór í hvíld, og  ég var góð í því. Ég nánast dormaði allan daginn og hvíldist mjög vel aðfaranótt föstudagsins. Svo allt í einu vorum við Kata bara komnar í rútuna á leið í startið.  Þar tók við tveggja tíma bið í að klukkan yrði 23.00. Við fjögur fræknu frá Íslandi skelltum okkur á kaffihús og biðum inni því 18° gráðurnar úti voru svo hrikalega kaldar eitthvað. Við vorum svo öll í sama ráshólfi, sem betur fer, en ég hafði aldrei pælt í því að það væru ráshólf.

Það var svona kítlandi stemmning í startinu, og ég var svooo að njóta um leið og ég var ofsalega stressuð! Virkilega glöð að þetta væri að gerast núna og svo stressuð yfir því hvort ég myndi komast alla leið. Við hlaupum af stað í sandinum á ströndinni með flugeldum, lófaklappi og hvatningar köllum.

Ég, Katrín og Mari hlupum saman að fyrstu drykkjarstöð, ég var mjög létt í fyrsta hlutanum, vildi hlaupa allt hlaupalegt þótt það væri örlítið upp á móti, en fór samt ekki hratt. Ekki nema rétt fyrstu kílómetrana sem voru á malbiki og ekki upp á móti.

Á fyrstu drykkjarstöð voru ziplock pokarnir dregnir fram og í þá sett ýmislegt góðgæti af drykkjarstöðinni. Ég borðaði appelsínur og banana, möndlur og eitthvað meira smáræði og reyndi svo að borða upp úr pokanum á leiðinni.  Á milli fyrstu og annarrar drykkjarstöðvar slitnaði í sundur með okkur Mari og Kötu. En við Kata vorum búnar að lofa að fylgjast að í gegnum nóttina. Ég er greinilega ekki mjög góð í að halda hlaupaloforð. Þarna var nóttina bara að skella á fyrir alvöru. Það er samt þannig að hver og einn þarf að hlaupa sitt hlaup. Sem betur fer veit Kata það alveg.

Hlaupið í björtu tunglsljósinu
Nóttin var köld og vindasöm, ég var virkilega farin að hugsa um að klæða mig í jakkann því mér var orðið svo kalt, puttarnir farnir að hvítna og svona en ég ákvað að njóta þess að vera kalt því ég vissi að þegar sólin kæmi upp þá yrði mér allt annað en kalt. Í 43 km létti til svo tunglið skein á okkur, það var ótrúlega rautt, stórt og flott og þótt það væri að hvetja okkur áfram og til dáða þá var stoppað í eina(eða fleiri) selfí. 

Svo kom hún líka upp, sólin. Þá vorum við Mari komnar rúmlega 50 km, búnar að fara fyrsta alvöru langa niðurhlaupið. Við þá drykkjarstöð var pissað inn í runna, sem er nú alltaf hressandi, og sérstaklega hressandi í þetta skiptið þar sem strá, grein eða eitthvað smáræði ákvað að halda áfram í hlaupinu með mér, á milli rasskinnanna!!! Óþarflega, persónuleg lýsing? Jebb en það er gott að vita á hverju maður þarf að passa sig þegar maður er stelpa, því þetta kemur ekki fyrir karlmenn og það er bara alls ekki þægilegt að hlaupa með eitthvað á milli rasskinnanna!!!

Skapsveiflur í kringum hæga hlaupara
Þarna förum við að hækka okkur og röltum upp skógi vaxið svæði. Hluti skógarins var brunninn á þessu svæði. í rúmlega 63 km var drykkjarstöð. Þegar við Mari skokkuðum út af þeirri stöð vorum við svo ótrúlega heppnar að lenda fyrir aftan alla sem voru að leggja af stað í 65 km. Og þau fengu að byrja á brekku!!! Það fór örlítið í skapið á Mari að lenda fyrir aftan þennan hóp sem var ekkert sérstaklega að drífa sig svona fannst okkur.

Ég vildi reyndar ekki fara of hratt fram út fólkinu en tók fram úr nokkrum og elti svo Mari fram út nokkrum. En þegar hún var sem allra pirruðust á að silast áfram í þessari halarófu, reif hún fram símann og hringdi í Ívar, bara til að biðja hann að kaupa nokkrar sígó, svo hún hefði nokkrar þegar hlaupið kláraðist!!!


Rauður máni að hvetja mig áfram.

Vá ég mig langaði að þýða innihald samtalsins fyrir hlauparana í kringum okkur. Líklega ekki það sem þeir ættu vona á að 128 km hlaupari væri að ræða í símann. Einhvertímann þarna á leiðinni þurfti Mari aðeins að kveðja mig. og hverfa inn í runna. Ég hélt áfram, skokkaði og labbaði upp brekkur. Fljótlega var Mari komin aftur á hæla mér. Ég verð að viðurkenna að ég átti ekki von á því!!! Sú var fljót að ná mér aftur.

Hressandi klifur
Uppi í ca 70 km var súrrealískt að horfa yfir á Roco Nublo og vita að þangað væri ferðinni heitið en fyrst væri lækkun og svo aftur hækkun en það reyndust vera tæplega 700m lækkun og svo rúmlega 700m hækkun! Þarna var ég strax orðin fúl út í prófílinn af leiðinni sem ég var með á númerinu þar sem hann gerði lítið úr hækkunum og lækkunum og soldið fúl yfir því að drykkjarstöðvarnar voru bara ekkert á réttum stöðum, heldur alltaf soldið lengra í burtu en ég gerði ráð fyrir, þrátt fyrir að vera búin að uppreikna miðað við mitt gps og síðustu drykkjarstöð.


Íslensku stelpurnar að byrja hlaupið saman.

Klifrið upp að Roco nublo var langt og ekkert sérstaklega hressandi neitt sko. Ég fór það hægt ætlaði mér að fara það hægt enda vissi ég að það væri langt. Mari nennti ekki rólegheitunum í mér og stakk mig af upp brekkuna. Þegar ég var loksins komin upp að þessum magnaða steini hittumst við aftur og ég var á undan henni inn á drykkjarstöðina í Garanon. Þar tók Elísabet á móti mér, píndi ofan í mig næringu, pasta og drykkjum, fór yfir búnaðinn minn, hvort eitthvað vantaði, bar á mig sólarvörn og passaði vel upp á mig. Ég ákvað að leita að klósetti því þrátt fyrir 4 immodium á leiðinni þurfti ég samt að kúka.

Á leiðinni á klósettið sá ég Mari rölta út af drykkjarstöðinni, hvatti hana áfram og vonaði að ég myndi ná henni seinna.  Ég skipti líka um bol og topp og var smurð upp á nýtt, þar sem ég ofsa viðkvæm fyrir nuddi. Ég fékk svo fararleyfi frá Elísabetu sem sagði að ég liti vel út og væri á góðu róli. Sem ég auðvitað trúði bara mjög vel. Jafnvel þótt ég væri aðeins farin að finna fyrir verk undir rifbeinunum vinstra megin, alveg eins og ég lenti í á HM. Niðurhlaupið er mér erfitt.

Rifbeinin að gefa sig
Eftir Garanon var bara rúmt maraþon eftir, það var svakalega heitt að vera í þurrum bol og topp, ég hlakkaði mikið til að svitna nóg til að fá kælingu frá fötunum. Til að byrja með komst ég ágætlega áfram en þegar kom að því að hlaupa niður stakk verkurinn undir rifbeinunum meira og meira. Ég notaði stafina, setti þá fyrir framan mig í niðurhlaupinu til að höggin yrði ekki jafn mikil en að lokum virkaði það bara ekki lengur. Mér var svo illt að ég bara labbaði. Ég gerði eins og á HM 2018, klæddi mig í buff sem ég tók sérstaklega með mér til að bregðast við þessu. Það hjálpaði en alls ekki nóg, 36 km eftir og ég sá fram á að labba það. Ég sendi væluvidjó á fjölskylduna sem vorkenndi mér og það var allavega gott að vita af þeim hugsandi til mín.


Hlaupið í fallegu landslagi.

Þá áttaði ég mig á því að ég var með verkjatöflur á mér. Ég gleypti þær í mig, hef aldrei gert það áður í hlaupi, verið of hrædd um að þær færu illa í magann en þarna voru það töflurnar eða ganga. Kannski var það immodiumið sem loksins virkaði, ég veit ekki hvað það var, en maginn var fínn og ca 30 mín seinna var mér farið að líða MIKiÐ betur undi rifbeinunum. En töflurnar hafa líka virkað á fæturna og allt í einu gat ég hlaupið og hlaupið.

Ég var rosalega hissa á sjálfri mér og fannst ég þjóta áfram. Það er rosalega góð tilfinning. Ég tók fram úr helling af fólki fannst mér, en var orðin stressuð yfir vatnsskorti. Það var farið að minnka í brúsunum mínum og enn nokkuð í drykkjarstöð, en ég hafði verið lengi á leiðinni þar sem ég þurfti að ganga svo mikið vegna verkja og hitinn mikill. Loksins þegar ég kom þar sem ég hélt að drykkjarstöðin ætti að vera var hún hvergi sjáanleg, vatnið var að klárast og hitinn minnkaði ekki. Ég þurfi að hlaupa allavega 3 km lengra en ég átti von á og því finnur maður fyrir í þessum hita. Á stígnum voru tveir hlauparar með stuttu millibili með starfsmenn stumrandi yfir sér. Ég fékk vatn hjá öðrum starfsmanninum og sá svo drykkjarstöðina örstuttu seinna. Vá hvað það var gott að fá meira vatn, fylla á brúsana og drekka pepsi. Var ég búin að ræða Pepsi eitthvað???

Næring er næring
Vá hvað ég elska pepsi á svona hlaupum. Drakk glas af því á öllum drykkjarstöðvum, sem betur fer var því helt í einhverja brúsa sem við helltum síðan úr í glösin okkar og þegar þangað var komið var ekki mikið gos eftir. Þarna fékk ég líka aftur kartöfluflögur, en þær eru æði.


Ferðinni heitið þangað upp.

Svo var bara haldið áfram, heilmikið hlaupið, aftur tekið fram úr sama fólkinu og áður, ég stoppa greinilega lengi á drykkjarstöðvum! Niðurhlaupið var groddalegt, hrikalegt og lítið hægt að hlaupa það þegar ég nálgaðist drykkjastöðina í ca 110km. Og þarna var allt í einu Mari, á góðu skriði niður eina groddalega brekku. Hún stoppar í byrjun næstu groddalegu brekku til að hughreysta vinkonu sína sem leið illa og var að hlaupa 65km. Ég heilsa vinkonunum aðeins og held svo áfram niður brekkuna. Heyri vinkonuna hvetja Mari aftur af stað en hún var nú eitthvað á því að fylgja vinkonu sinni í hennar vanlíðan. Ég heyri síðan að Mari ákveður að halda áfram. í 110 km voru loksins hinar frægu canari kartöflur, fullar af kolvetnum og salti. Mari kemur inn á drykkjarstöðina aðeins á eftir mér. Ég rölti út af drykkjarstöðinni, verkjalyfin farin að renna af mér og ég komst ekki alveg jafn hratt áfram og áður. Þá vissi ég að félagsskapur væri betri en að klára þetta ein, beið örlítið eftir Mari og við lögðum af stað í síðasta alvöru áfangann að mér fannst.

„Endalaus fokking brekka"
Þessi litla brekka á prófílnum var bara alls ekki svo lítil. Og þessi dalur var fokking endalaus! Úrið hennar Mari var orðið batteríislaust svo hún spurði mig reglulega hvað það væri mikið eftir og ég svaraði svo oft sama svarinu, við trúðum því hvorugar hversu hægt okkur gekk að vinna á þessum síðustu kílómetrum. Þarna ákváðum við að koma saman í mark. Við vorum búnar að vinna þetta svo mikið saman að það væri töff.

Og það gerðum við, drógum hvor aðra áfram. Um leið og færðin varð sæmileg hlupum við ótrúlega vel miðað við að vera að klára 128 km fjallahlaup. Ég var líka orðin spennt að klára undir 21 klst. Við rétt stoppuðum á síðustu stöðinni enda stutt eftir þar. Skelltum í okkur vökva og héldum áfram. Niður í árfarveginn, upp úr honum, aftur niður og aftur upp, þetta var orðið eins og eitthvað grín. Svo vorum við allt í einu komnar á ströndina, komnar í sandinn og hönd í hönd kláruðum við síðustu metrana.

Og við kláruðum!!!! Vá hvað það var magnað.

Hvað næst? Hvernig æfi ég? Hvað gerði ég?
Elísabet tók á móti mér og passaði upp á mig eins og ungabarn. Ég var allt of spennt til að komast í ró. Ég var svo spennt yfir Kötunni minni sem var enn á leiðinni og ákveðin í að taka á móti henni.

Ég bar slatta af Gu gelum og vöfflum með mér í bakpokanum. Ég borðaði ekkert af þessu, eina hlaupafæðan voru 3 pakkar af gúmmíi en það samsvarar ca 6 gelum. Hina næringuna fékk ég úr pepsi og mat á drykkjarstöðvunum. Ég þarf eitthvað að læra betur að borða þessi gel. Eða bara sætta mig við að borða það sem er í boði. Það virkaði a.m.k. ágætlega í þetta skiptið og ég var ekki orkulaus í hlaupinu.

Það var svo geggjað að sjá Kötu síðan koma í mark. Mér fannst við í alvöru rosa hetjur.

Það var notalegt að sitja dagana á eftir á sundlaugarbakkanum og hvíla sig. Planið var að koma fyrr heim en flugið var hentugast svona svo við fengum 3 daga í hvíld áður en við flugum aftur heim. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað það skipti mig miklu að fá svona hvíld.

Ekki fyrr en ég var komin heim og búin að vinna í tvo daga. Bæði fimmtudagskvöld og föstudagskvöld er ég gjörsamlega kúguppgefin af andlegri þreytu. Finn ekki fyrir neinum líkamlegum verkjum en þreytan er rosaleg að ég gat varla eldað kvöldmat. Svo ég er ofsalega þakklát fyrir hvíldina á sundlaugarbakkanum. 

Elsku Elísabet, takk fyrir allan stuðninginn og fræðsluna og umönnunina. Þú ert einstök.
Elsku Katrín takk fyrir að nenna þessari vitleysu með mér.


Markið.

Ég hélt ég yrði fullnægð, södd af hlaupum í einhvern tíma eftir þetta hlaup. En strax á bakkanum var ég farin að plana á fullu í huganum. Hvað næst? Hvernig æfi ég? Hvað geri ég?

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is