Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Pistlar/Vi­t÷l
Vi­t÷l
Yfirheyrslur
Pistlar Stefßns
Hlaupasumari­ mitt
S÷gur ˙r hlaupum
Frßsagnir hlaupara
Hugrenningar
Pistlar Sigur­ar P.
Frß umsjˇnarmanni
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Pistlar/Vi­t÷l  >  S÷gur ˙r hlaupum
23.3.2020
Pistill eftir HafdÝsi Gu­r˙nu Hilmarsdˇttur: Me­ skynsemina a­ lßni

Nú er komið hálft ár frá því ég hljóp yfir strikið. Mig grunaði ekki þá að ég yrði ekki farin að undirbúa mig fyrir stórt verkefni hálfu ári síðar en staðreyndin er sú að ég er enn í hægum uppbyggingarfasa. Mér líður vel, bæði á hlaupum og eftir æfingar en ég er búin að læra að ég er ekki besti dómarinn á hvað ég er fær um og hvað er skynsamlegast. Þar sem ég efaðist strax um hæfni mína til að meta framfarir og taka skynsamlegar ákvarðanir um keppnishlaup ákvað ég strax að fá aðstoð.


Hafdís í einni af mörgum hlaupaferðum sínum.

Skilaboð þjálfarans vonbrigði
Ég var svo heppin að Arnar Pétursson var tilbúin að taka að sér að leiða mig í gegnum uppbyggingu. Ég var samt sem áður alveg viss um að ég kæmist í 100 mílna hlaup í sumar og jafnvel eitthvað meira spennandi. Það var því mjög erfitt að heyra hann segja um áramótin að skynsamlegast væri að árið 2020 yrði ár án keppnishlaupa. Ég trúði því engan veginn, mér fannst það fráleitt og samdi við hann að taka ekki endanlega ákvörðun fyrr en í lok febrúar. Ég þurfti tíma til að sætta mig við að langþráð þátttaka í 100 mílna hlaupi yrði ekki að veruleika árið 2020 heldur í besta falli árið 2021.

Í lok janúar var ég búin að sætta mig við þessa niðurstöðu og skráði mig úr Val d‘Aran. Í desember ræddi ég einnig við Arnar um mögulega þátttöku í Frankfurt maraþoni í lok október en satt að segja fékk ég ekki eins góðar undirtektir með þá hugmynd og ég átti von á. Hann ítrekaði þá skoðun sína að líklega væri best að fara í gegnum árið 2020 án keppnishlaupa.  

Arnar Pétursson er einn besti hlaupari sem við höfum átt og hann er einnig einn besti þjálfari sem við eigum. Hann byggir þjálfun sína á því besta úr fræðunum og hann leggur mikla áherslu á hæg hlaup og hvíld. Þetta tvennt er gríðarlega mikilvægt og það sem mig hefur skort frá því ég byrjaði að hlaupa. Ég ákvað því þótt það væri erfitt að leyfa honum að vera mín skynsemisrödd og taka ákvarðanir fyrir mig.

Skynsemi ekki mín sterkasta hlið
Mínir helstu styrkleikar eru trú á eigin getu og seigla en þegar kemur að hlaupum hefur skynsemi aldrei verið mín sterkasta hlið. Þegar ég byrjaði að hlaupa árið 2008 þá skráði ég mig strax í hálfmaraþon og það hvarflaði aldrei að mér að ég gæti það ekki. Eftir að ég fékk fjallahlaupabakteríuna langaði mig strax lengra og hærra og það hvarflaði aldrei að mér að ég gæti það ekki. Þarna hefði dass af skynsemi líklega bjargað mér frá ofþjálfun en það sem ég hef lært af þessum leiðindum er ómetanlegt og líklega það besta sem gat komið fyrir mig.

Þeir sem finna fyrir gleðinni sem fylgir hlaupum skilja hvernig skynsemi getur fokið út um gluggann á augabragði. Það er svo gaman að hlaupa að allt sem heitir hvíld verður kvöð sem auðvelt er að sneiða hjá. Þá er hópþrýstingurinn einnig mikill og margir að skrá sig í spennandi og skemmtileg hlaup sem freistandi er að fara með í. Áður en maður veit af er dagskráin orðin ofhlaðin og álagið allt of mikið og óskynsamlegt.

Í lífinu erum við stanslaust að taka ákvarðanir, stórar og smáar og flestar getum við tekið án aðstoðar frá öðrum. Stundum eru möguleikarnir augljósir og okkar ákvörðun borðliggjandi en þó er ekki víst að það sé skynsamlegasta niðurstaðan. Stundum er skynsamlegast að fá aðra til að vega og meta möguleikana og leggja ákvörðunina í annara hendur.

Lítil fórn að færa
Mitt markmið er að geta hlaupið næstu 30 árin svo í því samhengi er eitt ár án keppnishlaupa mjög lítið. Eins og Arnar hefur réttilega bent mér á oftar en einu sinni getur skipt miklu máli að fara ekki of snemma af stað eftir ofþjálfun því afleiðingarnar geta orðið miklu verri en í fyrsta sinn. Það er því mikilvægt að taka skynsamlegar ákvarðanir í ferlinu og ef maður er ekki fær um það sjálfur þá er bara að fá skynsemina að láni einhvers staðar.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is