Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
1.11.2015
31.12.2015 - Gamlßrshlaup ═R

Gamlárshlaup ÍR fer fram í 40. sinn á Gamlársdag og hefst hlaupið kl. 12 frá Hörpu. Gamlárshlaup ÍR er einn stærsti hlaupaviðburður landsins og ríkir ávallt mikil stemning í hlaupinu þar sem þátttakendur mæta bæði með gleðina og metnaðinn í farteskinu. Hefð er fyrir því að hlauparar mæti í búningum sem setja skemmtilegan svip á hlaupið og eru veitt verðlaun fyrir bestu búningana. Jafnframt verður veittur fjöldinn allur af flottum útdráttarverðlaunum. Fylgist með á Facebook síðu hlaupsins.

Tími og staðsetning
Hlaupið er haldið á Gamlársdag 31. desember og er ræst stundvíslega klukkan 12:00 frá Hörpunni. Rásmarkið er á Sæbrautinni fyrir utan Hörpuna. Þátttakendur eru hvattir til þess að mæta tímanlega á keppnisstað og hafa hugfast að það getur tekið tíma að leggja bílum í miðbæ borgarinnar. Ráðlagt er að leggja í bílastæði Hörpunnar meðan rúm leyfir.

Skráning og afhending gagna
Forskráning er á hlaup.is til miðnættis 30. desember. Þátttökugjaldið hækkar eftir miðnætti þriðjudaginn 29. desember (hærra gjald 30. desember) og eru þátttakendur því hvattir til að forskrá sig tímanlega á hlaup.is. Forskráning fer jafnframt fram í ÍR heimilinu miðvikudaginn 30. desember á milli kl. 16:30 og 19:00.

Skráning á hlaupadag. Unnt er að skrá sig á hlaupadag í Hörpunni frá kl. 09:30-11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup, keppendur eru vinsamlegast beðnir um að virða tímamörkin.

Afhending gagna. Forskráðir geta sótt gögnin sín í ÍR heimilinu, Skógarseli 12, miðvikudaginn 30. desember á milli kl. 16:30 og 19:00. Afhending gagna á hlaupadegi verður í Hörpunni á hlaupdag á milli kl. 09:30 og 11:00 eða þar til 60 mínútum fyrir hlaup. Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að virða þau tímamörk.

Þátttökugjöld

Forskráðir fyrir miðnætti 29. desember:

 • 1.800 kr fyrir 16 ára og eldri (f. 1999 og fyrr)
 • 1.000 kr fyrir 15 ára og yngri (f. 2000  og síðar) 

Forskráðir 30. desember og skráning á keppnisstað:

 • 2.700 kr fyrir 16 ára og eldri (f. 1999 og fyrr)
 • 1.500 kr fyrir 15 ára og yngri (f. 2000  og síðar)

Vegalengd
10 km. Hlaupaleiðin er löglega mæld og viðurkennd af Frjálsíþróttasambandi Íslands.

Hlaupaleið og merkingar
Rásmark er á Sæbrautinni fyrir framan Hörpuna. Hlaupið er austur Sæbraut, niður Sægarða (við Holtagarða), norður Vatnagarða og áfram upp Klettagarða inn á Sæbraut aftur. Endamarkið er á planinu fyrir framan Hörpuna. Hér má sjá hlaupaleiðina: [kort - pdf]

Kílómetrar og beygjur eru vel merkt með keilum, flöggum og umferðarmerkjum. Starfsmenn hlaupsins munu vakta alla helstu staði. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér leiðina vel, m.a. hér á síðunni og í Hörpunni á keppnisdegi.


Gamlárshlaup ÍR á stærra korti

Tímataka og birting úrslita
Hver hlaupari færi tímatökuflögu með sínum skráningargögnum. Án flögu fæst enginn tími og flagan virkar eingöngu sé hún fest á skó. Skila þarf tímatökuflögum eftir hlaup. Flögutími gefur nákvæman persónulegan árangur hlaupara, óháð hve aftarlega í hópnum hann var við ræsingu. Einnig er tekinn tími frá því að startskot ríður af, sem kallast byssutími en það er sá tími sem gildir í keppninni og úrslit  eru ákvörðuð út frá honum eins og alþjóðlegar reglur um lögleg götuhlaup segja til um.

Tímatöku og brautarvörslu lýkur 90 mínútum eftir að hlaupið er ræst, kl. 13:30. Umferð verður hleypt á Sæbraut kl. 13:15 og verða hlauparar að sýna aðgát eftir þann tíma. 

Úrslit verða birt í rauntíma auk þess sem tímar verða sendir í sms-i til hlaupara. Úrslit fyrir verðlaunasæti eru staðfest við verðlaunaafhendingu en að öðru leyti telst birting úrslita á timataka.net sem lögleg birting á úrslitum.

Athugið. Samkvæmt reynslu síðustu ára koma alltaf upp einhverjar villur í stórum hlaupaviðburði á við Gamlárshlaup ÍR sem þarf að lagfæra t.d. vegna þess að tímatökuflögur hafa ruglast milli fólks eða önnur mannleg mistök. Í langflestum tilvikum þá leysast slíkar villur og eru endanlega leiðrétt úrslit birt eigi síðar en miðnætti 3. janúar 2016 á hlaup.is. Ábendingar um villur eða ef tíma vantar skal senda á hlaupstjóra eigi síðar en miðnætti 2. janúar með upplýsingum um nafn, kennitölu, hlaupanúmer og áætlaðan tíma og við reynum að lagfæra úrslitin sem allra fyrst. Einnig er gott að fá upplýsingar um einhverja sem þú þekkir og komu á svipuðum tíma í markið. 

Endanleg úrslit verða birt 3. janúar á ir.is þar sem þar verða formleg úrslit hlaupahaldara birt þótt þau verði jafnframt birt hér á hlaup.is.

Drykkjarstöðvar
Við Vatnagarða (u.þ.b. 5,5 km) verður boðið upp á vatn. Einnig verður boðið upp á Powerade drykki að hlaupi loknu.

Aldursflokkar

Keppt er í 8 flokkum karla og kvenna (alls 16 flokkar): 

 • 15 ára og yngri
 • 16 -18 ára
 • 19-29 ára
 • 30-39 ára
 • 40-44 ára
 • 45-49 ára
 • 50-54 ára
 • 55-59 ára
 • 60 ára og eldri

Verðlaun og verðlaunaafhending
Verðlaunaafhending fer fram í Hörpunni kl. 13. Veitt eru verðlaun fyrir þrjá fyrstu í mark í karla- og kvennaflokki og fyrsta karl og konu í aldursflokkum. 

Þátttakendur yngri en 15 ára fá þátttökuverðlaun, en öðrum  gefst kostur á að kaupa þátttökupening samhliða skráningu. Þátttökupeninga þarf að vitja inni í Hörpunni. 

Einnig verða veitt verðlaun fyrir besta karl- og kvenbúninginn auk verðlaun fyrir besta búningaþema hóps. 

Hlauparar sem hljóta útdráttarverðlaun fá afhenta miða þegar þeir koma í mark og verða að vitja vinninga inni í Hörpunni.  Ekki verður unnt að vitja útdráttarverðlauna eftir 14:30 á hlaupadag.

Salerni og fatageymsla
Í Hörpu verður aðstaða til þess að geyma fatnað auk salerni. Geymsla fyrir fatnað er staðsett í herbergi hægra megin inn ganginn við skráningarborðin. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði sem skilinn er eftir í geymslunni, annars staðar í Hörpu né á hlaupaleiðinni. 

Aðrar upplýsingar
Þar sem um götuhlaup er að ræða og umferð er mikil á hluta leiðarinnar eru þátttakendur beðnir að sýna varúð. Brautarvarsla verður við  gatnamót þar sem umferð er þyngst. Mælst er til þess að öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu. Einnig er mælst til þess að þátttakendur hlaupi ekki með hlaupakerrur eða álíka (baby joggers). 

Frekari upplýsingar
Hlaupstjóri: Inga Dís Karlsdóttir (ingadis@gmail.com - 695 4460)

Frjálsíþróttadeild ÍR: irfrjalsar@gmail.com 

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is