Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
18.4.2017
18.06.2017 - Sjˇvß Kvennahlaup ═S═ Gar­abŠ

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ fer fram sunnudaginn 18. júní í Garðabæ. Boðið er upp á þrjár vegalengdir; 2 km skemmtiskokk, 6 km náttúruhlaup sem er ný leið og 10 km vegalengd með og án tímatöku. Í fyrsta sinn í sögu Kvennahlaupsins í Garðabæ er boðið upp á tímatöku í 10 km vegalengdinni fyrir konur. Konur ráða því hvort tími er tekinn eða ekki og veitt verða verðlaun fyrir 1-3 sæti eftir tíma. 

Áherslan og gildin í Kvennahlaupi Garðabæjar verða áfram þau sömu; skemmtun og samstaða kvenna á öllum aldri þar sem hver kona kemur í mark á sínum forsendum með bros á vör.

Sala á bolum og skráning fer nú fram með rafrænum hætti hér á www.hlaup.is. Á hlaup.is er valin vegalengd sem hlaupin er og bolastærð.  Bolir eru síðan afhentir í Ásgarði ásamt hlaupagögnum.

Bolasala verður einnig með hefðbundnum hætti á hlaupadegi sunnudaginn 18. júní á Garðatorgi milli kl. 11:00 og 13:30

Tími og staðsetning
Hlaupið fer fram í Garðabæ við Garðatorg sunnudaginn 18. júní. Hlaupið byrjar frá Garðatorgi kl. 14:00.

Vegalengdir
Boðið er upp á þrjár vegalengdir 2 km, 6 km og 10 km.  Hlaupin byrja við innkeyrsluna inn á Garðatorgið og hlaupið er niður Vífilsstaðaveginn í vestur. 

Nýtt: Forskráning á netinu og  afhending bola og hlaupagagna

Hægt er að skrá sig rafrænt í allar vegalengdir í Kvennahlaupinu í Garðabæ á hlaup.is. Bolir og hlaupagögn verða afhent í íþróttahúsinu Ásgarði og á Garðatorgi á hlaupadegi:

  • Fimmtudaginn 15. júní milli 16:30 og 19:00, Ásgarður.
  • Föstudaginn 16. júní milli kl. 16:30 og 19:00, Ásgarður.
  • Sunnudaginn 18. júní milli kl. 11:00 og 13:00, Garðatorgi.

Bolasala og skráning í hlaupið verður áfram með hefðbundnum hætti eins og undanfarin ár og hægt er að skrá sig í hlaupið og kaupa boli í Ásgarði á fimmtudaginn 15. júní, föstudaginn 16. júní og á Garðatorgi um morguninn 18. júní fyrir hlaup.  

Opið er fyrir rafræna forskráningu til miðnættis föstudags 16. júní og greitt er með kreditkorti eða debetkorti.

Þátttökugjald
Þátttökugjaldið/bolir er það sama og í fyrra. 

  • 2.000 kr. fyrir 13 ára og eldri (f. 2004 og fyrr)
  • 1.000 kr. fyrir 12 ára og yngri (f. 2005 og síðar)

Nýtt: ferðavinningur í útdráttarverðlaun
Við komu í mark fá allir þátttakendur verðlaunapening fyrir þátttökuna. Veitt verða verðlaun fyrir 1-3 sæti kvenna í 10km vegalengdinni.

Þeir sem skrá sig í Kvennahlaupið í Garðabæ rafrænt á hlaup.is fyrir miðnætti föstudaginn 16. júní, geta átt von á ferðavinning í útdrætti. Dregið verður um ferðavinninginn á Garðatorgi og vinningur afhentur þar.  

Hlaupaleiðir
10 km leiðin - breytt leið:

Hlaupið hefst við Garðatorg.  Hlaupið er vestur niður Vífilstaðaveginn.  Hlaupaleiðin er nánast sú sama og 2016 en með einni breytingu þó þar sem farið er í átt að Ásahverfinu. Hlaupið er vestur niður Vífilsstaðaveg og í undirgöng undir Hafnarfjarðarveginn og strax til hægri á göngustíg.  Farið er niður að hringtorginu fram hjá Sjávargrund og beygt til vinstri á hringtorginu  í átt að Sjálandsskóla og áfram eftir Vífilsstaðvegi að næsta hringtorgi.

Við hringtorgið er beygt til vinstri inn á Hraunholtsbraut fyrir neðan Ásahverfið og farið að næsta hringtorgi.  Þar er snúið við farið til baka eftir göngustígnum sem liggur samhliða Hraunholtsbraut í átt að Sjálandi aftur og framhjá Sjálandsskóla við sjávarsíðuna. 

Farið er áfram eftir sjávarsíðunni í átt að Arnarnesi. Komið er að undirgöngum við Arnarnes, farið undir Hafnarfjarðarveginn og eftir göngustígnum norðan meginn við Arnarneslæk að Fjölbrautaskóla Garðabæjar. Þaðan er farið áfram hringtorgin þrjú í átt að Hnoðraholti.  Inn á nýja göngustíginn meðfram Reykjanesbrautinni, undirgöng undir Reykjanesbrautina, meðfram golfvellinum og í átt að Vífilsstöðum.  

Við gatnamót Vetrarbrautar og Vífilsstaðavegar er beygt til vinstri og farið vestur eftir Vífilsstaðavegi í átt  að Garðatorgi og endað með markið þar. 

 KvennahlaupKort10kmB

6 km náttúruhlaupa-leiðin: 
Hlaupið hefst við Garðatorg á Vífilsstaveginum, beygt inn á Stekkjarflöt, farið upp Garðaflöt og svo niður Hagaflötina að Bakkaflöt og beint áfram út í Suðurhraunið á göngustígnum og hlaupið eftir göngustígnum að undirgögnum við Reykjanesbraut nær Vífilsstöðum.  Farið inn í undirgöngin til hægri og í austur eftir nýja malbikaða stígnum neðan við Vífilsstaðaspítala og hann út á enda.  Þar er beygt til vinstri upp Elliðarvatnsveg í norður og farið inn á malarstig til vinstri í átt að Vífilsstaðaspítala, inn á bílaplanið á Vífilsstöðum og vestur eftir honum og niður á Garðatorg. 

 KvennahlaupKort6km

2 km Skemmtiskokk

Skemmtiskokkið hefst á eftir náttúruhlaupinu. Hlaupið er  í vesturátt niður Vífilsstaðaveg og beygt strax inn til vinstri á Stekkjarflöt og aftur til vinstri inná Garðaflöt.  Farið er næst til hægri inn á Smáraflöt og hana alla og upp aftur á Garðaflöt til hægri og hana á enda.  Farið til hægri inn á Hagaflöt en strax til vinstri inn á Móaflöt í austur þar til komið er að Brúarflöt.  Beygt til vinstri upp Brúarflöt og inn á Vífilsstaðaveg til vinstri og hlaupið í vestur niður Vífilsstaðaveg að Garðatorgi þar sem hlaupið endar. 

KvennahlaupKort2km

Salerni og geymsla fatnaðar
Salernisaðstaða er staðsett inn á Garðatorgi. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði eða öðru sem skilið er eftir á torginu né á hlaupaleiðinni.

Aðrar upplýsingar
Þar sem um götuhlaup er að ræða eru þátttakendur beðnir um að sýna varúð.  Brautarvarsla verður víða og við gatnamót þar sem lokað verður fyrir umferð.  Mælst er til þess af öryggisástæðum að þátttakendur noti ekki iPod eða önnur álíka tæki í hlaupinu.

Nánari upplýsingar um Kvennahlaupið í Garðabæ má finna á FB síðu hlaupsins Kvennahlaupið í Garðabæ

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
Anna Anna
12.6.2017 13:18:13
Hvernig eru bolirnir ß litinn Ý ßr?
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is