Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
27.5.2018
27.08.2018 - Fßskr˙­sfjar­arhlaupi­

Fáskrúðsfjarðarhlaupið er nú haldið í tólfta sinn í tengslum við hátíðina „Franska daga" á Fáskrúðsfirði.

Tímasetning
Föstudagurinn 27. júlí. Athugið að ræst verður í 5km og 10km kl. 17 en í 21km verður ræst klukkustund fyrr eða kl. 16.

Skráning og mæting
Skráning er á netfanginu faskohlaup@gmail.com en einnig er hægt að skrá sig á staðnum á hlaupdegi frá kl. 15:30. Mæting er rétt utan við Franska spítalann við Hafnargötu í Búðaþorpi í Fáskrúðsfirði og þar verður hlaupið ræst.

Vegalengdir
Þrjár vegalengdir eru í boði: 5, 10 og 21 km.

Hlaupaleið
Hlaupið hefst rétt utan við Franska spítalann við Hafnargötu og er hlaupið út með norðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Hlaupaleiðin er malbikuð en möl út við vegarbrún. Þrjár vegalengdir eru í boði: 5, 10 og 21 km. Í hálfa maraþoninu er hlaupið rétt út fyrir Kolfreyjustað og til baka, í 10 km hlaupinu er snúið við nálægt Brimnesi og í 5 km hlaupinu er snúið við nálægt Kappeyri.

Tímataka og drykkjarstöðvar
Tímataka er á öllum vegalengdum. Í 5 km hlaupinu er drykkjarstöð á snúningspunkti við Kappeyri, í 10 km hlaupinu er drykkjarstöð við Brimnes (5km) þar sem snúið er við. Í hálfa maraþoninu eru drykkjarstöðvar við Kappeyri (2,5 km), við Brimnes (5 km), rétt utan við Kolfreyjustað (10 km) þar sem snúið er við og svo aftur við Brimnes  og Kappeyri. Boðið verður upp á drykki og hressingu í marki að hlaupi loknu.

Verðlaun
Verðlaunapeningar eru veittir fyrir fyrstu þrjú sæti karla og kvenna í 5, 10 og 21 km. Einnig eru veittir farandbikarar fyrir fyrsta sæti kvenna og karla í öllum vegalengdum. Þar að auki eru verðlaun fyrir fyrstu sæti karla og kvenna í öllum vegalengdum.

Þátttökugjald
Þátttökugjald er 1.000 kr. Mögulegum ágóða af hlaupinu verður varið í að styrkja gott málefni.

Upplýsingar
Upplýsingar um hlaupið eru á vefsíðu hlaupsins. Einnig má senda póst á netfangið faskohlaup@gmail.com.

Saga hlaupsins
Fáskrúðsfjarðarhlaupið var fyrst haldið árið 2007 en þá var hlaupið frá Franska spítalanum þar sem hann stóð í Hafnarnesi, sunnan megin í Fáskrúðsfirði. Hlaupinu var ætlað að vekja athygli á þessu merka húsi og sögu þess en einnig að hvetja fólk til hreyfingar og útivistar. Frakkar reistu spítalann í þorpinu á Búðum í Fáskrúðsfirði árið 1903 en Fáskrúðsfjörður var aðalbækistöð franskra sjómanna á austfjörðum. Franski spítalinn var fluttur út í Hafnarnes 1939 þar sem hann var nýttur sem íbúða- og skólahús. Spítalinn var fluttur aftur í Búðaþorp haustið 2010 og hófust þá framkvæmdir við endurbyggingu hans sem lokið var árið 2014. Þetta glæsilega hús er nú til mikillar prýði í þorpinu og í því er starfrækt hótel.

Öryggi
Almennt er lítil umferð ökutækja á hlaupaleiðinni en þó eru þátttakendur minntir á að þeir hlaupa á eigin ábyrgð og hvattir til að nota skærlitan fatnað til að auka öryggi.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is