Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Dagbˇk
20.4.2020
20.06.2020 - Sau­fellshlaupi­

Sauðafellshlaupið 2020 fer fram í sjöunda sinn laugardaginn 20. júní.

Staður og tími
Hlaupið hefst og endar við brúsapallinn á Erpsstöðum í Dölunum. Hlaupið hefst kl. 11.

Vegalengd
Rúmir 12 km.

Hlaupaleið
Hlaupið er eftir þjóðvegi 60 að Fellsenda og upp veg 585, á Fellsendabrekkunni er stefnan tekin uppá Sauðafellið.   Hlaupið fellið þvert og niður hjá bænum Sauðafelli og komið að þjóðvegi 60 á ný og þaðan hlaupið eftir veginum að Erpsstöðum. Hlaupaleiðin er rúmir 12 km.

Þetta er skemmtileg leið, ekki mjög erfið þó helmingur hennar sé utanvegar eða eftir slóðum, útsýni er fallegt yfir sveitina og út Hvammsfjörðinn. Þeir sem vilja frekar hlaupa eftir vegi, geta tekið hringinn eftir þjóðvegunum 60 og 585, þá skiljast leiðir hlaupara við Fellsenda, sú leið er um 15 km. ( til valið fyrir þá sem vilja vera með og hjóla)

Skráning og þátttökugjald
Óskað er eftir að þátttakendur tilkynni þátttöku á Fésbókarsíðu hlaupsins. Þátttökugjald er 1.000 kr. Gott er að mæta tímanlega og ganga frá skráningu. Þátttökugjaldið  mun renna óskipt til félagasamtaka.

Annað
Eftir hlaupið býður Rjómabúið Erpsstaðir uppá kaffi og rjómaís! Allir fá heimagerðan orkudrykk er þeir koma á endastöð- ískalda skyrmysu og/eða rabbabaramysu.   Það verður ein drykkjarstöð á leiðinni, við bæinn Fellsenda.

Hlaupandi eða gangandi hver á sínum hraða. Yngsti þátttakandinn sem hefur tekið þátt er 9 ára og elsti 80 ára. Þetta er tímalaust hlaup, og hver tekur tíma á sér ef hann vill. Þó ber að geta fyrir þá sem vilja slá met að Strandamaðurinn Birkir hljóp á 58 mín 2017.  Besti tími 2018 var 58,20

Fyrir þá sem vilja ganga þá er mæting á Erpsstaði og skutl þaðan að Fellsenda kl 10:15 þar sem gangan hefst.  Göngumenn fara um 8 km, stálpuð börn geta auðveldlega farið þetta í fylgd með forráðamönnum. Göngumenn keyrðir frá Erpsstöðum að Fellsenda kl 10:15

Boðið verður uppá barnagæslu á Erpsstöðum meðan á hlaupinu stendur, leikir og dýrin á bænum skoðuð. Skrá þarf í gæsluna með því að senda skilaboð hérna á síðunni.

Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar má fá á Fésbókarsíðu hlaupsins þegar nær dregur.

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is