Í hlaupum viljum við ná sem mestu súrefni og þá dugar ekki að anda bara með nefinu. Öndum bæði með nefi og munni. Flestir hlaupa í öndunartakti 2/2, þe. 2 skref á innöndun og 2 skref á útöndun eða 3/3 á hægara tempói. Á miklum hraða eru sumir með taktinn 2/1 eða 1/1. Flestum hættir til að vera með of grunna öndun, reyndu að klára vel innöndun áður en þú andar út, og útöndun áður en þú andar inn.
Gunnar Páll Jóakimsson.
|