Hausmynd2018-RM2017
Squeezy Sport Nutrition
Frˇ­leikur
Byrjendur
Almennur frˇ­leikur
Rß­gj÷f
  Um rß­gj÷fina
  Sigur­ur P.
  Sigurbj÷rn ┴rni
  Gunnar Pßll
  Gauti
  FrÝ­a R˙n
  Torfi
  Ůjßlfun
  Undirb˙ningur fyrir hlaup
  Mei­sli
  NŠringarfrŠ­i
  Ţmislegt
  Spurt og svara­
Ăfingaߊtlanir
Eldri kannanir
Hlauphaldarar
Reglur
Framfarir - FÚlag
UmrŠ­ur
V÷rukynningar
Rvk. mara■on ═sl.banka
Leit
┴hugavert
Hlaupadagskrß 2020
Skrßningar Ý hlaup
Panta prˇgram
100km hlauparar
FÚlag mara■onhl.
HvÝtt bil 10 ß hŠ­
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 3
Ăfingadagbˇk - 115x79
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 1
hlaup.is ß Facebook
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
English
HvÝtt bil 10 ß hŠ­ - 2
Póstur torfi@hlaup.is
Frˇ­leikur  >  Rß­gj÷f  >  FrÝ­a R˙n
28.1.2010
A­ komast Ý gott form eftir barnsbur­ - FRŮ

Spurning
Mig langar að beina eftirfarandi spurningu til Fríðu Rúnar.

Þannig er að ég á von á fyrsta barni fljótlega og var rosa dugleg að æfa hlaup áður en ég varð ólétt. Ég gat lítið sem ekki neitt hlaupið á meðgöngunni en hef verið að æfa 4-5 sinnum í viku og hef gert það alla meðgönguna en þá er ég að hjóla, á skíðavél og lyfta. Ég er búin að þyngjast um 20 kg á meðgöngunni sem er nokkuð eðlileg þyngdaraukning og miðað við hæð er líkamsþyngdin eðlileg. Ég hef passað mataræðið mitt á meðgöngunni en hef þó leyft mér smá óhollustu án þess þó liggja í henni.

Ég var komin í rosa gott hlaupaform fyrir meðgöngu og er aðallega að spá í hvort ég verði lengi að endurheimta þetta form aftur og hvort ég verði lengi að bæta mig.

Ég ætla að byrja að hlaupa eins fljótt og ég get eftir fæðingu og er tilbúin að taka stíft æfingaprógramm til að ná upp fyrra formi á sem skemmstum tíma og jafnvel að bæta mig og kannski að þú getir gefið mér ráðleggingar hvernig sé best að byrja.

Svo hef ég líka heyrt að konur sem hafa átt barn/börn séu jafnvel í betra formi en áður og langaði kannski að vita hvort að þú hafi reynslu af því?

Svar

Sæl Linda

Það eru nokkur ráð sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi það að komast í form aftur eftir barnsburð. Fyrsta er að fara hægt af stað, hlusta á líkamann og fara eftir ráðleggingum frá ljósmóður eða lækni. Það að fara of hratt af stað getur orðið til þess að þú færð bakslag og verður lengur að komast í fyrra form.

Eftir því sem formið er betra fyrir, þeim mun betri grunn hefur þú á að byggja og þeim mun fyrr kemst þú í þitt fyrra form. Enginn getur í raun sagt til um það hversu langan tíma það tekur, það fer eftir því hversu skynsöm þú ert, hversu gott mataræðið þitt er og hvernig þú hugsar um sjálfa þig varðandi svefn og hvíld.

Í þínum sporum þá myndi ég byrja á að ganga úti fyrstu vikuna til að komast af stað aftur. Ganga úti með vagninn er lúmskt erfitt og hægt er að gera það erfiðara með því að velja gönguleiðir með mismunandi löngum og bröttum brekkum en erfiðar göngur með vagninn ættu þó að bíða aðeins. Í framhaldinu getur þú svo orðið þér úti um hlaupakerru sem þú getur hlaupið með á undan þér, dálítið amerískt, en gott "concept".

Í framhaldi af göngunum þá myndi ég hafa hreyfinguna fjölbreytta eins og þú hefur verið að gera. Úthaldsæfingar í bland við alhliða tækjaþjálfun til að halda áfram að byggja upp þol og styrk. Úthaldsæfingarnar ættu að vera léttar til að byrja með, til að mynda hjól, cross-trainer og göngubrettið. Þolæfingar þar sem þú mæðist aðeins en ekki þannig að þú framleiðir mikla mjólkursýru. Skipulagðar æfingar þrisvar sinnum í viku fyrstu vikunnar sem þú æfir ætti að vera hæfilegt í bland við gönguferðir úti við. Gott getur verið að fara í mömmutíma með barnið þegar það hefur aldur til. Þar gerir þú styrkjandi æfingar og teygjur sem hjálpa til við að koma þér í sem best form aftur undir stjórn kennara sem þekkir vel til og er hafsjór af góðum ráðum og hvatningu.

Ég tel að erfið hlaup henti ekki strax í byrjun. Mundu að það að vera góður hlaupari krefst mismunandi þjálfunar; styrktaræfingarnar, þolæfingarnar, liðleikaæfingarnar og öll smáatriðin sem þú gefst þér kannski ekki tíma í áður munu nýtast vel sem grunnur fyrir hlaupaþjálfunina. Gæði er það sem skiptir mestu ekki endilega magnið.  

Nú eins og áður er vatnsdrykkja gífurlega mikilvæg þar sem þú þarft að hafa nægan vökva til að framleiða brjóstamjólkina. Annað í sambandi við það er að ef þú tekur of erfiðar æfingar þar sem líkaminn þinn framleiðir mikla mjólkursýru, þá getur það haft áhrif á bragðið af brjóstamjólkinni og það getur haft áhrif á það hversu vel barnið drekkur, það er önnur ástæða þess að reyna ekki allt of mikið á sig. Ég er algerlega á móti fæðubótarefnum á meðgöngu og við brjóstagjöf. Konur geta fengið öll orkuefnin og næringarefnin út hollu og fjölbreyttu mataræði og það er alls ekki áhættunnar virði að taka einhver fæðubótarefni sem mögulega geta farið út í brjóstamjólkina og skaðað barnið.

Það er mjög algengt að íþróttakonur og konur sem voru í mjög góðu formi fyrir barnsburð komi enn sterkari til baka, enda krefst það orku og styrks að ganga með og ala barn. Þú átt því án efa eftir að ná að bæta þig töluvert í hlaupunum í framtíðinni

Gangi þér vel

Fríða Rún

 

Til baka
 
 
Athugasemdir
 
 
Settu inn athugasemd:

 
Sportv÷rur 2XU Jan 2020
HvÝtt bil 5 ß hŠ­ - 3
 
© Allur rÚttur ßskilinn. Birting ß ■essu efni ß ÷­rum mi­lum er ˇleyfileg nema me­ leyfi hlaup.is