|
24.8.2013 |
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka |
Reykjavík, 24. ágúst 2013
Vegalengdir: 3 km skemmtiskokk, 10 km, 21,1 km og 42,2 km
Í úrslitaskránum eru 2 tímar gefnir upp, tími (byssutími) og flögutími. Byssutíminn er opinber tími í hlaupinu en flögutíminn er í raun sá tími sem tók viðkomandi hlaupara að hlaupa vegalengdina. Byssutíminn er alltaf notaður til að skera úr um röð hlaupara í hlaupunum og úthluta sætum. Í 21,1 km og 42,2 km hlaupinu eru líka birtir millitímar sem mældir eru með flögunni á nokkrum stöðum á brautinni.
Úrslit í öllum greinum:
|
Til baka |
|
|
|
Athugasemdir |
|
|
Gísli Þór Gíslason
25.8.2013 10:41:09
Ágæti viðtakandi.
Þegar byssutími er sá sami ræður þá ekki flögutími röðuninni í 10 km Reykjavíkurmaraþoni 2013?
621 50:15 49:55 Pétur Rúnar Guðnason 1975 IS111 9333
622 50:15 49:53 Elías Sverrir Magnússon 1998 IS203 5259
623 50:15 49:52 Gísli Þór Gíslason 1961 Valur skokk A IS108 5199
og einnig tók ég eftir þessu hjá þessum aðilum en fór ekki í frekari rannsóknarvinnu. Gæti verið víðar.
625 50:17 49:52 Þorsteinn Kristinn Ingólfsson 1996 IS225 5305
626 50:17 49:20 Hjalti Harðarson 1976 IS105 7619
og
656 50:42 50:26 Bára Ægisdóttir 1961 IS270 6089
657 50:42 50:09 Ásta Margrét Benediktsdóttir 1976 IS550 5963
Kveðja
Gísli Þór Gíslason
|
|
Torfi H. Leifsson
25.8.2013 14:16:39
Venjan er sú að þegar byssutími er sá sami, þá ræður röð keppenda í mark því hvar þeir lenda á úrslitalistunum. Ástæðan er m.a. sú að ef t.d. tveir aðilar eru með sama byssutíma og keppa um sigur í hlaupinu, þá væri einkennilegt að hengja sigurverðlaunin á þann sem kæmi síðar í mark, þrátt fyrir að hann hefði betri flögutíma. Auðvitað er þetta ekki mjög líkleg staða þar sem þeir bestu eru yfirleitt fremst í röðinni, en þetta getur haft áhrif á röð í aldursflokkum og þá þurfa menn að koma sér saman um einhverja reglu og hún er sú að láta röð í mark ráða röðinni á úrslitalistum, eins og ég nefndi fyrir ofan. Menn geta svo deilt um það hvort þetta sé skynsamlegra en að láta flögutímann ráða en báðar leiðir hafa kosti og galla.
|
|
Vigfús Eyjólfsson
25.8.2013 23:34:17
Er ekki tíminn mældur upp á sekúndubrot þótt hann sé birtur upp á sekúndu? Ólíklegt að menn séu með sama tíma upp á sekúndubrot.
|
|
Settu inn athugasemd:
|
|
|
|