Átta Íslendingar taka þátt í HM í utanvegahlaupum í Penyagolosa þjóðgarðinum á Spáni á laugardaginn. Íslendingarnar komu til Spánar á þriðjudaginn og eru nú að leggja lokahönd á undirbúninginn, kynna sér hlaupaleiðina og fínpússa síðustu smáatriðin.
Íslenski hópurinn:
Guðni Páll Pálsson
Elisabet Margeirsdottir
Daníel Reynisson
Sigurjón Ernir Sturluson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
Hildur Aðalsteinsdóttir
Sigríður Einarsdóttir
Hetjurnar hafa lagt mikið á síg í undirbúningum og meðal annars hlaupið kappklædd innandyra á hlaupabretti til þess að venja sig við þann mikla hita sem verður í hlaupinu. „Ég er í ullarbol undir, í vatnheldum buxum og vatnsheldum jakka og með húfu og vettlinga. Maður hefur oft lent í miklum hita. Lent í kannski 30 stiga hita sem maður er ekki vanur. Þannig að í ár ákvað ég að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að kvarta bara yfir því," sagði Guðni Páll, um undirbúninginn á miðri æfingu í viðtali við Vísi í síðustu viku.
Hlaupið er 85 km með 5000m hækkun með mjög tæknilegum brekkum. Hlaupararnir leggja af kl 4.00 að íslenskum tíma á laugardaginn.
Hægt er að fylgjast með íslenska liðinu á Snapchat reikning Sigurjóns Ernis (sigurjon1352) sem er duglegur að gefa hlaupasamfélaginu innsýn inn í undirbúninginn.
Fésbókarsíða íslenska liðsins.
Hér að neðan má sjá myndband af íslenska liðinu í brautarskoðun í vikunni.