Guðni forseti tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu - hitaði upp í Jökulsárhlaupinu

birt 15. ágúst 2018

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ætlar að hlaupa hálfmaraþon í Reykjavíkurmaraþoninu á laugardaginn, rétt eins og hann hefur gert undanfarin ár. Guðni hefur lengi verið viðloðandi íslenska hlaupasamfélagið og um árabil tekið þátt í hinum ýmsu almenningshlaupum. Hann hefur hvergi slegið slöku við eftir að hann tók við embætti forseta landsins enda engin ástæða til þó hugsanlega gefist minni tími til æfinga.


Guðni Th. í fríðum hópi hlauparara í Reykjavíkurmaraþoninu 2016.

Forsetinn okkar hitaði upp um síðustu helgi þegar hann hljóp hálft maraþon í Jökulsárhlaupinu, þar sem hann hafnaði í sjöunda sæti af 61 keppanda á 02:19:53. Góður tími það, ekki síst fyrir hlaupara á sextugsaldri.

Það verður spennandi að fylgjast með Guðna og öllum hinum þúsundunum sem ætla að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á næsta laugardag. Skyldi Guðni ná að bæta tíma sinn frá því í fyrra þegar hann hljóp hálfmaraþonið á 01:46:23 eða tíma sinn frá 2016 þegar hann hljóp á 01:42:43?