birt 11. maí 2004

Adidas hefur þróað nýja hlaupaskó sem eru þannig gerðir að innbyggð tölvustýring stillir mýktina á fjöðruninni. Tölvan (20 megariða örgjörvi), stýrir mótorum sem breyta fjöðruninni með vírum sem togað er í eða slakað á, eftir því hvernig stöðu fóturinn er í og hvernig umhverfið er. Á bak við þessa skó er þriggja ára þróunarvinna og verða þeir að minnsta kosti tvöfalt dýrari en venjulegir hlaupaskór. Hér á Íslandi gætu þeir kostað um 30-35 þúsund krónur út úr búð. Skórnir koma á markað í desember 2004. Skórnir heita Adidas 1.

Bæði Nike og Adidas hafa verið að prófa sig áfram með óhefðbundna hönnun á skóm, þar sem ýmsar útfærslur á fjöðrunarbúnaði hafa verið prófaðar, með misjöfnum árangri þó. Hlaupasíðan bíður spennt eftir þessari nýjung, sem krefst þess að skipt sé um batterí á 100 klst fresti. Ef þessar klst eru miðaðar við notkun á skónum og við skoðum endingatíma miðað við meðalhraða 5 mín/km, þá endast batteríin í 1200 km. Skyldi fjöðrunin virka ?

Nýji Adidas 1 skórinn