uppfært 03. nóvember 2020

Fjallað er ítarlega um hlaup.is í nýjasta þætti Hlaupalífs Hlaðvarps sem íslenska hlaupasamfélagið þekkir vel. Hlaupalíf Hlaðvarp hefur notið mikilla vinsælda undanfarin misseri en hlaðvarpið er í umsjón hlaupaparsins Elínar Eddu Sigurðardóttur og Vilhjálms Þórs Svanssonar. Í hlaðvarpinu er fjallað um hlaup frá hinum ýmsu hliðum.

Í nýjasta þættinum er langt viðtal við Torfa H. Leifsson, umsjónarmann og stofnanda hlaup.is þar sem hann er spurður um sögu vefsins, tilganginn, mikla vinnu í kringum hlaup.is og síðast en ekki síst nýja útgáfu af vefnum og háleitar hugmyndir um framhaldið. Óhætt er að mæla með hlaðvarpinu sem nálgast má á öllum helstu hlaðvarpsveitum undir Hlaupalíf Hlaðvarp.

7T4A2423
Torfi H. Leifsson stofnandi og umsjónarmaður hlaup.is.