Í minningu Guðmundar Karls...Farandbikar í Reykjavíkurmaraþoni

birt 03. ágúst 2004

Guðmundur Karl Gíslason var meðal fremstu maraþonhlaupara landsins á undanförnum árum. Hann hóf að stunda langhlaup árið 2000, þá 21 árs gamall. Framfarir hans í langhlaupum voru mjög örar og á rúmum tveimur árum  hljóp hann samtals 12 maraþonhlaup. Þar af sigraði hann þrjú slík hlaup. Nánari upplýsingar um hlaupaferil Guðmundar er að finna á vefslóðinni:

http://www.hi.is/~agust/ymisl/myndir/gkg7904/gkg7904.htm

Guðmundur andaðist af slysförum 7. júní síðastliðinn.  Í minningu hans verður veittur farandbikar í lok Reykjavíkurmaraþons, þeim Íslendingi á þrítugsaldri, sem kemur fyrstur í mark í heilu maraþoni. Þá mun Flugleiðir hf gefa  sigurvegaranum farseðil til Evrópu, sem gæti nýst til afreka í borgarhlaupi á erlendri grund. Mynd af farandbikarnum er að finna á vefslóðinni:

http://www.hi.is/~agust/ymisl/myndir/gkg7904/gkgbikar.htm