Nýtt hlaup JÖKULSÁRHLAUP verður haldið laugardaginn 31. júlí 2004.
Jökulsá á Fjöllum á upptök sín í Vatnajökli og rennur til sjávar í Öxarfjörð. Við hálendisbrúnina lækkar landið og áin steypist í stórum fossum niður í gljúfrin sem eru við hana kennd. Jökulsárgljúfur eru ein stærstu og hrikalegustu árgljúfur á Íslandi, um 25 km löng, ½ km á breidd og dýptin víða um eða yfir 100 m.
Hlaupið verður annars vegar frá Dettifossi niður í Ásbyrgi, og er það um 30 km leið, og hins vegar frá Vesturdal í Ásbyrgi, 12 km leið, en sú leið hentar bæði hlaupurum og göngufólki. Hlaupin byrja kl. 12:00
Nánari upplýsingar á www.kelduhverfi.is eða hjá Maríu Jónsdóttur, marijo@hi.is. Einnig nánari lýsing hér á hlaup.is.