Meira en 100% fjölgun í Fjögurra skóga hlaupinu

birt 03. ágúst 2018

Fjögurra skóga hlaupið í norðlenskri blíðu.192 hlauparar tóku þátt í Fjögurra skóga hlaupinu sem fram fór 28. júlí síðastliðinn í fínasta hlaupaveðri. Það er meira en 100% fjölgun frá því í fyrra þegar 82 hlauparar tóku þátt. Þetta er sannarlega vitnisburður um gott starf hlaupahaldara sem og aukin áhuga á utanvegahlaupum.Fjöldi þátttakenda er ekki síst áhugaverður í ljósi þess hlaupið er ekki haldið á höfuðborgarsvæðinu heldur norður í landi. Það er því ljóst að Fjögurra skóga hlaupið sem hingað til hefur verið hóflega stórt er enn frekar að festa sig enn betur í sessi sem frábært hlaup rétt eins og mörg önnur frábær hlaup sem haldin eru úti á landi.Hvatning til hlaupasamfélagsinsÞessi tíðindi ættu svo sannarlega að hvetja gamla og nýja hlaupahaldara úti á landi (og á höfuðborgarsvæðinu) til að halda áfram sínu frábæra starfi og gefa ennfrekar í. Það er alltaf að færast í vöxt að íslenskir hlauparar ferðist um landið til að taka þátt í almenningshlaupum enda frábært að tvinna saman ferðalög og hlaup, innanlands jafnt sem utan.

Hlaupahaldarar á landsbyggðinni eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir vinnu sína enda starfsumhverfi þeirra um margt ólíkt starfsbræðra þeirra á suðvesturhorninu.

Hlaup.is minnir hlaupara á að að gefa hlaupum einkunn. Þá viljum við hvetja hlaupahaldara til að minna þátttakendur á einkunnagjöf hlaup.is.

Hlaup.is vill að lokum hvetja hlaupahaldara til að senda okkur skemmtilega „uppgjörspistla" eftir hlaup sín. Saman aukum við veg íslenska hlaupasamfélagsins.