Meistaramót öldunga fer fram á Kópavogsvelli*) helgina 21.-22. ágúst og hefst keppni kl. 10 báða dagana.
Keppnisréttur:
Keppnisrétt eiga karlar 35 ára og eldri og konur 30 ára og eldri. Keppt er í
5 ára aldursflokkum.
Karlar keppa í allt að 10 aldursflokkum. Yngsti karlaflokkur er 35 - 39 ára o.s.frv.
Konur keppa í allt að 6 aldursflokkum. Yngsti kvennaflokkur er 30 - 34 ára o.s.frv.
Skráning:
Þess er óskað að skráningar berist fyrir miðnætti fimmtudaginn 19.ágúst nk.
Félög geta skráð beint í Mótaforrit FRÍ á vefnum (www.fri.is).
Ennfremur má senda skráningar í tölvupósti til shall@centrum.is eða hringja í Stefán í síma 897 0333. Einnig verður unnt að skrá sig á staðnum, en forskráning gerir starf mótshaldara léttara.
Þátttökugjald:
Þátttökugjald er kr. 500 á grein (1.000 kr. í boðhlaupi) og rennur tekjuafgangur til öldungastarfs í frjálsíþróttum.
Tímaseðill:
Meðfylgjandi er tímaseðill fyrir mótið. Hann gæti breyst lítillega þegar skráningar liggja fyrir.
*) Stangarstökkskeppni fer fram innandyra í Fífunni að ósk stjórnenda Kópavogsvallar.
Stigakeppni:
Keppnin á mótinu er jafnframt stigakeppni milli þátttökuliða og er keppt um Ólafsbikarinn (Unnsteinssonar). Sigurvegari í hverri grein fær 6 stig, annar fær 5 stig o.s.frv.
F.h. FRÍ
Stefán Halldórsson
897 0333
#############################################################
Tímaseðill
Laugardagur
Karlar: Konur:
kl. 10:00 5000 m hl., sleggjukast kl. 10:30 sleggjukast
kl. 11:00 100 m hl. kl. 11:05 100 m hl.
kl. 11:10 langstökk, kúluvarp kl. 11:20 kringlukast
kl 11:20 1500 m hl. kl. 11:30 1500 m hl.
kl. 11:40 hástökk kl. 11:40 langstökk
kl. 11:50 400 m hl. kl 12:00 400 m hl., hástökk
kl 12:10 kringlukast kl. 12:30 kúluvarp
kl 12:30 300 m gr hl , 400 m gr hl kl 12:40 400 m gr hl
kl 13:00 4 x 100 m kl. 13:10 4 x 100 m
Sunnudagur
Karlar: Konur:
kl. 10:00 lóðakast kl. 10:00 lóðakast
kl. 10:20 100 m.gr hl , 110 m gr hl kl 10:25 100 m gr hl.
kl. 10:35 stangarstökk kl. 10:35 spjótkast
kl. 10:40 200 m hl. kl. 10:50 200 m hl
kl. 11.05 spjótkast kl. 11.20 þrístökk, 3.000 m hl
kl. 11.15 þrístökk kl 11.50 800 m hl.
kl. 11.35 800 m hl.