Langar þig að æfa fyrir Reykjavíkurmaraþon, en vantar aðhald og aðstoð við undirbúninginn ?
Gunnar Páll Jóakimsson sér um ókeypis kynningar- og fræðslukvöld í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal miðvikudaginn 9. júní kl. 20-21:15 (3. hús frá Laugardalshöll 2. hæð). Allir velkomnir!
Sjáðu auglýsingaplakatið.
Dagskrá:
- Æfingaáætlanir.
- 10 vikna æfingaáætlun fyrir þátttöku í 10 km hlaupi.
- Hvernig æfum við fyrir hálfmaraþon og maraþon?
- Helstu atriði hlaupaþjálfunnar, næring, teygjur, styrkingaræfingar o.fl.
- Hlaupaleiðir á höfuðborgarsvæðinu.
- Kynning á Reykjavíkur maraþoni.
- Hlaupahópar á höfuðborgarsvæðinu.
- Hlaupadagskrá sumarsins kynnt.
- Verslun hlaupasíðunnar hlaup.is kynnir vörur fyrir hlaupara.
- Skráning í undirbúningshópinn sem æfir fyrir 7 eða 10 km í Reykjavíkurmaraþoni 21. ágúst nk.
Stofnaður verður undirbúningshópur fyrir 7 og 10 km. Þeir sem skrá sig í hópinn fá m.a.:
- Að taka þátt í hlaupaæfingum með íþróttakennara tvisvar í viku fram að Reykjavíkurmaraþoni.
- Vasaútvarp frá Margt Smátt
- Stuttermabol
- Drykkjarbrúsa frá Poweraid
- HLAUP, Hlaupahandbókina 2004 eftir Gunnar Pál.
- Að kaupa 10 miða sundkort á aðeins 1000 krónur
Þátttökugjald 3000 kr. Upplýsingar í síma 535-3705. Þú getur líka skráð þig í hópinn á WWW.MARATHON.IS. Undirbúningshópurinn mun hlaupa frá Laugardalslaug þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:30.