birt 20. júní 2004

Afrekaskrá í lengri hlaupum frá upphafi til 1. júní 2004 er að koma út næstu daga. Tekið hefur saman Sigurður P. Sigmundsson.  Þetta er mjög ítarleg skrá og miklu viðameiri en afrekaskráin sem kom út árið 2001. Nú eru 70 bestu afrekin í hverjum aldursflokki skráð, en voru 60 áður. Því til viðbótar er nú skrá yfir 30 bestu afrekin í heild í brautarhlaupum sem var ekki áður. Afrekaskráin er prýdd fjölda ljósmynda auk ýmissa fróðleiksmola, sem er nýjung frá því áður. Skráin er 68 bls. að stærð og hefur að geyma upplýsingar um 2.730 afrek.  Afrekaskráin kostar 2.500,- kr. Hluti af söluandvirði hverrar bókar fer til Framfara, sem er félag um eflingu langhlaupa á Íslandi. Sendið inn pöntun á eftirfarandi: sigurdur.p.sigmundsson@vmst.is.

Í skránni er að finna upplýsingar um eftirfarandi:

Götuhlaup:  70 bestu  í öllum aldursflokkum karla og kvenna á fimm ára aldursbili (35-39 ára, 40-44 ára o.s.frv.) 10 km,  hálfmaraþoni og maraþonhlaupi.

Brautarhlaup: 30 bestu afrek karla og kvenna í brautarhlaupum og 10 bestu í öllum aldursflokkum á vegalengdum 800 m, 1.500 m, 3.000 m, 3.000 hindrun, 5.000 m og  10.000 m hlaupi.

Laugavegurinn:  Afrekaskrá 70 bestu karla og kvenna í flokkum 39 ára og yngri, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri.