Sex Íslendingar í 100 km utanvegahlaupi í Hong Kong

birt 28. janúar 2018

Elísabet var fljótust Íslendingana með kílómetrana 100.Sex Íslendingar tóku þátt í Vibram Hong Kong 100 Ultra trail í gær, laugardag. Eins og nafnið getur til kynna er hlaupið 100 km langt með 4500m hækkun. Elísabet Margeirsdóttir, nýkjörinn langhlaupari ársins, kom fyrst Íslendinga í mark á 13.43:01. Elísabet hafnaði í 71. sæti þar af í 8. sæti kvenna.Þau Birgir Sævarsson, Sigurður Kiernan og Halldóra Gyða Matthíasdóttir náðu einnig flottum árangri í hlaupinu eins og sjá má á úrslitunum hér að neðan. Þess má geta að 1514 þátttakendur voru í hlaupinu.

SætiNafnTímiLið71Elisabet Margeirsdóttir13:14:1766°North / Compressport146Birgir Sævarsson14:36:35inov8 Iceland178Sigurður Hrafn Kiernan15:06:26 600Halldóra Gyða Matthíasdóttir19:20:16  Börkur ÁrnasonDNF  Guðmundur Smári ÓlafssonDNF